Telja ekki meiri smithættu af stökum spilakössum en hraðbönkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. október 2020 14:32 Spilasölum hefur verið gert að loka í núverandi samkomubanni en stakir spilakassar mega enn standa opnir. Vísir/Baldur Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. Almennt er talin minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis, þar sem ráðuneytið var innt eftir svörum við því af hverju aðeins væri minnst á spilasali en ekki spilakassa í reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir sem tók gildi í síðustu viku. Vísir sendi fyrirspurnina í kjölfar gagnrýni formanns Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hún lýsti því í samtali við Vísi á föstudag að ótækt væri að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem yfirleitt dvelji lengi við kassana, þrátt fyrir að spilasölum hafi verið gert að loka. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu mánudaginn 5. október. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. Í svari ráðuneytisins segir að megináhersla í gildandi sóttvarnaráðstöfunum sé að sporna gegn því að fólk komi saman í stórum hópum. Þetta sé meginástæða þeirra takmarkana sem leiða m.a. til lokunar kráa, skemmtistaða og spilasala, líkamsræktarstöðva og sundlauga. „Þess má geta að töluverður fjöldi spilakassa er óaðgengilegur vegna þessara takmarkana, þ.e. spilakassar sem eru á stöðum sem hefur þurft að loka vegna samkomutakmarkana, t.d. á krám og skemmtistöðum, auk spilasala,“ segir í svari ráðuneytisins. Þá sé það mat ráðuneytisins að smithætta af stökum spilakössum sé ekki meiri en eigi við um margar aðrar aðstæður og starfsemi þar sem snertifletir eru sameiginlegir, t.d. hraðbanka, bensínsjálfssala, sjálfsafgreiðslukössum í verslunum o.fl. Aftur á móti gildi um þessa starfsemi sem aðra að umsjónaraðilum beri að gæta að sóttvörnum, þrífa snertifleti reglulega og sjá til þess að handspritt sé aðgengilegt þeim sem nýta sér aðstöðu þar sem snertifletir eru sameiginlegir. Þá er bent á að vissulega hafi verið kveðið hafi á um að spilasölum og spilakössum skyldi lokað í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem tók gildi 24. mars og gilti til 3. maí. Ný auglýsing tók hins vegar gildi 4. maí en þar var einungis kveðið á um lokun spilasala, ekki spilakassa. „Þetta er í samræmi við minnisblöð sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir og það sem rakið er að framan um að almennt er minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum,“ segir í svari ráðuneytisins. Fjárhættuspil Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. Almennt er talin minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis, þar sem ráðuneytið var innt eftir svörum við því af hverju aðeins væri minnst á spilasali en ekki spilakassa í reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir sem tók gildi í síðustu viku. Vísir sendi fyrirspurnina í kjölfar gagnrýni formanns Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hún lýsti því í samtali við Vísi á föstudag að ótækt væri að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem yfirleitt dvelji lengi við kassana, þrátt fyrir að spilasölum hafi verið gert að loka. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu mánudaginn 5. október. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. Í svari ráðuneytisins segir að megináhersla í gildandi sóttvarnaráðstöfunum sé að sporna gegn því að fólk komi saman í stórum hópum. Þetta sé meginástæða þeirra takmarkana sem leiða m.a. til lokunar kráa, skemmtistaða og spilasala, líkamsræktarstöðva og sundlauga. „Þess má geta að töluverður fjöldi spilakassa er óaðgengilegur vegna þessara takmarkana, þ.e. spilakassar sem eru á stöðum sem hefur þurft að loka vegna samkomutakmarkana, t.d. á krám og skemmtistöðum, auk spilasala,“ segir í svari ráðuneytisins. Þá sé það mat ráðuneytisins að smithætta af stökum spilakössum sé ekki meiri en eigi við um margar aðrar aðstæður og starfsemi þar sem snertifletir eru sameiginlegir, t.d. hraðbanka, bensínsjálfssala, sjálfsafgreiðslukössum í verslunum o.fl. Aftur á móti gildi um þessa starfsemi sem aðra að umsjónaraðilum beri að gæta að sóttvörnum, þrífa snertifleti reglulega og sjá til þess að handspritt sé aðgengilegt þeim sem nýta sér aðstöðu þar sem snertifletir eru sameiginlegir. Þá er bent á að vissulega hafi verið kveðið hafi á um að spilasölum og spilakössum skyldi lokað í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem tók gildi 24. mars og gilti til 3. maí. Ný auglýsing tók hins vegar gildi 4. maí en þar var einungis kveðið á um lokun spilasala, ekki spilakassa. „Þetta er í samræmi við minnisblöð sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir og það sem rakið er að framan um að almennt er minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum,“ segir í svari ráðuneytisins.
Fjárhættuspil Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira