„Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. október 2020 21:00 Margrét Sigríður Guðmundsdóttir fyrrverandi hágreiðslukona hefur ekki í nein húsnæði að venda eftir að dvöl á Droplaugastöðum lýkur. Vísir/ArnarHalldórs Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. Margrét Sigríður Guðmundsdóttir er 57 ára gömul. Hún greindist með taugasjúkdóminn MS árið 2012 og er í dag búin að missa allan mátt í höndum og fótum og þarf að reiða sig á umönnun annarra. Þangað til í janúar bjó hún á heimili sínu ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá Kópavogsbæ. Þá veiktist hún og þurfti að leggjast inn á spítala, þegar hún var orðin frísk í lok janúar segir hún að tekin hafi verið ákvörðun án samráðs við hana af sveitarfélaginu og fleirum. „Skilaboð Kópavogsbæjar voru að ekki væri hægt að veita mér áframhaldandi heimaþjónustu og að ég gæti ekki flutt aftur á heimili mitt og mannsins míns. Eftir þennan fund var mér tjáð að ég þyrfti flytja inn á hjúkrunarheimili þar sem ég væri orðin of mikið viðfangsefni og í raun of erfitt verkefni fyrir heimaþjónustu. Ekki væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að þjónusta mig allan sólarhringinn,“ segir Margrét. Hún er afar ósátt við þessa afgreiðslu. „Þetta var í raun og veru bara ákveðið fyrir mig, ég varð bara að kyngja þessu. Svo lokast ég náttúrulega bara inni á spítalanum í Covid. Það er verið að sækja um hér og þar á þessum Hrafnistuheimilum en svarið sem kemur er bara alltaf nei og nei, það er höfnun alls staðar,“ segir Margrét. Hún fékk loks vilyrði fyrir að komast í nýtt húsnæði á vegum Hrafnistu en þá kom í ljós að það vantaði fjármagn fyrir þjónustunni við hana. Margrét var því til júlíloka á bráðadeild Landspítalans og lengstum í einangrun vegna Covid-19. Ég var náttúrulega í einangrun í þessu herbergi og þetta er náttúrulega dýrasta úrræði sem til er að liggja þarna sem frískur sjúklingur,“ segir Margrét. Í ágúst komst hún loks í hvíldarinnlögn á Droplaugastaði en henni lýkur eftir mánuð. „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á Guð og gaddinn ég veit ekki hvert, kannski leggst ég út á Klambratúni, segir Margrét og kímir. Helst vildi Margrét búa í eigin íbúð og fá þjónustu frá bænum en segir að það sé ekki í boði hjá Kópavogsbæ. „Ég hélt að þetta ár yrði svo dásamlegt en ég labba endalaust á veggi. Ég upplifi eins og öllum sé sama um mig, ég er bara einhver afgangshlutur. Ég er ekkert ein í þessu það er fullt af fólki í minni stöðu,“ segir Margrét að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. Margrét Sigríður Guðmundsdóttir er 57 ára gömul. Hún greindist með taugasjúkdóminn MS árið 2012 og er í dag búin að missa allan mátt í höndum og fótum og þarf að reiða sig á umönnun annarra. Þangað til í janúar bjó hún á heimili sínu ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá Kópavogsbæ. Þá veiktist hún og þurfti að leggjast inn á spítala, þegar hún var orðin frísk í lok janúar segir hún að tekin hafi verið ákvörðun án samráðs við hana af sveitarfélaginu og fleirum. „Skilaboð Kópavogsbæjar voru að ekki væri hægt að veita mér áframhaldandi heimaþjónustu og að ég gæti ekki flutt aftur á heimili mitt og mannsins míns. Eftir þennan fund var mér tjáð að ég þyrfti flytja inn á hjúkrunarheimili þar sem ég væri orðin of mikið viðfangsefni og í raun of erfitt verkefni fyrir heimaþjónustu. Ekki væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að þjónusta mig allan sólarhringinn,“ segir Margrét. Hún er afar ósátt við þessa afgreiðslu. „Þetta var í raun og veru bara ákveðið fyrir mig, ég varð bara að kyngja þessu. Svo lokast ég náttúrulega bara inni á spítalanum í Covid. Það er verið að sækja um hér og þar á þessum Hrafnistuheimilum en svarið sem kemur er bara alltaf nei og nei, það er höfnun alls staðar,“ segir Margrét. Hún fékk loks vilyrði fyrir að komast í nýtt húsnæði á vegum Hrafnistu en þá kom í ljós að það vantaði fjármagn fyrir þjónustunni við hana. Margrét var því til júlíloka á bráðadeild Landspítalans og lengstum í einangrun vegna Covid-19. Ég var náttúrulega í einangrun í þessu herbergi og þetta er náttúrulega dýrasta úrræði sem til er að liggja þarna sem frískur sjúklingur,“ segir Margrét. Í ágúst komst hún loks í hvíldarinnlögn á Droplaugastaði en henni lýkur eftir mánuð. „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á Guð og gaddinn ég veit ekki hvert, kannski leggst ég út á Klambratúni, segir Margrét og kímir. Helst vildi Margrét búa í eigin íbúð og fá þjónustu frá bænum en segir að það sé ekki í boði hjá Kópavogsbæ. „Ég hélt að þetta ár yrði svo dásamlegt en ég labba endalaust á veggi. Ég upplifi eins og öllum sé sama um mig, ég er bara einhver afgangshlutur. Ég er ekkert ein í þessu það er fullt af fólki í minni stöðu,“ segir Margrét að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira