Glímir enn við höfuðmeiðsli og mætir ekki Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2020 17:45 Sofia Jakobsson og Sveindís Jane Jónsdóttir á ferðinni þegar Svíþjóð og Ísland gerðu 1-1 jafntefli í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Svíar verða með enn sterkari leikmannahóp en á Laugardalsvelli í september, í seinni leiknum við Íslendinga í baráttunni um sæti á EM kvenna í fótbolta. Svíþjóð og Ísland mætast í annað sinn á skömmum tíma í Gautaborg 27. október, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í Reykjavík. Liðin eru jöfn á toppi síns riðils með 13 stig en Svíar hafa fjórum mörkum betri markatölu. Liðið sem vinnur leikinn í Gautaborg á því góða von um að vinna riðilinn og komast beint á EM, en liðið í 2. sæti gæti einnig komist á EM. Här är damtruppen som samlas på måndag för nya EM-kvalmatcher 22 okt: - 18.4527 okt: - 18.30 pic.twitter.com/17r6etjXSM— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) October 13, 2020 Líkt og í fyrri leiknum verða Svíar án Fridolinu Rolfö, leikmanns Wolfsburg. Hún fékk heilahristing í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, þar sem Wolfsburg tapaði 3-1 gegn Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon, og hefur ekki jafnað sig. „Við vonumst til þess að hún verði með í næsta verkefni,“ sagði Peter Gerhardsson, þjálfari Svía, þegar hann kynnti hópinn sinn í dag. „Það er erfitt fyrir okkur að vera að ræða um þessi meiðsli og Wolfsburg verður að gera það. En það er þó hægt að segja að það var ekki rétt sem heyrðist sagt, að um „minni háttar heilahristing“ hefði verið að ræða“ sagði Gerhardsson. Svíar verða áfram án síns aðalmarkmanns, Hedvig Lindahl, vegna meiðsla. Þeir endurheimta hins vegar bakvörðinn Hönnu Glas sem leikur með Bayern München. Að öðru leyti er hópurinn sá sami og kom til Reykjavíkur. Svíþjóð mætir Lettlandi í aðdraganda leiksins við Ísland, og getur með sigri í báðum leikjum tryggt sér sæti á EM. Ísland leikur aðeins gegn Svíþjóð í þessu verkefni en Jón Þór Hauksson kynnti hópinn sinn fyrir skömmu. Hópinn má sjá hér að neðan. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór búinn að tilkynna hópinn fyrir Svíaleikinn og gerir eina breytingu Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í íslenska landsliðshópinn fyrir útileikinn á móti Svíum seinna í þessum mánuði. 9. október 2020 10:16 „Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. 9. október 2020 14:03 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Sjá meira
Svíar verða með enn sterkari leikmannahóp en á Laugardalsvelli í september, í seinni leiknum við Íslendinga í baráttunni um sæti á EM kvenna í fótbolta. Svíþjóð og Ísland mætast í annað sinn á skömmum tíma í Gautaborg 27. október, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í Reykjavík. Liðin eru jöfn á toppi síns riðils með 13 stig en Svíar hafa fjórum mörkum betri markatölu. Liðið sem vinnur leikinn í Gautaborg á því góða von um að vinna riðilinn og komast beint á EM, en liðið í 2. sæti gæti einnig komist á EM. Här är damtruppen som samlas på måndag för nya EM-kvalmatcher 22 okt: - 18.4527 okt: - 18.30 pic.twitter.com/17r6etjXSM— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) October 13, 2020 Líkt og í fyrri leiknum verða Svíar án Fridolinu Rolfö, leikmanns Wolfsburg. Hún fékk heilahristing í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, þar sem Wolfsburg tapaði 3-1 gegn Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon, og hefur ekki jafnað sig. „Við vonumst til þess að hún verði með í næsta verkefni,“ sagði Peter Gerhardsson, þjálfari Svía, þegar hann kynnti hópinn sinn í dag. „Það er erfitt fyrir okkur að vera að ræða um þessi meiðsli og Wolfsburg verður að gera það. En það er þó hægt að segja að það var ekki rétt sem heyrðist sagt, að um „minni háttar heilahristing“ hefði verið að ræða“ sagði Gerhardsson. Svíar verða áfram án síns aðalmarkmanns, Hedvig Lindahl, vegna meiðsla. Þeir endurheimta hins vegar bakvörðinn Hönnu Glas sem leikur með Bayern München. Að öðru leyti er hópurinn sá sami og kom til Reykjavíkur. Svíþjóð mætir Lettlandi í aðdraganda leiksins við Ísland, og getur með sigri í báðum leikjum tryggt sér sæti á EM. Ísland leikur aðeins gegn Svíþjóð í þessu verkefni en Jón Þór Hauksson kynnti hópinn sinn fyrir skömmu. Hópinn má sjá hér að neðan.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór búinn að tilkynna hópinn fyrir Svíaleikinn og gerir eina breytingu Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í íslenska landsliðshópinn fyrir útileikinn á móti Svíum seinna í þessum mánuði. 9. október 2020 10:16 „Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. 9. október 2020 14:03 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Sjá meira
Jón Þór búinn að tilkynna hópinn fyrir Svíaleikinn og gerir eina breytingu Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í íslenska landsliðshópinn fyrir útileikinn á móti Svíum seinna í þessum mánuði. 9. október 2020 10:16
„Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. 9. október 2020 14:03