Mikið í húfi í lokaumferðinni í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2020 17:00 Dusty hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Þrjú lið eiga enn á hættu að fylgja Exile niður úr Vodafonedeildinni í Counter-Strike en lokaumferðin fer fram í kvöld. Leikir kvöldsins: Þór - GOAT KR - Exile HaFiÐ - Dusty XY - Fylkir Bein útsending hefst á Stöð 2 eSport kl. 19.15. Dusty hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og strákarnir sem tryggðu Fylki Íslandsmeistaratitilinn í sumar, en skiptu svo yfir til Dusty, halda því áfram að bæta við verðlaunasafn sitt. Fjögur efstu lið deildarinnar eru örugg um sæti í stórmeistaramóti Vodafone nú í haust, en það eru Dusty, KR, Hafið og Fylkir. Öll önnur lið á landinu geta svo tekið þátt í opnu móti og barist um fjögur laus sæti fyrir áskorendur á stórmeistaramótinu. Staðan fyrir lokaumferðina. GOAT, Þór og XY eiga öll á hættu að falla úr Vodafonedeildinni í kvöld. Exile er þegar fallið og GOAT er sem stendur í næstneðsta sæti, en jafnt Þór og XY að stigum. Fjórir möguleikar eru fyrir lokaumferðina, varðandi það hvaða lið fer í fallumspilið: Möguleiki A: GOAT vinnur Þór og XY vinnur Fylki. GOAT og XY enda þá með 10 stig en Þór með 8 og fer í umspil. Möguleiki B: GOAT vinnur Þór og Fylkir vinnur XY. GOAT endar þá með 10 stig, Þór og XY með 8. Þór er yfir 2-0 innbyrðis gegn XY og XY fer í umspil. Möguleiki C: Þór vinnur GOAT og XY vinnur Fylki. Þór og XY enda þá með 10 stig en GOAT með 8 og fer í umspil. Möguleiki D: Þór vinnur GOAT og Fylkir vinnur XY. Þór endar þá með 10 stig en XY og GOAT með 8. XY er yfir 2-0 innbyrðis gegn GOAT sem fer þá í umspil. Rafíþróttir Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Þrjú lið eiga enn á hættu að fylgja Exile niður úr Vodafonedeildinni í Counter-Strike en lokaumferðin fer fram í kvöld. Leikir kvöldsins: Þór - GOAT KR - Exile HaFiÐ - Dusty XY - Fylkir Bein útsending hefst á Stöð 2 eSport kl. 19.15. Dusty hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og strákarnir sem tryggðu Fylki Íslandsmeistaratitilinn í sumar, en skiptu svo yfir til Dusty, halda því áfram að bæta við verðlaunasafn sitt. Fjögur efstu lið deildarinnar eru örugg um sæti í stórmeistaramóti Vodafone nú í haust, en það eru Dusty, KR, Hafið og Fylkir. Öll önnur lið á landinu geta svo tekið þátt í opnu móti og barist um fjögur laus sæti fyrir áskorendur á stórmeistaramótinu. Staðan fyrir lokaumferðina. GOAT, Þór og XY eiga öll á hættu að falla úr Vodafonedeildinni í kvöld. Exile er þegar fallið og GOAT er sem stendur í næstneðsta sæti, en jafnt Þór og XY að stigum. Fjórir möguleikar eru fyrir lokaumferðina, varðandi það hvaða lið fer í fallumspilið: Möguleiki A: GOAT vinnur Þór og XY vinnur Fylki. GOAT og XY enda þá með 10 stig en Þór með 8 og fer í umspil. Möguleiki B: GOAT vinnur Þór og Fylkir vinnur XY. GOAT endar þá með 10 stig, Þór og XY með 8. Þór er yfir 2-0 innbyrðis gegn XY og XY fer í umspil. Möguleiki C: Þór vinnur GOAT og XY vinnur Fylki. Þór og XY enda þá með 10 stig en GOAT með 8 og fer í umspil. Möguleiki D: Þór vinnur GOAT og Fylkir vinnur XY. Þór endar þá með 10 stig en XY og GOAT með 8. XY er yfir 2-0 innbyrðis gegn GOAT sem fer þá í umspil.
Leikir kvöldsins: Þór - GOAT KR - Exile HaFiÐ - Dusty XY - Fylkir Bein útsending hefst á Stöð 2 eSport kl. 19.15.
Rafíþróttir Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira