Telur ekki ástæðu til að leggja til hertari aðgerðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2020 21:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til harðari samkomutakmarkana og sóttvarnaráðstafnir hér á landi, til að kveða niður þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Hann telur að núverandi takmarkanir ættu þó áfram að vera í gildi. Þetta kom fram í máli hans í umræðuþætti um Covid-19 á RÚV í kvöld. „Við erum búin að vera með tiltölulega harðar aðgerðir, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, núna undanfarið. Ég hef fulla trú á því að þær aðgerðir muni virka til að ná þessari kúrfu niður. Ég held að það muni taka aðeins tíma. Ég hef talað um eina til tvær vikur þangað til við förum að sjá árangur, og svo mun það sennilega ganga hægt,“ sagði Þórólfur í þættinum í kvöld. Hann bætti við að hann teldi ekki ástæðu til þess að herða aðgerðir frekar og kvaðst ekki munu leggja það til við heilbrigðisráðherra. Hann teldi að þær takmarkanir sem nú eru í gildi þyrftu að vera það áfram. Vildi að þetta væri eins og tölvuleikur Aðspurður hvort ekki væri hægt að halda samfélaginu gangandi á sem eðlilegastan hátt, samhliða því að vernda viðkvæma hópa, sagðist Þórólfur vilja óska þess að hægt væri að gera eins og í tölvuleik. „Við bara værum með stýripinna og myndum stjórna nákvæmlega hverjir fengju veikina, hvaða hraustu einstaklingar sem ekki myndu fara illa út úr veikinni myndu veikjast. Svo gætum við aðeins gefið í og slakað á, en það er bara ekki þannig,“ sagði Þórólfur. Hann segir auðvelt að missa faraldurinn úr höndunum ef of mikið er slakað á aðgerðum. „Þá fer þetta bara út um allt og áður en maður veit af er þetta komið í viðkvæma hópa, sama hvað við gerum,“ sagði Þórólfur og benti á að hingað til hefði gengið vel að vernda íbúa hjúkrunarheimila og aðra viðkvæma hópa. Þrátt fyrir það hafi veiran náð að koma sér þar inn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til harðari samkomutakmarkana og sóttvarnaráðstafnir hér á landi, til að kveða niður þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Hann telur að núverandi takmarkanir ættu þó áfram að vera í gildi. Þetta kom fram í máli hans í umræðuþætti um Covid-19 á RÚV í kvöld. „Við erum búin að vera með tiltölulega harðar aðgerðir, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, núna undanfarið. Ég hef fulla trú á því að þær aðgerðir muni virka til að ná þessari kúrfu niður. Ég held að það muni taka aðeins tíma. Ég hef talað um eina til tvær vikur þangað til við förum að sjá árangur, og svo mun það sennilega ganga hægt,“ sagði Þórólfur í þættinum í kvöld. Hann bætti við að hann teldi ekki ástæðu til þess að herða aðgerðir frekar og kvaðst ekki munu leggja það til við heilbrigðisráðherra. Hann teldi að þær takmarkanir sem nú eru í gildi þyrftu að vera það áfram. Vildi að þetta væri eins og tölvuleikur Aðspurður hvort ekki væri hægt að halda samfélaginu gangandi á sem eðlilegastan hátt, samhliða því að vernda viðkvæma hópa, sagðist Þórólfur vilja óska þess að hægt væri að gera eins og í tölvuleik. „Við bara værum með stýripinna og myndum stjórna nákvæmlega hverjir fengju veikina, hvaða hraustu einstaklingar sem ekki myndu fara illa út úr veikinni myndu veikjast. Svo gætum við aðeins gefið í og slakað á, en það er bara ekki þannig,“ sagði Þórólfur. Hann segir auðvelt að missa faraldurinn úr höndunum ef of mikið er slakað á aðgerðum. „Þá fer þetta bara út um allt og áður en maður veit af er þetta komið í viðkvæma hópa, sama hvað við gerum,“ sagði Þórólfur og benti á að hingað til hefði gengið vel að vernda íbúa hjúkrunarheimila og aðra viðkvæma hópa. Þrátt fyrir það hafi veiran náð að koma sér þar inn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
„Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32