4 dagar í Meistaradeild: Bara að komast í úrslitaleikinn og þá er titillinn tryggður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 11:01 Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum með Real Madrid á árunum 2014 til 2018. Getty/ Laurence Griffiths Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við einstaka sigurgöngu Real Madrid í keppninni. Real Madrid er sigursælasta liðið í sögu Evrópukeppni meistaraliða, bæði síðan hún var setta á laggirnar árið 1955 og líka síðan hún breyttist í Meistaradeildina árið 1992. Real Madrid vann Evrópukeppni meistaraliða fimm fyrstu árin og hefur enn fremur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á síðustu sjö tímabilum. Roberto Carlos: "The ball came bouncing and I crossed the ball. I didn't even know Zizou was there." Wondrous volley from Zinédine Zidane in 2002!@realmadriden | #UCL https://t.co/y6HnE2JNjS pic.twitter.com/Dd9jKf5aZK— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid hefur alls orðið Evrópumeistari meistaraliða þrettán sinnum eða sex sinnum oftar en næsta lið sem er AC Milan frá Ítalíu. Liverpool og Bayern München hafa síðan unnið keppnina sex sinnum hvort félag. Real Madrid hefur unnið sjálfa Meistaradeildina sjö sinnum en næst kemur Barcelona með fjóra titla. Það hefur verið hægt að bóka það síðustu áratugi að ef Real Madrid kemst í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þá munu þeir fagna sigri. Real Madrid hefur unnuð sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni eða alla úrslitaleiki sína síðan árið 1981. Síðasta liðið til að vinna Real Madrid í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða var Liverpool en Liverpool vann 1-0 sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum á Parc des Princes í París 27. maí 1981. Vinstri bakvörðurinn Alan Kennedy skoraði eina mark leiksins átta mínútum fyrir leikslok. Who would you most like to see with the #UCL trophy back in their hands? pic.twitter.com/TV6KgnHPgO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid liðið komst ekki aftur í úrslitaleikinn fyrr en sautján árum síðar og þá var nafn keppninnar orðið Meistaradeildin og hún hafði breyst talsvert. Real Madrid vann Juventus árið 1998 og vann síðan keppnina bæði 2000 (3-0 sigur á Valencia) og 2002 (2-1 sigur á Bayer Leverkusen). Real Madrid vann síðan alla fjóra úrslitaleiki sína með Gareth Bale og Cristiano Ronaldo á árunum 2014 til 2018. Síðasti sigurinn var 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum 2018 en áður hafði Real unnið 4-1 sigur á Juventus 2017, sigur á Atlético Madrid í vítakeppni 2016 og 4-1 sigur á Atlético Madrid árið 2014. Zinedin Zidane hefur tekið þátt í fimm síðustu Meistaradeildartitlum Real Madrid. Hann skoraði sigurmarkið 2002, var aðstoðarþjálfari 2014 og stýrði liðinu síðan til sigurs í Meistaradeildinni þrjú ár í röð frá 2016 til 2018. Zidane er mættur aftur í þjálfarastólinn hjá Real og það ætti bara að boða gott fyrir liðið. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við einstaka sigurgöngu Real Madrid í keppninni. Real Madrid er sigursælasta liðið í sögu Evrópukeppni meistaraliða, bæði síðan hún var setta á laggirnar árið 1955 og líka síðan hún breyttist í Meistaradeildina árið 1992. Real Madrid vann Evrópukeppni meistaraliða fimm fyrstu árin og hefur enn fremur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á síðustu sjö tímabilum. Roberto Carlos: "The ball came bouncing and I crossed the ball. I didn't even know Zizou was there." Wondrous volley from Zinédine Zidane in 2002!@realmadriden | #UCL https://t.co/y6HnE2JNjS pic.twitter.com/Dd9jKf5aZK— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid hefur alls orðið Evrópumeistari meistaraliða þrettán sinnum eða sex sinnum oftar en næsta lið sem er AC Milan frá Ítalíu. Liverpool og Bayern München hafa síðan unnið keppnina sex sinnum hvort félag. Real Madrid hefur unnið sjálfa Meistaradeildina sjö sinnum en næst kemur Barcelona með fjóra titla. Það hefur verið hægt að bóka það síðustu áratugi að ef Real Madrid kemst í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þá munu þeir fagna sigri. Real Madrid hefur unnuð sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni eða alla úrslitaleiki sína síðan árið 1981. Síðasta liðið til að vinna Real Madrid í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða var Liverpool en Liverpool vann 1-0 sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum á Parc des Princes í París 27. maí 1981. Vinstri bakvörðurinn Alan Kennedy skoraði eina mark leiksins átta mínútum fyrir leikslok. Who would you most like to see with the #UCL trophy back in their hands? pic.twitter.com/TV6KgnHPgO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid liðið komst ekki aftur í úrslitaleikinn fyrr en sautján árum síðar og þá var nafn keppninnar orðið Meistaradeildin og hún hafði breyst talsvert. Real Madrid vann Juventus árið 1998 og vann síðan keppnina bæði 2000 (3-0 sigur á Valencia) og 2002 (2-1 sigur á Bayer Leverkusen). Real Madrid vann síðan alla fjóra úrslitaleiki sína með Gareth Bale og Cristiano Ronaldo á árunum 2014 til 2018. Síðasti sigurinn var 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum 2018 en áður hafði Real unnið 4-1 sigur á Juventus 2017, sigur á Atlético Madrid í vítakeppni 2016 og 4-1 sigur á Atlético Madrid árið 2014. Zinedin Zidane hefur tekið þátt í fimm síðustu Meistaradeildartitlum Real Madrid. Hann skoraði sigurmarkið 2002, var aðstoðarþjálfari 2014 og stýrði liðinu síðan til sigurs í Meistaradeildinni þrjú ár í röð frá 2016 til 2018. Zidane er mættur aftur í þjálfarastólinn hjá Real og það ætti bara að boða gott fyrir liðið. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00
6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31
7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00