64 teljast týndir á síðustu tveimur árum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2020 07:00 Lögreglumenn standa vörð við mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun í fyrra. Vísir/vilhelm Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur 64 á skrá hjá sér sem ekki hafa fundist þegar til stóð að vísa þeim úr landi á síðustu tveimur árum. Þó er talið að margir þeirra hafi farið sjálfir úr landi áður en til brottvísunar átti að koma og að lítill hluti hópsins dvelji enn hér á landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á mánudag að tugir manna, sem ekki hefðu fundist fyrir ætlaða brottvísun, teldust týndir hér á landi. „Við erum að díla við það, og það er eitt af verkefnunum, að fólk fer ekki sjálfviljugt,“ sagði Áslaug. „Við þurfum alltaf að skoða kerfin okkar. Og við erum að skoða það að fólk sem hefur fengið neitun í íslensku kerfi, þarf ekki á vernd að halda og fellur ekki undir þá skilgreiningu, til þess fær það styrk frá íslenskum stjórnvöldum. Og ég held að með því til dæmis að hækka til dæmis þann styrk, eins og lönd hafa gert í kringum okkur, þá séum við að hvetja frekar til sjálfviljugrar heimfarar án þess að þurfa að koma að brottvísun.“ Fram kemur í svari stoðdeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að 64 séu skráðir hjá deildinni sem ekki hafi fundist „við framkvæmd á fylgd úr landi“ á síðastliðnum tveimur árum. Bæði sé um að ræða umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem og þá sem hlotið hafa ákvörðun Útlendingastofnunar vegna ólöglegrar dvalar á Íslandi. Margir hafi yfirgefið landið áður en til framkvæmdar brottvísunarinnar hafi komið, og þá undir öðru nafni og hugsanlega með fölsuð skilríki. Þegar í ljós komi að einhver dvelji ekki lengur í úrræði sínu sé reynt eftir fremsta megni að hafa uppi á viðkomandi, m.a. með því að skrá hann eftirlýstan í kerfi lögreglu og upplýsa lögreglumenn um málið. Talið er að fæstir þeirra 64 sem skráðir eru týndir í kerfum lögreglu dvelji enn hér á landi. „Í einhverjum tilfellum hafa aðilar fundist á Íslandi og málinu haldið áfram með framkvæmd úr landi. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hve margir eru hér enn á landi en miðað við þau gögn sem stoðdeildin hefur er það lítill hluti þeirra sem eftirlýstir eru í kerfi lögreglunnar af þessum sökum,“ segir í svari stoðdeildar. Mál hinnar egypsku Khedr-fjölskyldu vakti mikla athygli í síðasta mánuði. Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi en hún fannst ekki þegar stoðdeild hugðist fylgja henni út á flugvöll. Lýst var formlega eftir fjölskyldunni skömmu síðar en ekki kom til brottvísunar þar sem fjölskyldan fékk dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Hælisleitendur Lögreglumál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur 64 á skrá hjá sér sem ekki hafa fundist þegar til stóð að vísa þeim úr landi á síðustu tveimur árum. Þó er talið að margir þeirra hafi farið sjálfir úr landi áður en til brottvísunar átti að koma og að lítill hluti hópsins dvelji enn hér á landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á mánudag að tugir manna, sem ekki hefðu fundist fyrir ætlaða brottvísun, teldust týndir hér á landi. „Við erum að díla við það, og það er eitt af verkefnunum, að fólk fer ekki sjálfviljugt,“ sagði Áslaug. „Við þurfum alltaf að skoða kerfin okkar. Og við erum að skoða það að fólk sem hefur fengið neitun í íslensku kerfi, þarf ekki á vernd að halda og fellur ekki undir þá skilgreiningu, til þess fær það styrk frá íslenskum stjórnvöldum. Og ég held að með því til dæmis að hækka til dæmis þann styrk, eins og lönd hafa gert í kringum okkur, þá séum við að hvetja frekar til sjálfviljugrar heimfarar án þess að þurfa að koma að brottvísun.“ Fram kemur í svari stoðdeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að 64 séu skráðir hjá deildinni sem ekki hafi fundist „við framkvæmd á fylgd úr landi“ á síðastliðnum tveimur árum. Bæði sé um að ræða umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem og þá sem hlotið hafa ákvörðun Útlendingastofnunar vegna ólöglegrar dvalar á Íslandi. Margir hafi yfirgefið landið áður en til framkvæmdar brottvísunarinnar hafi komið, og þá undir öðru nafni og hugsanlega með fölsuð skilríki. Þegar í ljós komi að einhver dvelji ekki lengur í úrræði sínu sé reynt eftir fremsta megni að hafa uppi á viðkomandi, m.a. með því að skrá hann eftirlýstan í kerfi lögreglu og upplýsa lögreglumenn um málið. Talið er að fæstir þeirra 64 sem skráðir eru týndir í kerfum lögreglu dvelji enn hér á landi. „Í einhverjum tilfellum hafa aðilar fundist á Íslandi og málinu haldið áfram með framkvæmd úr landi. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hve margir eru hér enn á landi en miðað við þau gögn sem stoðdeildin hefur er það lítill hluti þeirra sem eftirlýstir eru í kerfi lögreglunnar af þessum sökum,“ segir í svari stoðdeildar. Mál hinnar egypsku Khedr-fjölskyldu vakti mikla athygli í síðasta mánuði. Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi en hún fannst ekki þegar stoðdeild hugðist fylgja henni út á flugvöll. Lýst var formlega eftir fjölskyldunni skömmu síðar en ekki kom til brottvísunar þar sem fjölskyldan fékk dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.
Hælisleitendur Lögreglumál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira