Bara Guðjohnsen feðgarnir og Kári Árna voru eldri en Birkir Már Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 09:30 Arnór Guðjohnsen, Birkir Már Sævarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru þrír af fjórum elstu markaskorurum íslenska landsliðsins frá upphafi. Samsett Það styttist í 36 ára afmælisdaginn hans Birkis Más Sævarssonar en Vindurinn sýndi það á móti toppliði heimslistans í gær að hann hefur ennþá mikið af gefa íslenska landsliðinu. Birkir Már var á skotskónum í 93. landsleiknum sínum og tók með því mikið stökk á einum lista. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands í 2-1 tapinu á móti Belgíu og náði hann þar að jafna leikinn. Romelu Lukaku tryggði Belgum hins vegar sigurinn með marki úr vítaspyrnu sem var jafnfram hans annað mark í leiknum. Birkir Már Sævarsson var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í rúm fjögur ár eða síðan hann skoraði á móti Liechtenstein 6. júní 2016. Þá var Birkir Már 31 árs, 6 mánaða og 26 daga og var fyrir leikinn í gær fjórtándi elsti markaskorari íslenska landsliðsins frá upphafi. Birkir hoppaði aftur á móti upp um tíu sæti á listanum með markinu sínu á móti Belgum í gær. Hann var 35 ára, 11 mánaða og 3 daga í gær. Klippa: Jöfnunarmark Birkis Más á móti Belgum Það eru aðeins þrír leikmenn sem hafa verið eldri þegar þeir skoruðu fyrir íslenska landsliðið en það eru feðgarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen og svo Kári Árnason. Eiður Smári Guðjohnsen sló met föður síns þegar hann skoraði sitt næstsíðasta landsliðsmark í 3-0 sigri út í Kasakstan í mars 2015. Arnór hafði sett það þegar hann skoraði í sínum síðasta landsleik í október 1997 en sá leikur var á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Metið var áður í eigu manna eins og Ríkharðs Jónssonar, Teits Þórðarsonar og Atla Eðvaldssonar. Líkt og með mörg önnur markamet íslenska landsliðsins þá átti Ríkharður Jónsson metið í margra áratugi. Eiður Smári átti síðan eftir að bæta metið um rúmt ár þegar hann skoraði í fyrrnefndum sigri á Liechtenstein rétt fyrir EM 2016 sem var um leið síðasti heimaleikur íslenska liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck. Kári Árnason komst upp í þriðja sæti listans þegar hann skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-2 jafntefli á móti heimsmeisturum Frakka 11. október 2018. Það er ljóst að Kári myndi bæta metið skori hann aftur fyrir íslenska landsliðið. Elstu markaskorarar íslenska landsliðsins frá upphafi: 1. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 8 mánaða og 22 daga (2016) 2. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 3. Kári Árnason 35 ára, 11 mánaða og 28 daga (2018) 4. Birkir Már Sævarsson 35 ára, 11 mánaða og 3 daga (2020) 5. Tryggvi Guðmundsson 33 ára, 7 mánaða og 16 daga (2008) 6. Atli Eðvaldsson 33 ára. 6 mánaða og 2 daga (1990) 7. Teitur Þórðarson 33 ára, 4 mánaða og 29 daga (1985) 8. Heiðar Helguson 33 ára, 1 mánaða og 20 daga (2010) 9. Eyjólfur Sverrisson 33 ára og 29 daga (2001) 10. Ragnar Sigurðsson 32 ára, 11 mánaða og 23 daga (2019) Þjóðadeild UEFA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Það styttist í 36 ára afmælisdaginn hans Birkis Más Sævarssonar en Vindurinn sýndi það á móti toppliði heimslistans í gær að hann hefur ennþá mikið af gefa íslenska landsliðinu. Birkir Már var á skotskónum í 93. landsleiknum sínum og tók með því mikið stökk á einum lista. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands í 2-1 tapinu á móti Belgíu og náði hann þar að jafna leikinn. Romelu Lukaku tryggði Belgum hins vegar sigurinn með marki úr vítaspyrnu sem var jafnfram hans annað mark í leiknum. Birkir Már Sævarsson var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í rúm fjögur ár eða síðan hann skoraði á móti Liechtenstein 6. júní 2016. Þá var Birkir Már 31 árs, 6 mánaða og 26 daga og var fyrir leikinn í gær fjórtándi elsti markaskorari íslenska landsliðsins frá upphafi. Birkir hoppaði aftur á móti upp um tíu sæti á listanum með markinu sínu á móti Belgum í gær. Hann var 35 ára, 11 mánaða og 3 daga í gær. Klippa: Jöfnunarmark Birkis Más á móti Belgum Það eru aðeins þrír leikmenn sem hafa verið eldri þegar þeir skoruðu fyrir íslenska landsliðið en það eru feðgarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen og svo Kári Árnason. Eiður Smári Guðjohnsen sló met föður síns þegar hann skoraði sitt næstsíðasta landsliðsmark í 3-0 sigri út í Kasakstan í mars 2015. Arnór hafði sett það þegar hann skoraði í sínum síðasta landsleik í október 1997 en sá leikur var á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Metið var áður í eigu manna eins og Ríkharðs Jónssonar, Teits Þórðarsonar og Atla Eðvaldssonar. Líkt og með mörg önnur markamet íslenska landsliðsins þá átti Ríkharður Jónsson metið í margra áratugi. Eiður Smári átti síðan eftir að bæta metið um rúmt ár þegar hann skoraði í fyrrnefndum sigri á Liechtenstein rétt fyrir EM 2016 sem var um leið síðasti heimaleikur íslenska liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck. Kári Árnason komst upp í þriðja sæti listans þegar hann skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-2 jafntefli á móti heimsmeisturum Frakka 11. október 2018. Það er ljóst að Kári myndi bæta metið skori hann aftur fyrir íslenska landsliðið. Elstu markaskorarar íslenska landsliðsins frá upphafi: 1. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 8 mánaða og 22 daga (2016) 2. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 3. Kári Árnason 35 ára, 11 mánaða og 28 daga (2018) 4. Birkir Már Sævarsson 35 ára, 11 mánaða og 3 daga (2020) 5. Tryggvi Guðmundsson 33 ára, 7 mánaða og 16 daga (2008) 6. Atli Eðvaldsson 33 ára. 6 mánaða og 2 daga (1990) 7. Teitur Þórðarson 33 ára, 4 mánaða og 29 daga (1985) 8. Heiðar Helguson 33 ára, 1 mánaða og 20 daga (2010) 9. Eyjólfur Sverrisson 33 ára og 29 daga (2001) 10. Ragnar Sigurðsson 32 ára, 11 mánaða og 23 daga (2019)
Elstu markaskorarar íslenska landsliðsins frá upphafi: 1. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 8 mánaða og 22 daga (2016) 2. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 3. Kári Árnason 35 ára, 11 mánaða og 28 daga (2018) 4. Birkir Már Sævarsson 35 ára, 11 mánaða og 3 daga (2020) 5. Tryggvi Guðmundsson 33 ára, 7 mánaða og 16 daga (2008) 6. Atli Eðvaldsson 33 ára. 6 mánaða og 2 daga (1990) 7. Teitur Þórðarson 33 ára, 4 mánaða og 29 daga (1985) 8. Heiðar Helguson 33 ára, 1 mánaða og 20 daga (2010) 9. Eyjólfur Sverrisson 33 ára og 29 daga (2001) 10. Ragnar Sigurðsson 32 ára, 11 mánaða og 23 daga (2019)
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira