Einkunnir Íslands: Vindurinn bestur gegn Belgum Íþróttadeild Vísis skrifar 14. október 2020 20:54 Íslenska liðið fagnar Birki Má Sævarssyni sem skoraði mark liðsins gegn Belgum í kvöld. AP/Brynjar Gunnarsson Birkir Már Sævarsson, eða „Vindurinn“, fékk hæstu einkunn íslensku leikmannanna í 2-1 tapinu gegn Belgíu í kvöld. Íslenska liðið réði illa við markamaskínuna Romelu Lukaku sem skoraði bæði mörk Belga en það var Birkir sem að jafnaði metin í fyrri hálfleiknum. Ísland var án margra fastamanna í kvöld vegna meiðsla og af öðrum ástæðum en þar með gafst tækifæri fyrir aðra til að láta ljós sitt skína, í síðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn við Ungverjaland 12. nóvember, um sæti á EM. Að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna vegna leiksins við Belgíu. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6 Átti ekki möguleika í skot Lukaku í fyrsta marki leiksins og giskaði á rangt horn í vítinu. Fékk annars ekki mörg tækifæri til að verja en greip vel inn í fyrirgjafir og var öruggur þegar hann þurfti að taka við sendingum. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Mikið á ferðinni í vængbakvarðarstöðunni og skoraði laglegt mark eftir að hafa geyst eins og vindurinn í gegnum vörn Belga. Varðist sjálfur vel og engin tilviljun að Belgar komust lítt áleiðis á vinstri kantinum. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Greip vel inn í þegar boltinn kom inn á hans svæði og virtist helst geta ráðið við Lukaku. Komst best frá sínu af miðvörðunum þremur í nýja kerfinu og veikti að minnsta kosti ekki stöðu sína í baráttunni um byrjunarliðssæti. Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður 4 Átti í miklum erfiðleikum gegn hinum nautsterka Lukaku í fyrri hálfleik. Náði ekkert að trufla hann í fyrsta marki leiksins og renndi sér klaufalega í hann þegar vítið var dæmt sem Lukaku skoraði úr. Stóð sig ágætlega í seinni hálfleiknum. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður 5 Fékk boltann óheppilega í sig í fyrsta marki leiksins. Virtist ekki tengja nægilega vel saman við Ara og Hólmar, og naut sín ekki sérlega vel þrátt fyrir að vera í hlutverki sem hann er þaulvanur í Rússlandi. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Komst lítið í takt við leikinn í vængbakvarðarstöðunni, sem þó hefði mátt ætla að hentaði Ara og hans sendingagetu vel. Skilaði varnarvinnunni ágætlega en Belgar komust betur áleiðis á hægri kantinum. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 7 Harður í návígum, með mikla yfirferð og mjög baráttuglaður sem fyrr en hefði stundum mátt staðsetja sig betur og binda varnarleikinn betur saman. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 6 Eldfljótur að hugsa og átti magnaða stoðsendingu þegar Ísland jafnaði í 1-1. Tók annars lítinn þátt í spilinu hjá íslenska liðinu en hljóp mikið og sinnti sínu varnarhlutverki. Birkir Bjarnason (Fyrirliði), miðjumaður 6 Hæfilega afslappaður, reyndi alltaf að halda í boltann og koma honum skynsamlega frá sér, og gerði það vel. Minna sjáanlegur í seinni hálfleiknum í sínum þriðja leik á einni viku. Albert Guðmundsson, framherji 6 Óhræddur við að halda boltanum, gerði það mjög vel og skilaði honum oftast vel frá sér. Náði þó lítið að búa til á fremsta þriðjungi vallarins enda fá tækifæri til þess. Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Vinnusamur sem fyrr og tók virkan þátt í varnarleiknum en náði lítið sem ekkert að ógna fram á við. Hraðinn dugði skammt gegn fljótum varnarmönnum Belgíu. Varamenn: Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 69. mínútu 4 Náði ekki að stimpla sig inn í leikinn að ráði. Hleypti Belgum í hættulegt færi undir lokin. Viðar Örn Kjartansson kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 69. mínútu 5 Sást lítið og náði ekki að nýta þann stutta tíma sem hann fékk í þessari landsleikjatörn. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 82. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Hjörtur Hermannsson kom inn á fyrir Guðlaug Victor Pálsson á 82. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Arnór Ingvi Traustason kom inn á fyrir Hörð Björgvin Magnússon á 86. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Twitter eftir tapið: „Ekki í milljón ár var Mignolet líklegur að verja“ Ísland náði ekki að krækja í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Belgíu á Laugardalsvelli. 14. október 2020 20:45 Sjáðu mörkin sem Lukaku skoraði í fyrri hálfleik í Laugardalnum Romelu Lukaku heldur áfram að raða inn mörkum á móti íslenska landsliðinu í Laugardalnum. 14. október 2020 19:40 Sjáðu jöfnunarmark „Vindsins“ í Dalnum: Birkir Már getur ekki hætt að skora Birkir Már Sævarsson skoraði sitt annað landsliðsmark í sínum 93. landsleik á móti Belgíu í kvöld. 14. október 2020 19:14 Leik lokið: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða gegn besta landsliði heims Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Birkir Már Sævarsson, eða „Vindurinn“, fékk hæstu einkunn íslensku leikmannanna í 2-1 tapinu gegn Belgíu í kvöld. Íslenska liðið réði illa við markamaskínuna Romelu Lukaku sem skoraði bæði mörk Belga en það var Birkir sem að jafnaði metin í fyrri hálfleiknum. Ísland var án margra fastamanna í kvöld vegna meiðsla og af öðrum ástæðum en þar með gafst tækifæri fyrir aðra til að láta ljós sitt skína, í síðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn við Ungverjaland 12. nóvember, um sæti á EM. Að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna vegna leiksins við Belgíu. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6 Átti ekki möguleika í skot Lukaku í fyrsta marki leiksins og giskaði á rangt horn í vítinu. Fékk annars ekki mörg tækifæri til að verja en greip vel inn í fyrirgjafir og var öruggur þegar hann þurfti að taka við sendingum. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Mikið á ferðinni í vængbakvarðarstöðunni og skoraði laglegt mark eftir að hafa geyst eins og vindurinn í gegnum vörn Belga. Varðist sjálfur vel og engin tilviljun að Belgar komust lítt áleiðis á vinstri kantinum. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Greip vel inn í þegar boltinn kom inn á hans svæði og virtist helst geta ráðið við Lukaku. Komst best frá sínu af miðvörðunum þremur í nýja kerfinu og veikti að minnsta kosti ekki stöðu sína í baráttunni um byrjunarliðssæti. Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður 4 Átti í miklum erfiðleikum gegn hinum nautsterka Lukaku í fyrri hálfleik. Náði ekkert að trufla hann í fyrsta marki leiksins og renndi sér klaufalega í hann þegar vítið var dæmt sem Lukaku skoraði úr. Stóð sig ágætlega í seinni hálfleiknum. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður 5 Fékk boltann óheppilega í sig í fyrsta marki leiksins. Virtist ekki tengja nægilega vel saman við Ara og Hólmar, og naut sín ekki sérlega vel þrátt fyrir að vera í hlutverki sem hann er þaulvanur í Rússlandi. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Komst lítið í takt við leikinn í vængbakvarðarstöðunni, sem þó hefði mátt ætla að hentaði Ara og hans sendingagetu vel. Skilaði varnarvinnunni ágætlega en Belgar komust betur áleiðis á hægri kantinum. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 7 Harður í návígum, með mikla yfirferð og mjög baráttuglaður sem fyrr en hefði stundum mátt staðsetja sig betur og binda varnarleikinn betur saman. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 6 Eldfljótur að hugsa og átti magnaða stoðsendingu þegar Ísland jafnaði í 1-1. Tók annars lítinn þátt í spilinu hjá íslenska liðinu en hljóp mikið og sinnti sínu varnarhlutverki. Birkir Bjarnason (Fyrirliði), miðjumaður 6 Hæfilega afslappaður, reyndi alltaf að halda í boltann og koma honum skynsamlega frá sér, og gerði það vel. Minna sjáanlegur í seinni hálfleiknum í sínum þriðja leik á einni viku. Albert Guðmundsson, framherji 6 Óhræddur við að halda boltanum, gerði það mjög vel og skilaði honum oftast vel frá sér. Náði þó lítið að búa til á fremsta þriðjungi vallarins enda fá tækifæri til þess. Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Vinnusamur sem fyrr og tók virkan þátt í varnarleiknum en náði lítið sem ekkert að ógna fram á við. Hraðinn dugði skammt gegn fljótum varnarmönnum Belgíu. Varamenn: Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 69. mínútu 4 Náði ekki að stimpla sig inn í leikinn að ráði. Hleypti Belgum í hættulegt færi undir lokin. Viðar Örn Kjartansson kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 69. mínútu 5 Sást lítið og náði ekki að nýta þann stutta tíma sem hann fékk í þessari landsleikjatörn. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 82. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Hjörtur Hermannsson kom inn á fyrir Guðlaug Victor Pálsson á 82. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Arnór Ingvi Traustason kom inn á fyrir Hörð Björgvin Magnússon á 86. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Twitter eftir tapið: „Ekki í milljón ár var Mignolet líklegur að verja“ Ísland náði ekki að krækja í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Belgíu á Laugardalsvelli. 14. október 2020 20:45 Sjáðu mörkin sem Lukaku skoraði í fyrri hálfleik í Laugardalnum Romelu Lukaku heldur áfram að raða inn mörkum á móti íslenska landsliðinu í Laugardalnum. 14. október 2020 19:40 Sjáðu jöfnunarmark „Vindsins“ í Dalnum: Birkir Már getur ekki hætt að skora Birkir Már Sævarsson skoraði sitt annað landsliðsmark í sínum 93. landsleik á móti Belgíu í kvöld. 14. október 2020 19:14 Leik lokið: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða gegn besta landsliði heims Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Twitter eftir tapið: „Ekki í milljón ár var Mignolet líklegur að verja“ Ísland náði ekki að krækja í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Belgíu á Laugardalsvelli. 14. október 2020 20:45
Sjáðu mörkin sem Lukaku skoraði í fyrri hálfleik í Laugardalnum Romelu Lukaku heldur áfram að raða inn mörkum á móti íslenska landsliðinu í Laugardalnum. 14. október 2020 19:40
Sjáðu jöfnunarmark „Vindsins“ í Dalnum: Birkir Már getur ekki hætt að skora Birkir Már Sævarsson skoraði sitt annað landsliðsmark í sínum 93. landsleik á móti Belgíu í kvöld. 14. október 2020 19:14
Leik lokið: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða gegn besta landsliði heims Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10