Segjast hafa fundið lekann á geimstöðinni Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 12:35 Alþjóðlega geimstöðin. Vísir/Roscosmos Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni virðast nú hafa fundið leka á geimstöðinni sem erfiðlega hefur gengið að finna. Leitin hefur staðið yfir í nokkrar vikur en geimfararnir sem flugu til geimstöðvarinnar í gær voru með sérstakan búnað sem á að hjálpa þeim að finna lekann. Lekinn hefur ekki verið talinn ógna íbúum geimstöðvarinnar vegna þess hve lítill hann er. Í lok september voru geimfararnir vaktir um miðja nótt og sendir af stað til að finna lekann. Þá virtist hann hafa aukist á milli daga en seinna meir kom þó í ljós að svo var ekki. Við þá leit komust geimfararnir þó að því að lekinn er á rússneskum hluta geimstöðvarinnar sem kallast Zvezda. Þar má finna mikilvægan búnað varðandi súrefni og annað sem gerir geimförum kleift að búa í geimstöðinni. Þessi búnaður bilaði í gær en hann var gamall og úr sér genginn, samkvæmt frétt Moscow Times. Sambærilegur búnaður í bandaríska hluta geimstöðvarinnar virkar enn og eru geimfararnir ekki í neinni hættu vegna bilunarinnar. Í þessum hluta geimstöðvarinnar eru einnig híbýli fyrir tvo geimfara. The space station crew expanded to six people today when the Soyuz crew ship hatch opened at 7:07am ET just a few hours after the Exp 64 crew launched from Kazakhstan. More... https://t.co/9L5DaJFRSa pic.twitter.com/skxgdiKKJH— Intl. Space Station (@Space_Station) October 14, 2020 Nú eru sex geimfarar um borð í geimstöðinni. Sergey Ryzhikov og Sergey Kud-Sverchkov frá Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, auk Kate Rubins frá NASA, komu sér þar fyrir í gær. Fyrir voru þeir Chris Cassidy, Anatoly Ivanishin og Ivan Vagner um borð en þeir eiga að snúa til baka til jarðarinnar í næstu viku. Um borð í geimflauginni í gær var sérstakur búnaður til að auðvelda leitina að lekanum. Ivanishin sendi þau skilaboð til jarðar í dag að mögulega væri búið að finna lekann um borð í Zvezda. Var þeim sagt að reyna að nota sérstakt límband til að stöðva lekann seinna í dag. Þeir voru einnig beðnir um að senda myndir og myndbönd til jarðar. Based on the information received from the ISS-63 crew about the possible air leak location, MCC-M will soon advise the crew on further actions and methods to search the leak location.Thus, based on the works conducted, the crew will be able to localize the possible leak area. pic.twitter.com/ti0kM9Brfz— (@roscosmos) October 15, 2020 Geimurinn Tækni Rússland Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Sjá meira
Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni virðast nú hafa fundið leka á geimstöðinni sem erfiðlega hefur gengið að finna. Leitin hefur staðið yfir í nokkrar vikur en geimfararnir sem flugu til geimstöðvarinnar í gær voru með sérstakan búnað sem á að hjálpa þeim að finna lekann. Lekinn hefur ekki verið talinn ógna íbúum geimstöðvarinnar vegna þess hve lítill hann er. Í lok september voru geimfararnir vaktir um miðja nótt og sendir af stað til að finna lekann. Þá virtist hann hafa aukist á milli daga en seinna meir kom þó í ljós að svo var ekki. Við þá leit komust geimfararnir þó að því að lekinn er á rússneskum hluta geimstöðvarinnar sem kallast Zvezda. Þar má finna mikilvægan búnað varðandi súrefni og annað sem gerir geimförum kleift að búa í geimstöðinni. Þessi búnaður bilaði í gær en hann var gamall og úr sér genginn, samkvæmt frétt Moscow Times. Sambærilegur búnaður í bandaríska hluta geimstöðvarinnar virkar enn og eru geimfararnir ekki í neinni hættu vegna bilunarinnar. Í þessum hluta geimstöðvarinnar eru einnig híbýli fyrir tvo geimfara. The space station crew expanded to six people today when the Soyuz crew ship hatch opened at 7:07am ET just a few hours after the Exp 64 crew launched from Kazakhstan. More... https://t.co/9L5DaJFRSa pic.twitter.com/skxgdiKKJH— Intl. Space Station (@Space_Station) October 14, 2020 Nú eru sex geimfarar um borð í geimstöðinni. Sergey Ryzhikov og Sergey Kud-Sverchkov frá Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, auk Kate Rubins frá NASA, komu sér þar fyrir í gær. Fyrir voru þeir Chris Cassidy, Anatoly Ivanishin og Ivan Vagner um borð en þeir eiga að snúa til baka til jarðarinnar í næstu viku. Um borð í geimflauginni í gær var sérstakur búnaður til að auðvelda leitina að lekanum. Ivanishin sendi þau skilaboð til jarðar í dag að mögulega væri búið að finna lekann um borð í Zvezda. Var þeim sagt að reyna að nota sérstakt límband til að stöðva lekann seinna í dag. Þeir voru einnig beðnir um að senda myndir og myndbönd til jarðar. Based on the information received from the ISS-63 crew about the possible air leak location, MCC-M will soon advise the crew on further actions and methods to search the leak location.Thus, based on the works conducted, the crew will be able to localize the possible leak area. pic.twitter.com/ti0kM9Brfz— (@roscosmos) October 15, 2020
Geimurinn Tækni Rússland Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Sjá meira