Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2020 23:01 Axel Witsel er leikjahæstur í belgíska hópnum með 108 landsleiki. stöð 2 sport Axel Laurent Angel Lambert Witsel, eða einfaldlega Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. „Okkur líður vel. Aðeins tveir dagar síðan við spiluðum síðast en ég held að það líði öllum vel fyrir leikinn á morgun,“ sagði Witsel við Vísi í dag. „Við verðum að bregðast við af því að í tapleiknum gegn Englandi þá lékum við mjög vel í fyrri hálfleik en sá síðari var ekki nægilega góður. Við verðum því að bregðast vel við í leiknum á morgun,“ sagði Witsel um leik morgundagsins og hvort Belgía þyrfti ekki á sigri að halda eftir tapið gegn Englandi. Á blaðamannafundi bætti Witsel við að leikur morgundagsins yrði að vinnast svo Belgía ætti möguleika á að komast upp fyrir England í riðlinum þegar liðin mætast þann 15. nóvember. Blaðamaður spurði hinn 31 árs gamla Witsel út í íslenska kuldann en Belginn er öllu vanur eftir að hafa spilað með Zenit St. Pétursborg í Rússlandi. Enskan hefur hins vegar skolast til og virðist sem Witsel hafi haldið að um væri að ræða íslenska liðið. „Þeir eru með mjög gott lið, sterkir varnarlega, spila aftarlega á vellinum og eru þéttir til baka. Ég held að þeir ætli að beita skyndisóknum en eru einnig góðir þegar kemur að því að vinna seinni boltann. Svo á morgun verðum við að spila okkar leik eins og við erum vanir að gera og vinna leikinn.“ Witsel vildi lítið gefa upp varðandi leikstíl belgíska liðsins og við hverju mætti búast á morgun. „Þú verður að spyrja þjálfarann þar sem við vitum það ekki enn. Þeir sem munu spila leikinn munu gera allt sem þeir geta til að vinna leikinn,“ sagði Witsel að lokum. Klippa: Viðtal við Axel Witsel Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Þjálfari belgíska landsliðsins býst við hörkuleik á morgun þó svo það vanti fjölda lykilmanna í íslenska liðið. Segir hann það hrjá öll landslið Evrópu og þó víðar væri leitað þessa dagana. 13. október 2020 19:30 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. 13. október 2020 16:31 „Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Sjá meira
Axel Laurent Angel Lambert Witsel, eða einfaldlega Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. „Okkur líður vel. Aðeins tveir dagar síðan við spiluðum síðast en ég held að það líði öllum vel fyrir leikinn á morgun,“ sagði Witsel við Vísi í dag. „Við verðum að bregðast við af því að í tapleiknum gegn Englandi þá lékum við mjög vel í fyrri hálfleik en sá síðari var ekki nægilega góður. Við verðum því að bregðast vel við í leiknum á morgun,“ sagði Witsel um leik morgundagsins og hvort Belgía þyrfti ekki á sigri að halda eftir tapið gegn Englandi. Á blaðamannafundi bætti Witsel við að leikur morgundagsins yrði að vinnast svo Belgía ætti möguleika á að komast upp fyrir England í riðlinum þegar liðin mætast þann 15. nóvember. Blaðamaður spurði hinn 31 árs gamla Witsel út í íslenska kuldann en Belginn er öllu vanur eftir að hafa spilað með Zenit St. Pétursborg í Rússlandi. Enskan hefur hins vegar skolast til og virðist sem Witsel hafi haldið að um væri að ræða íslenska liðið. „Þeir eru með mjög gott lið, sterkir varnarlega, spila aftarlega á vellinum og eru þéttir til baka. Ég held að þeir ætli að beita skyndisóknum en eru einnig góðir þegar kemur að því að vinna seinni boltann. Svo á morgun verðum við að spila okkar leik eins og við erum vanir að gera og vinna leikinn.“ Witsel vildi lítið gefa upp varðandi leikstíl belgíska liðsins og við hverju mætti búast á morgun. „Þú verður að spyrja þjálfarann þar sem við vitum það ekki enn. Þeir sem munu spila leikinn munu gera allt sem þeir geta til að vinna leikinn,“ sagði Witsel að lokum. Klippa: Viðtal við Axel Witsel Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Þjálfari belgíska landsliðsins býst við hörkuleik á morgun þó svo það vanti fjölda lykilmanna í íslenska liðið. Segir hann það hrjá öll landslið Evrópu og þó víðar væri leitað þessa dagana. 13. október 2020 19:30 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. 13. október 2020 16:31 „Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Sjá meira
Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Þjálfari belgíska landsliðsins býst við hörkuleik á morgun þó svo það vanti fjölda lykilmanna í íslenska liðið. Segir hann það hrjá öll landslið Evrópu og þó víðar væri leitað þessa dagana. 13. október 2020 19:30
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. 13. október 2020 16:31
„Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16
Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31