Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2020 11:07 Þorgrímur Þráinsson faðmar Birki Bjarnason að sér eftir sigurinn frækna á Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. STÖÐ 2 SPORT Það hefur mikið gengið á í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli síðasta sólarhringinn eftir að meðlimur í starfsliði karlalandsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit. Allt starfslið landsliðsins er komið í sóttkví á hóteli en enginn af þeim 19 leikmönnum sem eftir eru í landsliðshópnum. Þó mátti sjá hinn smitaða starfsmann, Þorgrím Þráinsson, umgangast leikmenn og til að mynda faðma Birki Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn á Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. Yfirvöld ráða því hverjir fara í sóttkví. „Það er bara farið ákveðið langt aftur í tímann og horft til þess við hverja menn hafa verið í samneyti,“ segir Gunnar Gylfason, sérfræðingur almannavarna og tengiliður þeirra við KSÍ. Þorgrímur var einnig á vellinum á sunnudagskvöld þegar Ísland tapaði gegn Danmörku en ekki er vitað til þess að þá hafi hann verið í snertingu við leikmenn. „Það var búið að mæla hann [Þorgrím] eftir Rúmeníuleikinn og þá var sýnið neikvætt. Reglur rakningateymisins ráða því hve langt aftur í tímann er farið. Þó að það hafi kannski ekki verið æskilegt að menn hafi knúsast eftir sigurinn, miðað við ástandið í heiminum, þá var hann sjálfsagt ekki smitandi þá,“ segir Gunnar. Sams konar háttur á þegar smit greindist hjá Rúmenum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að reynt sé að hafa algjöran aðskilnað á milli leikmanna og starfsliðs, í samræmi við leiðbeiningar UEFA. Í tilfelli Rúmena í síðustu viku, þegar einn úr fararstjórn liðsins greindist með smit, hafi til að mynda aðeins þeir sem sátu með honum við matarborð og ferðuðust með honum í bíl þurft að fara í sóttkví. „Samkvæmt þeim reglum sem gilda hjá UEFA varðandi hegðun á Covid-tímum þá er algjör aðskilnaður í matmálstímum, á milli leikmanna og starfsliðs. Starfsmenn fara annað hvort í sérbíl á æfingar eða í sérsvæði í rútum, og annað slíkt. Það er almennt gætt að fjarlægð á milli leikmanna og starfsmanna,“ segir Klara þó að hún viðurkenni að það hafi ekki gengið fullkomlega, eins og sást eftir sigurinn á Rúmeníu. Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Það hefur mikið gengið á í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli síðasta sólarhringinn eftir að meðlimur í starfsliði karlalandsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit. Allt starfslið landsliðsins er komið í sóttkví á hóteli en enginn af þeim 19 leikmönnum sem eftir eru í landsliðshópnum. Þó mátti sjá hinn smitaða starfsmann, Þorgrím Þráinsson, umgangast leikmenn og til að mynda faðma Birki Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn á Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. Yfirvöld ráða því hverjir fara í sóttkví. „Það er bara farið ákveðið langt aftur í tímann og horft til þess við hverja menn hafa verið í samneyti,“ segir Gunnar Gylfason, sérfræðingur almannavarna og tengiliður þeirra við KSÍ. Þorgrímur var einnig á vellinum á sunnudagskvöld þegar Ísland tapaði gegn Danmörku en ekki er vitað til þess að þá hafi hann verið í snertingu við leikmenn. „Það var búið að mæla hann [Þorgrím] eftir Rúmeníuleikinn og þá var sýnið neikvætt. Reglur rakningateymisins ráða því hve langt aftur í tímann er farið. Þó að það hafi kannski ekki verið æskilegt að menn hafi knúsast eftir sigurinn, miðað við ástandið í heiminum, þá var hann sjálfsagt ekki smitandi þá,“ segir Gunnar. Sams konar háttur á þegar smit greindist hjá Rúmenum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að reynt sé að hafa algjöran aðskilnað á milli leikmanna og starfsliðs, í samræmi við leiðbeiningar UEFA. Í tilfelli Rúmena í síðustu viku, þegar einn úr fararstjórn liðsins greindist með smit, hafi til að mynda aðeins þeir sem sátu með honum við matarborð og ferðuðust með honum í bíl þurft að fara í sóttkví. „Samkvæmt þeim reglum sem gilda hjá UEFA varðandi hegðun á Covid-tímum þá er algjör aðskilnaður í matmálstímum, á milli leikmanna og starfsliðs. Starfsmenn fara annað hvort í sérbíl á æfingar eða í sérsvæði í rútum, og annað slíkt. Það er almennt gætt að fjarlægð á milli leikmanna og starfsmanna,“ segir Klara þó að hún viðurkenni að það hafi ekki gengið fullkomlega, eins og sást eftir sigurinn á Rúmeníu.
Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16