Nýsmituðum gæti fækkað heldur á næstu tíu dögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2020 14:52 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. Hafi aðgerðir sem nú eru í gildi áhrif á smitstuðulinn má ætla að nýsmituðum fækki heldur á næstu tíu dögum. Sóttvarnalæknir segir að halda verði áfram aðgerðum svo stuðullinn lækki. Spálíkön þurfi þó alltaf að nálgast með ákveðnum fyrirvara. Teymi vísindafólks frá Háskóla Íslands, embætti Landlæknis og Landspítala hefur unnið að gerð spálíkansins síðustu mánuði. Ný rýni um þróun smitstuðuls faraldursins, þ.e. áætlaðan fjölda einstaklinga sem sýktur einstaklingur utan sóttkvíar smitar að jafnaði, var birt í dag. Smitstuðullinn utan sóttkvíar á Íslandi er nú áætlaður 1,4. Hann hefur lækkað undanfarið en fór á tímabili yfir sex í bylgjunni sem nú gengur yfir. Þá fór stuðullinn upp undir þrjá fyrr í október. „[…] miðað við núverandi stöðu má gera ráð fyrir að nokkur fjöldi hafi smitast síðustu daga og muni greinast á næstu dögum. Árangur aðgerða, ef þátttaka almennings er góð, gæti orðið sýnilegur eftir eina vikum,“ segir í rýni um þróun stuðulsins. Þróun smitstuðuls innanlands utan sóttkvíar og dagleg greind smit innanlands. Smitum fækki heldur eða geti allt eins fjölgað Þá er farið yfir mögulega þróun greindra smita hér á landi næstu tíu daga og settar fram tvær sviðsmyndir. Sú fyrri miðar við að núverandi aðgerðir hafi áhrif á smitstuðulinn og hann lækki í svipuðum takti og í fyrstu bylgju eftir samkomutakmörk við 20 manns. Þar er gert ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Þó óvissan sé mikil bendir þessi sviðsmynd til þess að smitum fækki heldur á næstu 10 dögum. Sviðsmynd 1. Seinni sviðsmyndin miðar við að aðgerðirnar hafi ekki áhrif á smitstuðulinn (t.d. vegna lakari þátttöku almennings í sóttvörnum miðað við í fyrstu bylgju) og hann haldist svipaður áfram. Gert er ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Í þessari sviðsmynd er enn meiri óvissa um þróun faraldursins, og smitum gæti rétt eins fjölgað á næstu 10 dögum. Sviðsmynd 2. „Sviðsmyndirnar að ofan endurspegla mikla óvissu um hvert stefnir þegar smitstuðullinn er yfir einum. Það er grundvallaratriði að lækka smitstuðulinn undir 1. Meðan hann er yfir 1, er til staðar ástand þar sem smit geta auðveldlega blossað upp og þróað faraldurinn í veldisvísisvöxt. Það sem hefur áhrif á smitstuðulinn er okkar hegðun. Munum að þeir sem smitast byrja að smita áður en einkenni koma fram og þess vegna getur hver sem lent í því að smita aðra,“ segir í niðurstöðu rýninnar. Þurfum að halda aðgerðum áfram Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að alltaf beri að taka spálíkön á borð við þetta með fyrirvara. Þau séu aldrei betri en þær forsendur sem menn gefa sér við gerð þeirra. Hann segir að það merkilegasta við rýnina að sínu mati sé þróun smitstuðulsins. „Það virðist vera að þessi R-stuðull sé aðeins á niðurleið og er núna í kringum 1,5, samkvæmt þeirra útreikningum, þ.e.a.s. hjá fólki utan sóttkvíar. Það þýðir það að við þurfum að halda áfram með þessum aðgerðum til að ná smitstuðlinum undir einn, því þá fer faraldurinn að fjara út og minnka,“ segir Þórólfur. Inntur eftir því hvort það teljist ekki nokkuð gott miðað við hversu hár stuðullinn var fyrir ekki svo lengi bendir Þórólfur aftur á að útreikninga sem þessa þurfi að nálgast með fyrirvara. „Þetta eru útreikningar sem gefa vísbendingar. Maður þarf að passa sig á því að oftúlka ekki þessar tölur,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02 Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Líftölfræðingur telur marga ekki virða eins metra fjarlægðarmörk. 6. október 2020 16:04 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. Hafi aðgerðir sem nú eru í gildi áhrif á smitstuðulinn má ætla að nýsmituðum fækki heldur á næstu tíu dögum. Sóttvarnalæknir segir að halda verði áfram aðgerðum svo stuðullinn lækki. Spálíkön þurfi þó alltaf að nálgast með ákveðnum fyrirvara. Teymi vísindafólks frá Háskóla Íslands, embætti Landlæknis og Landspítala hefur unnið að gerð spálíkansins síðustu mánuði. Ný rýni um þróun smitstuðuls faraldursins, þ.e. áætlaðan fjölda einstaklinga sem sýktur einstaklingur utan sóttkvíar smitar að jafnaði, var birt í dag. Smitstuðullinn utan sóttkvíar á Íslandi er nú áætlaður 1,4. Hann hefur lækkað undanfarið en fór á tímabili yfir sex í bylgjunni sem nú gengur yfir. Þá fór stuðullinn upp undir þrjá fyrr í október. „[…] miðað við núverandi stöðu má gera ráð fyrir að nokkur fjöldi hafi smitast síðustu daga og muni greinast á næstu dögum. Árangur aðgerða, ef þátttaka almennings er góð, gæti orðið sýnilegur eftir eina vikum,“ segir í rýni um þróun stuðulsins. Þróun smitstuðuls innanlands utan sóttkvíar og dagleg greind smit innanlands. Smitum fækki heldur eða geti allt eins fjölgað Þá er farið yfir mögulega þróun greindra smita hér á landi næstu tíu daga og settar fram tvær sviðsmyndir. Sú fyrri miðar við að núverandi aðgerðir hafi áhrif á smitstuðulinn og hann lækki í svipuðum takti og í fyrstu bylgju eftir samkomutakmörk við 20 manns. Þar er gert ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Þó óvissan sé mikil bendir þessi sviðsmynd til þess að smitum fækki heldur á næstu 10 dögum. Sviðsmynd 1. Seinni sviðsmyndin miðar við að aðgerðirnar hafi ekki áhrif á smitstuðulinn (t.d. vegna lakari þátttöku almennings í sóttvörnum miðað við í fyrstu bylgju) og hann haldist svipaður áfram. Gert er ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Í þessari sviðsmynd er enn meiri óvissa um þróun faraldursins, og smitum gæti rétt eins fjölgað á næstu 10 dögum. Sviðsmynd 2. „Sviðsmyndirnar að ofan endurspegla mikla óvissu um hvert stefnir þegar smitstuðullinn er yfir einum. Það er grundvallaratriði að lækka smitstuðulinn undir 1. Meðan hann er yfir 1, er til staðar ástand þar sem smit geta auðveldlega blossað upp og þróað faraldurinn í veldisvísisvöxt. Það sem hefur áhrif á smitstuðulinn er okkar hegðun. Munum að þeir sem smitast byrja að smita áður en einkenni koma fram og þess vegna getur hver sem lent í því að smita aðra,“ segir í niðurstöðu rýninnar. Þurfum að halda aðgerðum áfram Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að alltaf beri að taka spálíkön á borð við þetta með fyrirvara. Þau séu aldrei betri en þær forsendur sem menn gefa sér við gerð þeirra. Hann segir að það merkilegasta við rýnina að sínu mati sé þróun smitstuðulsins. „Það virðist vera að þessi R-stuðull sé aðeins á niðurleið og er núna í kringum 1,5, samkvæmt þeirra útreikningum, þ.e.a.s. hjá fólki utan sóttkvíar. Það þýðir það að við þurfum að halda áfram með þessum aðgerðum til að ná smitstuðlinum undir einn, því þá fer faraldurinn að fjara út og minnka,“ segir Þórólfur. Inntur eftir því hvort það teljist ekki nokkuð gott miðað við hversu hár stuðullinn var fyrir ekki svo lengi bendir Þórólfur aftur á að útreikninga sem þessa þurfi að nálgast með fyrirvara. „Þetta eru útreikningar sem gefa vísbendingar. Maður þarf að passa sig á því að oftúlka ekki þessar tölur,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02 Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Líftölfræðingur telur marga ekki virða eins metra fjarlægðarmörk. 6. október 2020 16:04 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53
67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02
Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Líftölfræðingur telur marga ekki virða eins metra fjarlægðarmörk. 6. október 2020 16:04