Emmsjé Gauti ávarpaði þjóðina: „Ekki unnt að halda Jülevenner“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. október 2020 12:24 Gauti ávarpaði þjóðina í hádeginu. „Góðir Íslendingar. Ég hef ég óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum miklar samkomu takmarkanir og má jafna áhrifum þeirra á jólatónleikahald heimsins við krossfestingu Jesú Krists. Stórir og stöndugir jólatónleikar beggja vegna Atlantshafsins hafa orðið samkomutakmörkunum að bráð og ríkisstjórnir í mörgum löndum róa nú lífróður til að bjarga þeim jólatónleikum sem bjargað verður,“ sagði Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í hádeginu í dag. Þar tilkynnti hann að ekki yrðu hefðbundnir jólatónleikar hjá honum ár en hann hefur síðastliðin ár staðið fyrir jólatónleikaröðinni Jülevenner. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sér hann sér ekki fært að standa fyrir jólatónleikum í ár. „Það er með harm í brjósti sem ég tilkynni að í ljósi aðstæðna verður ekki unnt að halda Jülevenner Emmsjé Gauta jólin 2020. Engin ábyrgur jólatónleikahaldari teflir framtíð þjóðar sinnar í slíka tvísýnu, jafnvel þótt fórna þurfi skemmtilegasta kvöldi ársins, Jülevenner Emmsjé Gauta.“ Hann segist hafa fengið stórfyrirtæki hér á landi til að aðstoða sig við að finna lausn á málinu og eru það fyrirtækin Tuborg, Dominos og verslunarkeðjan Iceland. Þar nefndi hann jólaplötu sem væri á leiðinni en hún ber heitið Það eru komin jül, sérstök Jülepizza verður til sölu og mun hún bragðast eins og hamborgari og sérstakt Jülevenner jóladagatal verði til sölu. „Góðir landsmenn. Verkefni stjórnvalda á næstu dögum er skýrt: að koma í veg fyrir að upplausnarástand skapist vegna þess að Jülevenner Emmsjé Gauta fellur niður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur og mæta sterkari til leiks á Jülevenner (Emmsjé Gauta) 2021. Guð blessi Jülevenner,“ sagði Gauti að lokum. Jól Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Góðir Íslendingar. Ég hef ég óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum miklar samkomu takmarkanir og má jafna áhrifum þeirra á jólatónleikahald heimsins við krossfestingu Jesú Krists. Stórir og stöndugir jólatónleikar beggja vegna Atlantshafsins hafa orðið samkomutakmörkunum að bráð og ríkisstjórnir í mörgum löndum róa nú lífróður til að bjarga þeim jólatónleikum sem bjargað verður,“ sagði Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í hádeginu í dag. Þar tilkynnti hann að ekki yrðu hefðbundnir jólatónleikar hjá honum ár en hann hefur síðastliðin ár staðið fyrir jólatónleikaröðinni Jülevenner. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sér hann sér ekki fært að standa fyrir jólatónleikum í ár. „Það er með harm í brjósti sem ég tilkynni að í ljósi aðstæðna verður ekki unnt að halda Jülevenner Emmsjé Gauta jólin 2020. Engin ábyrgur jólatónleikahaldari teflir framtíð þjóðar sinnar í slíka tvísýnu, jafnvel þótt fórna þurfi skemmtilegasta kvöldi ársins, Jülevenner Emmsjé Gauta.“ Hann segist hafa fengið stórfyrirtæki hér á landi til að aðstoða sig við að finna lausn á málinu og eru það fyrirtækin Tuborg, Dominos og verslunarkeðjan Iceland. Þar nefndi hann jólaplötu sem væri á leiðinni en hún ber heitið Það eru komin jül, sérstök Jülepizza verður til sölu og mun hún bragðast eins og hamborgari og sérstakt Jülevenner jóladagatal verði til sölu. „Góðir landsmenn. Verkefni stjórnvalda á næstu dögum er skýrt: að koma í veg fyrir að upplausnarástand skapist vegna þess að Jülevenner Emmsjé Gauta fellur niður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur og mæta sterkari til leiks á Jülevenner (Emmsjé Gauta) 2021. Guð blessi Jülevenner,“ sagði Gauti að lokum.
Jól Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira