Arnar beint í smitpróf og lögfræðingurinn sér um boltakrakkana Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2020 12:24 Íslenska landsliðið á æfingu á Laugardalsvelli í hádeginu í gær. Eftir æfinguna var allt starfslið landsliðsins sett í sóttkví. VÍSIR/VILHELM Arnar Þór Viðarsson er mættur til landsins frá Lúxemborg þar sem hann stýrði U21-landsliði Íslands til sigurs í gær. Hann mun stýra Íslandi gegn besta landsliði heims, Belgíu, á Laugardalsvelli kl. 18.45 í kvöld. Allir þeir sem venjulega starfa með leikmönnum karlalandsliðsins í fótbolta á leikdegi; Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, aðrir þjálfarar, sjúkraþjálfarar, læknir og fleiri, eru í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni liðsins. Þessi hópur verður því ekki til taks í kvöld en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið hafa verið við þessu búið og gert lista yfir varamenn í öll störf. Arnar þurfti að flýta sér til landsins og fór í smitpróf vegna kórónuveirunnar snemma í morgun. Reynist sýnið neikvætt verður hann við stjórnvölinn hjá A-landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld, ásamt Davíð Snorra Jónassyni. „Arnar er í vinnusóttkví eins og allt belgíska liðið sem kom í gær, sem og dómararnir og eftirlitsmenn UEFA. Hann má því vera á Laugardalsvelli og við erum með staðfestingu frá yfirvöldum um að þetta sé heimilt. Arnar fór í test snemma í morgun og bíður niðurstöðu þess áður en hann fer inn í hópinn. Það sama á við um alla þá sem eru að koma inn í starfshópinn,“ segir Klara. Excel-skjalið með varamönnum var klárt Landsliðsmennirnir verða því ekki án sjúkraþjálfara eða læknis í kvöld ef á þarf að halda, enda banna alþjóðlegra knattspyrnureglur slíkt: „Við vorum búin að stilla upp Excel-skjali með varamönnum í allar stöður. Ég viðurkenni það þó að hugmyndaflug okkar náði ekki til þess að allur mannskapurinn þyrfti að fara í sóttkví. Við lærum af því.“ Að fjölmörgu öðru er að huga til að landsleikurinn geti farið fram og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið í starfsliði KSÍ, sem ekki eru í sóttkví, komnir í störf sem þeir eru ekki vanir að sinna: „Ég er ekki viss um að það sé þannig hjá mörgum knattspyrnusamböndum í Evrópu að lögfræðingur sambandsins muni sjá um boltakrakkana, dómarastjórinn hafi umsjón með aðalinnganginum og svo framvegis. Það eru allar hendur á dekki.“ Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. 13. október 2020 23:01 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson er mættur til landsins frá Lúxemborg þar sem hann stýrði U21-landsliði Íslands til sigurs í gær. Hann mun stýra Íslandi gegn besta landsliði heims, Belgíu, á Laugardalsvelli kl. 18.45 í kvöld. Allir þeir sem venjulega starfa með leikmönnum karlalandsliðsins í fótbolta á leikdegi; Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, aðrir þjálfarar, sjúkraþjálfarar, læknir og fleiri, eru í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni liðsins. Þessi hópur verður því ekki til taks í kvöld en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið hafa verið við þessu búið og gert lista yfir varamenn í öll störf. Arnar þurfti að flýta sér til landsins og fór í smitpróf vegna kórónuveirunnar snemma í morgun. Reynist sýnið neikvætt verður hann við stjórnvölinn hjá A-landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld, ásamt Davíð Snorra Jónassyni. „Arnar er í vinnusóttkví eins og allt belgíska liðið sem kom í gær, sem og dómararnir og eftirlitsmenn UEFA. Hann má því vera á Laugardalsvelli og við erum með staðfestingu frá yfirvöldum um að þetta sé heimilt. Arnar fór í test snemma í morgun og bíður niðurstöðu þess áður en hann fer inn í hópinn. Það sama á við um alla þá sem eru að koma inn í starfshópinn,“ segir Klara. Excel-skjalið með varamönnum var klárt Landsliðsmennirnir verða því ekki án sjúkraþjálfara eða læknis í kvöld ef á þarf að halda, enda banna alþjóðlegra knattspyrnureglur slíkt: „Við vorum búin að stilla upp Excel-skjali með varamönnum í allar stöður. Ég viðurkenni það þó að hugmyndaflug okkar náði ekki til þess að allur mannskapurinn þyrfti að fara í sóttkví. Við lærum af því.“ Að fjölmörgu öðru er að huga til að landsleikurinn geti farið fram og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið í starfsliði KSÍ, sem ekki eru í sóttkví, komnir í störf sem þeir eru ekki vanir að sinna: „Ég er ekki viss um að það sé þannig hjá mörgum knattspyrnusamböndum í Evrópu að lögfræðingur sambandsins muni sjá um boltakrakkana, dómarastjórinn hafi umsjón með aðalinnganginum og svo framvegis. Það eru allar hendur á dekki.“
Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. 13. október 2020 23:01 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07
Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. 13. október 2020 23:01
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16