Strákarnir hans Helga þeir fyrstu sem ná ekki að vinna San Marinó í sex ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2020 16:30 Úr leik Liechtenstein og San Marinó í Þjóðadeildinni í gær. getty/Harry Langer San Marinó gerði markalaust jafntefli við Liechtenstein í Vaduz í riðli 2 í D-deild Þjóðadeildarinnar í gær. Það er ekki í frásögur færandi nema að þetta var í fyrsta sinn í sex ár sem San Marinó tapar ekki leik. Fyrir leikinn í gær var San Marinó búið að tapa 39 leikjum í röð. It s our first point in six years, to end this historical night on a positive note. Thank you so much for the amazing support tonight. And remember: keep believing and Forza Titani. #lieSMR— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 13, 2020 Helgi Kolviðsson er þjálfari Liechtenstein sem er fyrsta liðið síðan Eistland í nóvember 2014 sem mistekst að vinna San Marinó. Helgi tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að hætta með liðið þegar samningur hans rennur út um áramótin. San Marinó er jafnan talið lélegasta landslið heims og er í 208. og neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Eftir jafnteflið í gær eru landsleikir sem San Marinó hefur ekki tapað ekki lengur teljandi á fingrum annarrar handar. Af þessum sex leikjum sem San Marinó hefur ekki tapað eru þrír gegn Liechtenstein. Eini sigur San Marinó í sögunni kom gegn Liechtenstein í vináttulandsleik 2004. Helgi Kolviðsson svekktur í leiknum í gær.getty/Harry Langer Stigið sem San Marinó fékk í gær er fyrsta stigið sem San Marinó fær á útivelli í keppnisleik síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Lettland í apríl 2001. Eftir leikinn sagði Gary Johnson af sér sem þjálfari Letta. Jafnteflið í gær þýðir jafnframt að Ísland er nú eina liðið sem á eftir að fá stig í Þjóðadeildinni síðan henni var hleypt af stokkunum fyrir tveimur árum. San Marinó hefur alls leikið 168 landsleiki; unnið einn, gert fimm jafntefli og tapað 162. Markatalan er 24-700, San Marinó í óhag. Tveir merkustu leikir San Marinó komu sennilega í undankeppni HM 1994. Liðið gerði þá markalaust jafntefli við Tyrkland og náði svo forystunni gegn Englandi þegar sjónvarpssölumaðurinn Davide Gualtieri skoraði eftir 8,3 sekúndur í leik liðanna í Bologna á Ítalíu. England vann leikinn reyndar, 1-7. Þjóðadeild UEFA Íslendingar erlendis San Marínó Liechtenstein Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
San Marinó gerði markalaust jafntefli við Liechtenstein í Vaduz í riðli 2 í D-deild Þjóðadeildarinnar í gær. Það er ekki í frásögur færandi nema að þetta var í fyrsta sinn í sex ár sem San Marinó tapar ekki leik. Fyrir leikinn í gær var San Marinó búið að tapa 39 leikjum í röð. It s our first point in six years, to end this historical night on a positive note. Thank you so much for the amazing support tonight. And remember: keep believing and Forza Titani. #lieSMR— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 13, 2020 Helgi Kolviðsson er þjálfari Liechtenstein sem er fyrsta liðið síðan Eistland í nóvember 2014 sem mistekst að vinna San Marinó. Helgi tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að hætta með liðið þegar samningur hans rennur út um áramótin. San Marinó er jafnan talið lélegasta landslið heims og er í 208. og neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Eftir jafnteflið í gær eru landsleikir sem San Marinó hefur ekki tapað ekki lengur teljandi á fingrum annarrar handar. Af þessum sex leikjum sem San Marinó hefur ekki tapað eru þrír gegn Liechtenstein. Eini sigur San Marinó í sögunni kom gegn Liechtenstein í vináttulandsleik 2004. Helgi Kolviðsson svekktur í leiknum í gær.getty/Harry Langer Stigið sem San Marinó fékk í gær er fyrsta stigið sem San Marinó fær á útivelli í keppnisleik síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Lettland í apríl 2001. Eftir leikinn sagði Gary Johnson af sér sem þjálfari Letta. Jafnteflið í gær þýðir jafnframt að Ísland er nú eina liðið sem á eftir að fá stig í Þjóðadeildinni síðan henni var hleypt af stokkunum fyrir tveimur árum. San Marinó hefur alls leikið 168 landsleiki; unnið einn, gert fimm jafntefli og tapað 162. Markatalan er 24-700, San Marinó í óhag. Tveir merkustu leikir San Marinó komu sennilega í undankeppni HM 1994. Liðið gerði þá markalaust jafntefli við Tyrkland og náði svo forystunni gegn Englandi þegar sjónvarpssölumaðurinn Davide Gualtieri skoraði eftir 8,3 sekúndur í leik liðanna í Bologna á Ítalíu. England vann leikinn reyndar, 1-7.
Þjóðadeild UEFA Íslendingar erlendis San Marínó Liechtenstein Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira