Segir Dusty hafa stigið stórt skref um helgina en gefur ekkert upp fyrir kvöldið Anton Ingi Leifsson skrifar 13. október 2020 06:31 Lið Dusty CS:GO DUSTY Árni Bent Þráinsson, einn liðsmanna Dusty, er spenntur fyrir kvöldinu en í kvöld geta Dusty-menn tryggt sér sigurinn í Vodafonedeildinni CS:GO: Þeir hafa farið á kostum að undanförnu og það er ekki bara hérlendis sem þeir hafa unnið hug og hjörtu tölvuleikjaspilara því þeir stóðu sig einnig afar vel í móti erlendis um helgina. Þar lentu þeir í þriðja sæti á mótinu og segir Árni að þetta sé stór áfangi fyrir þá en þeir stefni hærra. „Draumurinn hefur alltaf verið að vinna erlent mót og er þetta mjög stórt skref fyrir okkur, að enda í efstu þrem sætum á erlendu “LAN” móti,“ sagði Árni og hélt áfram. „Þetta kveikir bara undir eldinn að halda áfram að bæta okkur og enda ofar næst. Okkur hefur gengið alveg ágætlega í erlenda mótinu “ESEA” en ekkert svakalega vel, þannig að fá svona mót þar sem við mætum allir uppá okkar besta er risastór tilfinning.“ Um helgina voru að íslensku strákarnir að spila á móti spilurum sem þéna margar milljónir á mánuði fyrir að spila tölvuleikinn. „ALEX og mezii eru nýir liðsmenn Cloud9. C9 hefur í raun verið eitt stærsta stórveldið í rafíþróttum um langa tíð, unnu til dæmis stærsta mót í Counter-Strike 2018 og eru nú að færa sig yfir í alþjóðlegt lið.“ „ALEX og mezii eru Bretar og tóku þátt í þessu móti upp á gamanið. Það var frábært tækifæri að fá að keppa við þá, þar sem þeir eru að fá nokkrar milljónir íslenskar krónur á mánuði fyrir að spila CS og með gífurlega reynslu í leiknum.“ Árni er með hugmyndir hvaða kort verður fyrir valinu er liðið velur sér kort fyrir leikinn gegn KR-ingum í kvöld en leikurinn er liður í næst síðustu umferð deildarinnar. „Það er alltaf verið að pæla í hlutunum. Ég held að við eigum alveg nokkur kort sem við getum notað á móti þeim þannig það ætti ekki að vera of erfitt að enda á einhverju korti þegar þeirra ban kemur í ljós. Annars er það bara áfram Dusty.“ Æfingar Dusty eru ekki eins og hjá öðrum liðum. Við spurðum Árna nánar út í það. „Ég held að stóru leyti kemur það frá því að við erum óhræddir við að prófa nýja hluti. Jafnvel þótt að við byrjum að æfa á einn hátt þá erum við alltaf að vega og meta hvort við getum æft betur og erum alveg óhræddir við að breyta til.“ „Það kemur líka mjög mikið frá reynslunni, erum í mjög góðum æfingarhópum og erum því alltaf að spila á móti topp liðum. Það er ekkert sem leyfir þér að læra jafn mikið og að spila á móti liði sem er betra.“ Bein útsending frá leiknum má finna á Stöð 2 eSport í kvöld og hefst útsending klukkan 19.15. Mælt er með því að stilla inn en óvæntir gestir munu heiðra stöðina með nærveru sinni í kvöld og koma þeir úr öllum áttum. Rafíþróttir Dusty Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Árni Bent Þráinsson, einn liðsmanna Dusty, er spenntur fyrir kvöldinu en í kvöld geta Dusty-menn tryggt sér sigurinn í Vodafonedeildinni CS:GO: Þeir hafa farið á kostum að undanförnu og það er ekki bara hérlendis sem þeir hafa unnið hug og hjörtu tölvuleikjaspilara því þeir stóðu sig einnig afar vel í móti erlendis um helgina. Þar lentu þeir í þriðja sæti á mótinu og segir Árni að þetta sé stór áfangi fyrir þá en þeir stefni hærra. „Draumurinn hefur alltaf verið að vinna erlent mót og er þetta mjög stórt skref fyrir okkur, að enda í efstu þrem sætum á erlendu “LAN” móti,“ sagði Árni og hélt áfram. „Þetta kveikir bara undir eldinn að halda áfram að bæta okkur og enda ofar næst. Okkur hefur gengið alveg ágætlega í erlenda mótinu “ESEA” en ekkert svakalega vel, þannig að fá svona mót þar sem við mætum allir uppá okkar besta er risastór tilfinning.“ Um helgina voru að íslensku strákarnir að spila á móti spilurum sem þéna margar milljónir á mánuði fyrir að spila tölvuleikinn. „ALEX og mezii eru nýir liðsmenn Cloud9. C9 hefur í raun verið eitt stærsta stórveldið í rafíþróttum um langa tíð, unnu til dæmis stærsta mót í Counter-Strike 2018 og eru nú að færa sig yfir í alþjóðlegt lið.“ „ALEX og mezii eru Bretar og tóku þátt í þessu móti upp á gamanið. Það var frábært tækifæri að fá að keppa við þá, þar sem þeir eru að fá nokkrar milljónir íslenskar krónur á mánuði fyrir að spila CS og með gífurlega reynslu í leiknum.“ Árni er með hugmyndir hvaða kort verður fyrir valinu er liðið velur sér kort fyrir leikinn gegn KR-ingum í kvöld en leikurinn er liður í næst síðustu umferð deildarinnar. „Það er alltaf verið að pæla í hlutunum. Ég held að við eigum alveg nokkur kort sem við getum notað á móti þeim þannig það ætti ekki að vera of erfitt að enda á einhverju korti þegar þeirra ban kemur í ljós. Annars er það bara áfram Dusty.“ Æfingar Dusty eru ekki eins og hjá öðrum liðum. Við spurðum Árna nánar út í það. „Ég held að stóru leyti kemur það frá því að við erum óhræddir við að prófa nýja hluti. Jafnvel þótt að við byrjum að æfa á einn hátt þá erum við alltaf að vega og meta hvort við getum æft betur og erum alveg óhræddir við að breyta til.“ „Það kemur líka mjög mikið frá reynslunni, erum í mjög góðum æfingarhópum og erum því alltaf að spila á móti topp liðum. Það er ekkert sem leyfir þér að læra jafn mikið og að spila á móti liði sem er betra.“ Bein útsending frá leiknum má finna á Stöð 2 eSport í kvöld og hefst útsending klukkan 19.15. Mælt er með því að stilla inn en óvæntir gestir munu heiðra stöðina með nærveru sinni í kvöld og koma þeir úr öllum áttum.
Rafíþróttir Dusty Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira