Deila um mögulegar líkamsleifar í flaki Titanic Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2020 23:18 Þessi mynd var tekin á botni Atlantshafsins árið 2004. Líkur hafa verið leiddar að því að maður hafi verið í skónum þegar Titanic sökk árið 1912. Vísir/AP Forsvarsmenn fyrirtækis sem vill sækja talstöðvarbúnað Titanic standa nú í málaferlum við bandaríska ríkið sem vill stöðva verkefnið. Lögmenn hins opinbera segja að verkefnið fari gegn sáttmála Bandaríkjanna og Bretlands um að skilgreina flakið sem minnisvarða. Einnig er óttast að verkefnið muni raska líkamsleifum einhverra sem fórust með skipinu. Titanic er mögulega frægasta skip heimsins en það sökk árið 1912 þegar verið var að sigla því frá Englandi til New York. Það rakst á ísjaka og sökk tiltölulega hratt í norðanverðu Atlantshafinu. Um 1.500 manns dóu og um 700 manns björguðust. Flakið fannst svo árið 1985 og síðan þá hafa verið farnar um 200 ferðir til að skoða flak skipsins, sem liggur á um 3,8 kílómetra dýpi. Ekki er vitað til þess að líkamsleifar hafi nokkru sinni sést. Málið hefur verið fyrir dómstólum vestanhafs í einhvern tíma. Í maí úrskurðaði dómari að leyfa ætti verkefnið en lögmenn ríkisins áfrýjuðu þeirri niðurstöðu. Samkvæmt umfjöllun AP fréttaveitunnar vitna lögmenn ríkisins í fornleifafræðinga og segja mögulegt að lík séu í flakinu eða undir sandi. Enda hafi 1.500 manns farist með því og lítill sem enginn straumur sé þar á botni hafsins. Þeir segja forsvarsmenn fyrirtækisins ekki taka tillit til þess í ætlunum sínum. Ætla kannski að saga gat á skipið Það er fyrirtækið RMS Titanic Inc sem á réttinn á því að kafa að flaki Titanic og vilja þeir senda sérhannaðan og ómannaðan kafbát inn í flakið. Hann ætti að fara í gegnum frægan glugga á efsta þilfari skipsins eða saga sig í gegnum þilfarið, sem er mjög ryðgað. Að endingu myndi kafbáturinn svo flytja talstöðina sem notuð var til að kalla eftir aðstoð á sínum tíma. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ólíklegt að finna megi líkamsleifar í flakinu eftir allan þennan tíma. Sérstaklega með tilliti til þess að það hafi ekki gerst í öllum þeim ferðum sem þegar hafa verið farnar að flakinu. Hér má sjá myndefni frá Telegraph sem birt var í byrjun ársins. Yfirvöld í Bretlandi eru sömuleiðis mótfallin því að RMS Titanic Inc fari að hrófla mikið við flakinu. Bretton Hunchak, forstjóri RMS Titanic, sagði AP fréttaveitunni, að fyrirtækið hefði ávalt komið fram við flakið sem fornleifagröft og grafreit, með virðingu. „Þetta er ekki eins og grafa með skóflu í Gettysburg,“ sagði David Gallo, haffræðingur sem kemur að verkefninu sem ráðgjafi. Hann sagði einnig að meðal kafara væri óskrifuð regla um að ef líkamsleifar fyndust væri slökkt á öllum myndavélum, hætt við þá tilteknu ferð og næstu skref ákveðin í kjölfar þess. Gallo sagði einnig að sjávardýr hefðu étið allt hold þeirra sem sukku með skipinu og að bein leystust upp á svo miklu dýpi. Það er þó ljóst að hvalbein hafa fundist á sambærilegu dýpi og sömuleiðis líkamsleifar. David Conlin, sem stýrir Submerged Resources Center hjá Þjóðgörðum Bandaríkjanna, vísaði til þess að líkamsleifar hafi fundist í H.L. Hunley, kafbáti á vegum Sambandsríkjanna í þrælastríð Bandaríkjanna sem sökk árið 1864. Sömuleiðis hafi leifar fundist í flaki skips sem sökk nærri grísku eyjunni Antikythera á fyrstu öld fyrir Krist. Hann sagði að mjög djúpur og kaldur sjór, þar sem lítið sem ekkert er af súrefni, varðveiti efni mjög vel. Að líklegast væru líkamsleifar inn í flakinu á svæðum sem erfitt sé að nálgast. Þar yrði varðveitingin bæði sorgleg og stórfengleg. Hér er svo myndband sem sýnir baðkar í káetu skipstjóra Titanic. Bandaríkin Bretland Skipaflutningar Titanic Tengdar fréttir Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag. 31. janúar 2020 12:30 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækis sem vill sækja talstöðvarbúnað Titanic standa nú í málaferlum við bandaríska ríkið sem vill stöðva verkefnið. Lögmenn hins opinbera segja að verkefnið fari gegn sáttmála Bandaríkjanna og Bretlands um að skilgreina flakið sem minnisvarða. Einnig er óttast að verkefnið muni raska líkamsleifum einhverra sem fórust með skipinu. Titanic er mögulega frægasta skip heimsins en það sökk árið 1912 þegar verið var að sigla því frá Englandi til New York. Það rakst á ísjaka og sökk tiltölulega hratt í norðanverðu Atlantshafinu. Um 1.500 manns dóu og um 700 manns björguðust. Flakið fannst svo árið 1985 og síðan þá hafa verið farnar um 200 ferðir til að skoða flak skipsins, sem liggur á um 3,8 kílómetra dýpi. Ekki er vitað til þess að líkamsleifar hafi nokkru sinni sést. Málið hefur verið fyrir dómstólum vestanhafs í einhvern tíma. Í maí úrskurðaði dómari að leyfa ætti verkefnið en lögmenn ríkisins áfrýjuðu þeirri niðurstöðu. Samkvæmt umfjöllun AP fréttaveitunnar vitna lögmenn ríkisins í fornleifafræðinga og segja mögulegt að lík séu í flakinu eða undir sandi. Enda hafi 1.500 manns farist með því og lítill sem enginn straumur sé þar á botni hafsins. Þeir segja forsvarsmenn fyrirtækisins ekki taka tillit til þess í ætlunum sínum. Ætla kannski að saga gat á skipið Það er fyrirtækið RMS Titanic Inc sem á réttinn á því að kafa að flaki Titanic og vilja þeir senda sérhannaðan og ómannaðan kafbát inn í flakið. Hann ætti að fara í gegnum frægan glugga á efsta þilfari skipsins eða saga sig í gegnum þilfarið, sem er mjög ryðgað. Að endingu myndi kafbáturinn svo flytja talstöðina sem notuð var til að kalla eftir aðstoð á sínum tíma. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ólíklegt að finna megi líkamsleifar í flakinu eftir allan þennan tíma. Sérstaklega með tilliti til þess að það hafi ekki gerst í öllum þeim ferðum sem þegar hafa verið farnar að flakinu. Hér má sjá myndefni frá Telegraph sem birt var í byrjun ársins. Yfirvöld í Bretlandi eru sömuleiðis mótfallin því að RMS Titanic Inc fari að hrófla mikið við flakinu. Bretton Hunchak, forstjóri RMS Titanic, sagði AP fréttaveitunni, að fyrirtækið hefði ávalt komið fram við flakið sem fornleifagröft og grafreit, með virðingu. „Þetta er ekki eins og grafa með skóflu í Gettysburg,“ sagði David Gallo, haffræðingur sem kemur að verkefninu sem ráðgjafi. Hann sagði einnig að meðal kafara væri óskrifuð regla um að ef líkamsleifar fyndust væri slökkt á öllum myndavélum, hætt við þá tilteknu ferð og næstu skref ákveðin í kjölfar þess. Gallo sagði einnig að sjávardýr hefðu étið allt hold þeirra sem sukku með skipinu og að bein leystust upp á svo miklu dýpi. Það er þó ljóst að hvalbein hafa fundist á sambærilegu dýpi og sömuleiðis líkamsleifar. David Conlin, sem stýrir Submerged Resources Center hjá Þjóðgörðum Bandaríkjanna, vísaði til þess að líkamsleifar hafi fundist í H.L. Hunley, kafbáti á vegum Sambandsríkjanna í þrælastríð Bandaríkjanna sem sökk árið 1864. Sömuleiðis hafi leifar fundist í flaki skips sem sökk nærri grísku eyjunni Antikythera á fyrstu öld fyrir Krist. Hann sagði að mjög djúpur og kaldur sjór, þar sem lítið sem ekkert er af súrefni, varðveiti efni mjög vel. Að líklegast væru líkamsleifar inn í flakinu á svæðum sem erfitt sé að nálgast. Þar yrði varðveitingin bæði sorgleg og stórfengleg. Hér er svo myndband sem sýnir baðkar í káetu skipstjóra Titanic.
Bandaríkin Bretland Skipaflutningar Titanic Tengdar fréttir Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag. 31. janúar 2020 12:30 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag. 31. janúar 2020 12:30