Geti verið stórhættulegt að fá inflúensu og Covid á sama tíma Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2020 19:39 Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði. Vísir/Vilhelm Ónæmisfræðingur segir aldrei mikilvægara en nú að bólusetja fyrir inflúensu. Stórhættulegt geti verið að fá inflúensuveiru og kórónuveiruna í lungun á sama tíma. Bólusetningar við inflúensu hér á landi eru fyrr á ferðinni en venjulega. 70.000 skammtar af bóluefni bárust til landsins og verður í fyrstu lögð áhersla á að bólusetja áhættuhópa sem eru 60 ára og eldri, langveikir og þungaðar konur. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, segir aldrei mikilvægara að bólusetja fyrir inflúensu en nú á Covid-tímum. Það geti reynst varhugavert að sýkjast af kórónuveirunni og inflúensu á sama tíma. „Ef inflúensan kemur á sama tíma og við erum með margra kórónuveirusmitaða í samfélaginu, þá er talið að þeir sem sýkjast úr hvoru tveggja geti farið geysilega illa út úr því, að fá tvær veirur í lungun á sama tíma. Sérfræðingar telja að það geti verið stórhættulegt. Þess vegna held ég að það sé mikilvægara en nokkru sinni að bólusetja alla fyrir inflúensu, ekki bara áhættuhópa heldur fleiri,“ segir Ingileif. Bretar hafi nú þegar tekið ákvörðun um að bóluefni gegn inflúensu verði frítt, ekki bara fyrir hópa sem ekki hafa þurft að greiða fyrir bóluefnið hingað til, heldur stærri hópa sem ná yfir stærra aldursbil. Ingileif segir afar mikilvægt að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir á borð við handþvott og að halda fjarlægð. Ekki bara til að halda kórónuveirunni í skefjum, heldur einnig inflúensu. Rætt er við Ingileif í nýjum Kompás-þætti þar sem fjallað er um þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Ingileif er þar spurð hvenær hún býst við bóluefninu sem á að þróa á mettíma, hvort hægt verði að treysta því og hvenær lífið verður aftur eins og við þekktum það fyrir faraldurinn eftir að bóluefni kemst á markað. Þáttinn má sjá hér: Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikilvægt að fólk bóki sig í bólusetningu. „Við viljum endilega að fólk hringi á sína heilsugæslustöð eða að bóka sig í gegnum heilsuveru.is til að bóka tíma í bólusetningu. Það er sérstaklega með það í huga að við viljum ekki að fólk safnist saman í stórum hópum,“ segir Óskar. Vegna faraldursins gæti tekið lengri tíma en áður að bólusetja. „Það á ekki að vera nein áhætta. Það er svo gott sem engin inflúensa í gangi. Það er engin inflúensa heldur í gangi í nágrannalöndunum. Við eigum alveg að geta tekið okkur smá tíma,“ segir Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kompás Tengdar fréttir Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Ónæmisfræðingur segir aldrei mikilvægara en nú að bólusetja fyrir inflúensu. Stórhættulegt geti verið að fá inflúensuveiru og kórónuveiruna í lungun á sama tíma. Bólusetningar við inflúensu hér á landi eru fyrr á ferðinni en venjulega. 70.000 skammtar af bóluefni bárust til landsins og verður í fyrstu lögð áhersla á að bólusetja áhættuhópa sem eru 60 ára og eldri, langveikir og þungaðar konur. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, segir aldrei mikilvægara að bólusetja fyrir inflúensu en nú á Covid-tímum. Það geti reynst varhugavert að sýkjast af kórónuveirunni og inflúensu á sama tíma. „Ef inflúensan kemur á sama tíma og við erum með margra kórónuveirusmitaða í samfélaginu, þá er talið að þeir sem sýkjast úr hvoru tveggja geti farið geysilega illa út úr því, að fá tvær veirur í lungun á sama tíma. Sérfræðingar telja að það geti verið stórhættulegt. Þess vegna held ég að það sé mikilvægara en nokkru sinni að bólusetja alla fyrir inflúensu, ekki bara áhættuhópa heldur fleiri,“ segir Ingileif. Bretar hafi nú þegar tekið ákvörðun um að bóluefni gegn inflúensu verði frítt, ekki bara fyrir hópa sem ekki hafa þurft að greiða fyrir bóluefnið hingað til, heldur stærri hópa sem ná yfir stærra aldursbil. Ingileif segir afar mikilvægt að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir á borð við handþvott og að halda fjarlægð. Ekki bara til að halda kórónuveirunni í skefjum, heldur einnig inflúensu. Rætt er við Ingileif í nýjum Kompás-þætti þar sem fjallað er um þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Ingileif er þar spurð hvenær hún býst við bóluefninu sem á að þróa á mettíma, hvort hægt verði að treysta því og hvenær lífið verður aftur eins og við þekktum það fyrir faraldurinn eftir að bóluefni kemst á markað. Þáttinn má sjá hér: Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikilvægt að fólk bóki sig í bólusetningu. „Við viljum endilega að fólk hringi á sína heilsugæslustöð eða að bóka sig í gegnum heilsuveru.is til að bóka tíma í bólusetningu. Það er sérstaklega með það í huga að við viljum ekki að fólk safnist saman í stórum hópum,“ segir Óskar. Vegna faraldursins gæti tekið lengri tíma en áður að bólusetja. „Það á ekki að vera nein áhætta. Það er svo gott sem engin inflúensa í gangi. Það er engin inflúensa heldur í gangi í nágrannalöndunum. Við eigum alveg að geta tekið okkur smá tíma,“ segir Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kompás Tengdar fréttir Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01