Segir Dusty hafa stigið stórt skref um helgina en gefur ekkert upp fyrir kvöldið Anton Ingi Leifsson skrifar 13. október 2020 06:31 Lið Dusty CS:GO DUSTY Árni Bent Þráinsson, einn liðsmanna Dusty, er spenntur fyrir kvöldinu en í kvöld geta Dusty-menn tryggt sér sigurinn í Vodafonedeildinni CS:GO: Þeir hafa farið á kostum að undanförnu og það er ekki bara hérlendis sem þeir hafa unnið hug og hjörtu tölvuleikjaspilara því þeir stóðu sig einnig afar vel í móti erlendis um helgina. Þar lentu þeir í þriðja sæti á mótinu og segir Árni að þetta sé stór áfangi fyrir þá en þeir stefni hærra. „Draumurinn hefur alltaf verið að vinna erlent mót og er þetta mjög stórt skref fyrir okkur, að enda í efstu þrem sætum á erlendu “LAN” móti,“ sagði Árni og hélt áfram. „Þetta kveikir bara undir eldinn að halda áfram að bæta okkur og enda ofar næst. Okkur hefur gengið alveg ágætlega í erlenda mótinu “ESEA” en ekkert svakalega vel, þannig að fá svona mót þar sem við mætum allir uppá okkar besta er risastór tilfinning.“ Um helgina voru að íslensku strákarnir að spila á móti spilurum sem þéna margar milljónir á mánuði fyrir að spila tölvuleikinn. „ALEX og mezii eru nýir liðsmenn Cloud9. C9 hefur í raun verið eitt stærsta stórveldið í rafíþróttum um langa tíð, unnu til dæmis stærsta mót í Counter-Strike 2018 og eru nú að færa sig yfir í alþjóðlegt lið.“ „ALEX og mezii eru Bretar og tóku þátt í þessu móti upp á gamanið. Það var frábært tækifæri að fá að keppa við þá, þar sem þeir eru að fá nokkrar milljónir íslenskar krónur á mánuði fyrir að spila CS og með gífurlega reynslu í leiknum.“ Árni er með hugmyndir hvaða kort verður fyrir valinu er liðið velur sér kort fyrir leikinn gegn KR-ingum í kvöld en leikurinn er liður í næst síðustu umferð deildarinnar. „Það er alltaf verið að pæla í hlutunum. Ég held að við eigum alveg nokkur kort sem við getum notað á móti þeim þannig það ætti ekki að vera of erfitt að enda á einhverju korti þegar þeirra ban kemur í ljós. Annars er það bara áfram Dusty.“ Æfingar Dusty eru ekki eins og hjá öðrum liðum. Við spurðum Árna nánar út í það. „Ég held að stóru leyti kemur það frá því að við erum óhræddir við að prófa nýja hluti. Jafnvel þótt að við byrjum að æfa á einn hátt þá erum við alltaf að vega og meta hvort við getum æft betur og erum alveg óhræddir við að breyta til.“ „Það kemur líka mjög mikið frá reynslunni, erum í mjög góðum æfingarhópum og erum því alltaf að spila á móti topp liðum. Það er ekkert sem leyfir þér að læra jafn mikið og að spila á móti liði sem er betra.“ Bein útsending frá leiknum má finna á Stöð 2 eSport í kvöld og hefst útsending klukkan 19.15. Mælt er með því að stilla inn en óvæntir gestir munu heiðra stöðina með nærveru sinni í kvöld og koma þeir úr öllum áttum. Rafíþróttir Dusty Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Sjá meira
Árni Bent Þráinsson, einn liðsmanna Dusty, er spenntur fyrir kvöldinu en í kvöld geta Dusty-menn tryggt sér sigurinn í Vodafonedeildinni CS:GO: Þeir hafa farið á kostum að undanförnu og það er ekki bara hérlendis sem þeir hafa unnið hug og hjörtu tölvuleikjaspilara því þeir stóðu sig einnig afar vel í móti erlendis um helgina. Þar lentu þeir í þriðja sæti á mótinu og segir Árni að þetta sé stór áfangi fyrir þá en þeir stefni hærra. „Draumurinn hefur alltaf verið að vinna erlent mót og er þetta mjög stórt skref fyrir okkur, að enda í efstu þrem sætum á erlendu “LAN” móti,“ sagði Árni og hélt áfram. „Þetta kveikir bara undir eldinn að halda áfram að bæta okkur og enda ofar næst. Okkur hefur gengið alveg ágætlega í erlenda mótinu “ESEA” en ekkert svakalega vel, þannig að fá svona mót þar sem við mætum allir uppá okkar besta er risastór tilfinning.“ Um helgina voru að íslensku strákarnir að spila á móti spilurum sem þéna margar milljónir á mánuði fyrir að spila tölvuleikinn. „ALEX og mezii eru nýir liðsmenn Cloud9. C9 hefur í raun verið eitt stærsta stórveldið í rafíþróttum um langa tíð, unnu til dæmis stærsta mót í Counter-Strike 2018 og eru nú að færa sig yfir í alþjóðlegt lið.“ „ALEX og mezii eru Bretar og tóku þátt í þessu móti upp á gamanið. Það var frábært tækifæri að fá að keppa við þá, þar sem þeir eru að fá nokkrar milljónir íslenskar krónur á mánuði fyrir að spila CS og með gífurlega reynslu í leiknum.“ Árni er með hugmyndir hvaða kort verður fyrir valinu er liðið velur sér kort fyrir leikinn gegn KR-ingum í kvöld en leikurinn er liður í næst síðustu umferð deildarinnar. „Það er alltaf verið að pæla í hlutunum. Ég held að við eigum alveg nokkur kort sem við getum notað á móti þeim þannig það ætti ekki að vera of erfitt að enda á einhverju korti þegar þeirra ban kemur í ljós. Annars er það bara áfram Dusty.“ Æfingar Dusty eru ekki eins og hjá öðrum liðum. Við spurðum Árna nánar út í það. „Ég held að stóru leyti kemur það frá því að við erum óhræddir við að prófa nýja hluti. Jafnvel þótt að við byrjum að æfa á einn hátt þá erum við alltaf að vega og meta hvort við getum æft betur og erum alveg óhræddir við að breyta til.“ „Það kemur líka mjög mikið frá reynslunni, erum í mjög góðum æfingarhópum og erum því alltaf að spila á móti topp liðum. Það er ekkert sem leyfir þér að læra jafn mikið og að spila á móti liði sem er betra.“ Bein útsending frá leiknum má finna á Stöð 2 eSport í kvöld og hefst útsending klukkan 19.15. Mælt er með því að stilla inn en óvæntir gestir munu heiðra stöðina með nærveru sinni í kvöld og koma þeir úr öllum áttum.
Rafíþróttir Dusty Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Sjá meira