Vilja lækka kosningaaldur Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 11:35 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Búið er að leggja fram frumvarp um að lækka kosningaaldur í 16 ár fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, en auk hans koma flytja tíu þingmenn úr Viðreisn, Pírötum, Samfylkingu og einn þingmaður utan flokka, frumvarpið með honum. Í tilkynningu frá Andrési segir að lækkun kosningaaldurs hafi verið til umræðu á Alþingi í þrettán ár. Frá því að Hlynur Hallsson og Kolbrún Hallsdóttir hafi lagt fram frumvarp þess efnis. Síðan þá hafi sambærileg frumvörp verið lögð fram en ekki verið samþykkt. Að þessu sinni væri frumvarpinu ætlað að gera breytingar á stjórnarskrá svo kosningaaldur í öllum kosningum myndi breytast. Síðast hafi eingöngu verið til umræðu að breyta aldri í sveitarstjórnarkosningum. „Frumvarpið er hugsað til að styrkja lýðræðið með því að bregðast við aukinni kröfu ungs fólks um að hafa tækifæri til að taka virkan þátt í mótun samfélagsins. Rödd ungu kynslóðarinnar er sjálfsagður og ómissandi þáttur í því að bæta lífið í landinu, og með lækkun kosningaaldurs getur stærri hópur ungs fólks haft bein áhrif gegnum kosningar,“ segir í tilkynningu Andrésar. Hann segir einnig að breytingin myndi auðga stjórnmálin með nýjum hugmyndum á sama tíma og þjóðin sé að eldast. „Eða í stuttu máli: Fleiri og yngri kjósendur myndu gera samfélagið betra.“ Allir flutningsmenn frumvarpsins, sem finna má hér, eru Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Steindór Valdimarsson, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Búið er að leggja fram frumvarp um að lækka kosningaaldur í 16 ár fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, en auk hans koma flytja tíu þingmenn úr Viðreisn, Pírötum, Samfylkingu og einn þingmaður utan flokka, frumvarpið með honum. Í tilkynningu frá Andrési segir að lækkun kosningaaldurs hafi verið til umræðu á Alþingi í þrettán ár. Frá því að Hlynur Hallsson og Kolbrún Hallsdóttir hafi lagt fram frumvarp þess efnis. Síðan þá hafi sambærileg frumvörp verið lögð fram en ekki verið samþykkt. Að þessu sinni væri frumvarpinu ætlað að gera breytingar á stjórnarskrá svo kosningaaldur í öllum kosningum myndi breytast. Síðast hafi eingöngu verið til umræðu að breyta aldri í sveitarstjórnarkosningum. „Frumvarpið er hugsað til að styrkja lýðræðið með því að bregðast við aukinni kröfu ungs fólks um að hafa tækifæri til að taka virkan þátt í mótun samfélagsins. Rödd ungu kynslóðarinnar er sjálfsagður og ómissandi þáttur í því að bæta lífið í landinu, og með lækkun kosningaaldurs getur stærri hópur ungs fólks haft bein áhrif gegnum kosningar,“ segir í tilkynningu Andrésar. Hann segir einnig að breytingin myndi auðga stjórnmálin með nýjum hugmyndum á sama tíma og þjóðin sé að eldast. „Eða í stuttu máli: Fleiri og yngri kjósendur myndu gera samfélagið betra.“ Allir flutningsmenn frumvarpsins, sem finna má hér, eru Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Steindór Valdimarsson, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira