Samherji vill breyta álveri í laxeldisstöð Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. október 2020 07:55 Frá Helguvík þar sem til stóð að reisa álver. Það virðist úr sögunni. Vísir/Vilhelm Norðurál og Samherji eru sögn hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup síðarnefnda fyrirtækisins á lóð og byggingum Norðuráls við Helguvík. Þetta kemur fram í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins í morgun. Þar segir að Samherji hafi í hyggju að hefja laxeldi á landi og nýta til þess byggingarnar í Helguvík, en þeim var upprunalega ætlað að hýsa álver Norðuráls, sem aldrei komst í gagnið eins og frægt er orðið. Í blaðinu segir að frumathugun sé þegar hafin á aðstæðum en alls eru byggingar Norðuráls á svæðinu 23 þúsund fermetrar og lóðin er um 100 hektarar. Kaupverð liggur ekki fyrir, segir enn fremur í blaðinu. Uppfært klukkan 12 Samherji hefur sent frá sér tilkynningu um viljayfirlýsinguna. Hana má sjá að neðan. Viljayfirlýsing undirrituð vegna kaupa á eignum Norðuráls í Helguvík Norðurál og Samherji fiskeldi, sem er hluti af samstæðu Samherja, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu í tengslum við kaup á eignum Norðuráls í Helguvík. Samherji fiskeldi er með möguleika til laxeldis á lóðinni til skoðunar. Samherji hefur hafið frumathugun á aðstæðum til laxeldis í Helguvík og er niðurstöðu að vænta fyrir áramót. Á Suðurnesjum er Samherji fiskeldi þegar með sláturhús og vinnslu í Sandgerði, eldisstöð á Stað við Grindavík og eldisstöð á Vatnsleysuströnd. Samherji fiskeldi er svo að auki með landeldi á laxi á Núpsmýri við Kópasker og seiðastöð á Núpum í Ölfusi. Samherji fiskeldi hefur einkum lagt áherslu á landeldi í sínum rekstri og er stærsti framleiðandi bleikju í heiminum með tæplega 3.800 tonn árlega. Þá framleiðir félagið um 1.500 tonn af laxi. Næstu vikur mun félagið kanna hagkvæmni og möguleika á því að byggja landeldisstöð við eignirnar sem nú standa í Helguvík. Vegna þessara áforma áttu starfsmenn Samherja fiskeldis fund með bæjarstjórum Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Á þessum fundi voru bæjarstjórarnir upplýstir um stöðuna og voru lagðar fyrir þá spurningar sem skipta miklu máli við mat á möguleikum svæðisins til laxeldis. „Samherji fiskeldi hefur áhuga á að vaxa í landeldi á laxi og er með mögulega staðsetningu í eignum Norðuráls í Helguvík til skoðunar. Á næstu vikum munum við fara yfir forsendur og möguleika til laxeldis á svæðinu áður en frekari ákvarðanir verða teknar,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis. Reykjanesbær Sjávarútvegur Fiskeldi Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Norðurál og Samherji eru sögn hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup síðarnefnda fyrirtækisins á lóð og byggingum Norðuráls við Helguvík. Þetta kemur fram í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins í morgun. Þar segir að Samherji hafi í hyggju að hefja laxeldi á landi og nýta til þess byggingarnar í Helguvík, en þeim var upprunalega ætlað að hýsa álver Norðuráls, sem aldrei komst í gagnið eins og frægt er orðið. Í blaðinu segir að frumathugun sé þegar hafin á aðstæðum en alls eru byggingar Norðuráls á svæðinu 23 þúsund fermetrar og lóðin er um 100 hektarar. Kaupverð liggur ekki fyrir, segir enn fremur í blaðinu. Uppfært klukkan 12 Samherji hefur sent frá sér tilkynningu um viljayfirlýsinguna. Hana má sjá að neðan. Viljayfirlýsing undirrituð vegna kaupa á eignum Norðuráls í Helguvík Norðurál og Samherji fiskeldi, sem er hluti af samstæðu Samherja, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu í tengslum við kaup á eignum Norðuráls í Helguvík. Samherji fiskeldi er með möguleika til laxeldis á lóðinni til skoðunar. Samherji hefur hafið frumathugun á aðstæðum til laxeldis í Helguvík og er niðurstöðu að vænta fyrir áramót. Á Suðurnesjum er Samherji fiskeldi þegar með sláturhús og vinnslu í Sandgerði, eldisstöð á Stað við Grindavík og eldisstöð á Vatnsleysuströnd. Samherji fiskeldi er svo að auki með landeldi á laxi á Núpsmýri við Kópasker og seiðastöð á Núpum í Ölfusi. Samherji fiskeldi hefur einkum lagt áherslu á landeldi í sínum rekstri og er stærsti framleiðandi bleikju í heiminum með tæplega 3.800 tonn árlega. Þá framleiðir félagið um 1.500 tonn af laxi. Næstu vikur mun félagið kanna hagkvæmni og möguleika á því að byggja landeldisstöð við eignirnar sem nú standa í Helguvík. Vegna þessara áforma áttu starfsmenn Samherja fiskeldis fund með bæjarstjórum Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Á þessum fundi voru bæjarstjórarnir upplýstir um stöðuna og voru lagðar fyrir þá spurningar sem skipta miklu máli við mat á möguleikum svæðisins til laxeldis. „Samherji fiskeldi hefur áhuga á að vaxa í landeldi á laxi og er með mögulega staðsetningu í eignum Norðuráls í Helguvík til skoðunar. Á næstu vikum munum við fara yfir forsendur og möguleika til laxeldis á svæðinu áður en frekari ákvarðanir verða teknar,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis.
Viljayfirlýsing undirrituð vegna kaupa á eignum Norðuráls í Helguvík Norðurál og Samherji fiskeldi, sem er hluti af samstæðu Samherja, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu í tengslum við kaup á eignum Norðuráls í Helguvík. Samherji fiskeldi er með möguleika til laxeldis á lóðinni til skoðunar. Samherji hefur hafið frumathugun á aðstæðum til laxeldis í Helguvík og er niðurstöðu að vænta fyrir áramót. Á Suðurnesjum er Samherji fiskeldi þegar með sláturhús og vinnslu í Sandgerði, eldisstöð á Stað við Grindavík og eldisstöð á Vatnsleysuströnd. Samherji fiskeldi er svo að auki með landeldi á laxi á Núpsmýri við Kópasker og seiðastöð á Núpum í Ölfusi. Samherji fiskeldi hefur einkum lagt áherslu á landeldi í sínum rekstri og er stærsti framleiðandi bleikju í heiminum með tæplega 3.800 tonn árlega. Þá framleiðir félagið um 1.500 tonn af laxi. Næstu vikur mun félagið kanna hagkvæmni og möguleika á því að byggja landeldisstöð við eignirnar sem nú standa í Helguvík. Vegna þessara áforma áttu starfsmenn Samherja fiskeldis fund með bæjarstjórum Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Á þessum fundi voru bæjarstjórarnir upplýstir um stöðuna og voru lagðar fyrir þá spurningar sem skipta miklu máli við mat á möguleikum svæðisins til laxeldis. „Samherji fiskeldi hefur áhuga á að vaxa í landeldi á laxi og er með mögulega staðsetningu í eignum Norðuráls í Helguvík til skoðunar. Á næstu vikum munum við fara yfir forsendur og möguleika til laxeldis á svæðinu áður en frekari ákvarðanir verða teknar,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis.
Reykjanesbær Sjávarútvegur Fiskeldi Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira