„Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 08:04 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, telur ekki að þjóðin sé að missa þolinmæðina gagnvart sóttvarnareglum og tilmælum yfirvalda og hefur fulla trú á að við komumst í gegnum þetta saman. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, telur að fjöldi þeirra sem greindust smitaðir með kórónuveiruna í gær sé svipaður þeim fjölda sem greindist fyrir helgi, eða um 90 manns. Færri greindust með veiruna um helgina, það er 60 á laugardag og 50 á sunnudag, en færri eru skimaðir fyrir veirunni um helgar en á virkum dögum. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort að tölur gærdagsins, sem birtar verða venju samkvæmt klukkan 11, væru meira í takt við helgina eða föstudaginn sagðist Víðir telja stærðargráðuna svipaða og á föstudag. „Við erum ekki komin með staðfestar tölur gærdagsins en hlutfallið um helgina og það sem við sáum fram eftir degi í gær sýnir að við erum bara á svipuðum stað eins og við höfum verið. Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá,“ sagði Víðir. Hann sagði að ef þróunin á fjölda smitaðra yrði mjög svipuð og í faraldrinum í vor þá ættu raunverulega lægri tölur að sjást á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. „Við verðum bara að bíða aðeins og sjá en mér sýnist á öllu að það sé allavega ekki að gerast í dag.“ Víðir sagði fjöldann sem greindist í gær ekki vonbrigði heldur væri þetta það sem búist var við. „Við vorum að tala um að þetta tæki tíu til fjórtán daga að sjá þetta ef þetta gerist eins og í vor þannig að það verður bara að koma í ljós en hlutirnir eru ekkert alveg eins núna og þeir voru í vor. Við sjáum að það er margt sem er öðruvísi. Samfélagið er miklu virkara núna, það er miklu meira í gangi, það er meiri umferð og fólk er miklu meira á ferðinni heldur en var þegar við vorum að ná hámarkinu í vor,“ sagði Víðir. Þolinmæði þjóðarinnar er ekki að þrotum að mati Víðis. „Við erum mjög seig og þetta bugar okkur ekkert. Við komumst alveg í gegnum þetta. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær þetta endar en við munum klárlega sigla í gegnum þetta. Það mun taka á og tekur á marga. Maður er búinn að eiga mörg þung símtöl undanfarið við fólk sem er í erfiðri stöðu, getur ekki hitt fólkið sitt og ýmislegt í gangi sem er þungt. Það er þannig og við verðum bara með sameiginlegu átaki að komast í gegnum þetta og við munum gera það. Ég hef bara mjög mikla trú á okkur öllum,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, telur að fjöldi þeirra sem greindust smitaðir með kórónuveiruna í gær sé svipaður þeim fjölda sem greindist fyrir helgi, eða um 90 manns. Færri greindust með veiruna um helgina, það er 60 á laugardag og 50 á sunnudag, en færri eru skimaðir fyrir veirunni um helgar en á virkum dögum. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort að tölur gærdagsins, sem birtar verða venju samkvæmt klukkan 11, væru meira í takt við helgina eða föstudaginn sagðist Víðir telja stærðargráðuna svipaða og á föstudag. „Við erum ekki komin með staðfestar tölur gærdagsins en hlutfallið um helgina og það sem við sáum fram eftir degi í gær sýnir að við erum bara á svipuðum stað eins og við höfum verið. Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá,“ sagði Víðir. Hann sagði að ef þróunin á fjölda smitaðra yrði mjög svipuð og í faraldrinum í vor þá ættu raunverulega lægri tölur að sjást á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. „Við verðum bara að bíða aðeins og sjá en mér sýnist á öllu að það sé allavega ekki að gerast í dag.“ Víðir sagði fjöldann sem greindist í gær ekki vonbrigði heldur væri þetta það sem búist var við. „Við vorum að tala um að þetta tæki tíu til fjórtán daga að sjá þetta ef þetta gerist eins og í vor þannig að það verður bara að koma í ljós en hlutirnir eru ekkert alveg eins núna og þeir voru í vor. Við sjáum að það er margt sem er öðruvísi. Samfélagið er miklu virkara núna, það er miklu meira í gangi, það er meiri umferð og fólk er miklu meira á ferðinni heldur en var þegar við vorum að ná hámarkinu í vor,“ sagði Víðir. Þolinmæði þjóðarinnar er ekki að þrotum að mati Víðis. „Við erum mjög seig og þetta bugar okkur ekkert. Við komumst alveg í gegnum þetta. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær þetta endar en við munum klárlega sigla í gegnum þetta. Það mun taka á og tekur á marga. Maður er búinn að eiga mörg þung símtöl undanfarið við fólk sem er í erfiðri stöðu, getur ekki hitt fólkið sitt og ýmislegt í gangi sem er þungt. Það er þannig og við verðum bara með sameiginlegu átaki að komast í gegnum þetta og við munum gera það. Ég hef bara mjög mikla trú á okkur öllum,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira