Deila um mögulegar líkamsleifar í flaki Titanic Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2020 23:18 Þessi mynd var tekin á botni Atlantshafsins árið 2004. Líkur hafa verið leiddar að því að maður hafi verið í skónum þegar Titanic sökk árið 1912. Vísir/AP Forsvarsmenn fyrirtækis sem vill sækja talstöðvarbúnað Titanic standa nú í málaferlum við bandaríska ríkið sem vill stöðva verkefnið. Lögmenn hins opinbera segja að verkefnið fari gegn sáttmála Bandaríkjanna og Bretlands um að skilgreina flakið sem minnisvarða. Einnig er óttast að verkefnið muni raska líkamsleifum einhverra sem fórust með skipinu. Titanic er mögulega frægasta skip heimsins en það sökk árið 1912 þegar verið var að sigla því frá Englandi til New York. Það rakst á ísjaka og sökk tiltölulega hratt í norðanverðu Atlantshafinu. Um 1.500 manns dóu og um 700 manns björguðust. Flakið fannst svo árið 1985 og síðan þá hafa verið farnar um 200 ferðir til að skoða flak skipsins, sem liggur á um 3,8 kílómetra dýpi. Ekki er vitað til þess að líkamsleifar hafi nokkru sinni sést. Málið hefur verið fyrir dómstólum vestanhafs í einhvern tíma. Í maí úrskurðaði dómari að leyfa ætti verkefnið en lögmenn ríkisins áfrýjuðu þeirri niðurstöðu. Samkvæmt umfjöllun AP fréttaveitunnar vitna lögmenn ríkisins í fornleifafræðinga og segja mögulegt að lík séu í flakinu eða undir sandi. Enda hafi 1.500 manns farist með því og lítill sem enginn straumur sé þar á botni hafsins. Þeir segja forsvarsmenn fyrirtækisins ekki taka tillit til þess í ætlunum sínum. Ætla kannski að saga gat á skipið Það er fyrirtækið RMS Titanic Inc sem á réttinn á því að kafa að flaki Titanic og vilja þeir senda sérhannaðan og ómannaðan kafbát inn í flakið. Hann ætti að fara í gegnum frægan glugga á efsta þilfari skipsins eða saga sig í gegnum þilfarið, sem er mjög ryðgað. Að endingu myndi kafbáturinn svo flytja talstöðina sem notuð var til að kalla eftir aðstoð á sínum tíma. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ólíklegt að finna megi líkamsleifar í flakinu eftir allan þennan tíma. Sérstaklega með tilliti til þess að það hafi ekki gerst í öllum þeim ferðum sem þegar hafa verið farnar að flakinu. Hér má sjá myndefni frá Telegraph sem birt var í byrjun ársins. Yfirvöld í Bretlandi eru sömuleiðis mótfallin því að RMS Titanic Inc fari að hrófla mikið við flakinu. Bretton Hunchak, forstjóri RMS Titanic, sagði AP fréttaveitunni, að fyrirtækið hefði ávalt komið fram við flakið sem fornleifagröft og grafreit, með virðingu. „Þetta er ekki eins og grafa með skóflu í Gettysburg,“ sagði David Gallo, haffræðingur sem kemur að verkefninu sem ráðgjafi. Hann sagði einnig að meðal kafara væri óskrifuð regla um að ef líkamsleifar fyndust væri slökkt á öllum myndavélum, hætt við þá tilteknu ferð og næstu skref ákveðin í kjölfar þess. Gallo sagði einnig að sjávardýr hefðu étið allt hold þeirra sem sukku með skipinu og að bein leystust upp á svo miklu dýpi. Það er þó ljóst að hvalbein hafa fundist á sambærilegu dýpi og sömuleiðis líkamsleifar. David Conlin, sem stýrir Submerged Resources Center hjá Þjóðgörðum Bandaríkjanna, vísaði til þess að líkamsleifar hafi fundist í H.L. Hunley, kafbáti á vegum Sambandsríkjanna í þrælastríð Bandaríkjanna sem sökk árið 1864. Sömuleiðis hafi leifar fundist í flaki skips sem sökk nærri grísku eyjunni Antikythera á fyrstu öld fyrir Krist. Hann sagði að mjög djúpur og kaldur sjór, þar sem lítið sem ekkert er af súrefni, varðveiti efni mjög vel. Að líklegast væru líkamsleifar inn í flakinu á svæðum sem erfitt sé að nálgast. Þar yrði varðveitingin bæði sorgleg og stórfengleg. Hér er svo myndband sem sýnir baðkar í káetu skipstjóra Titanic. Bandaríkin Bretland Skipaflutningar Titanic Tengdar fréttir Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag. 31. janúar 2020 12:30 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækis sem vill sækja talstöðvarbúnað Titanic standa nú í málaferlum við bandaríska ríkið sem vill stöðva verkefnið. Lögmenn hins opinbera segja að verkefnið fari gegn sáttmála Bandaríkjanna og Bretlands um að skilgreina flakið sem minnisvarða. Einnig er óttast að verkefnið muni raska líkamsleifum einhverra sem fórust með skipinu. Titanic er mögulega frægasta skip heimsins en það sökk árið 1912 þegar verið var að sigla því frá Englandi til New York. Það rakst á ísjaka og sökk tiltölulega hratt í norðanverðu Atlantshafinu. Um 1.500 manns dóu og um 700 manns björguðust. Flakið fannst svo árið 1985 og síðan þá hafa verið farnar um 200 ferðir til að skoða flak skipsins, sem liggur á um 3,8 kílómetra dýpi. Ekki er vitað til þess að líkamsleifar hafi nokkru sinni sést. Málið hefur verið fyrir dómstólum vestanhafs í einhvern tíma. Í maí úrskurðaði dómari að leyfa ætti verkefnið en lögmenn ríkisins áfrýjuðu þeirri niðurstöðu. Samkvæmt umfjöllun AP fréttaveitunnar vitna lögmenn ríkisins í fornleifafræðinga og segja mögulegt að lík séu í flakinu eða undir sandi. Enda hafi 1.500 manns farist með því og lítill sem enginn straumur sé þar á botni hafsins. Þeir segja forsvarsmenn fyrirtækisins ekki taka tillit til þess í ætlunum sínum. Ætla kannski að saga gat á skipið Það er fyrirtækið RMS Titanic Inc sem á réttinn á því að kafa að flaki Titanic og vilja þeir senda sérhannaðan og ómannaðan kafbát inn í flakið. Hann ætti að fara í gegnum frægan glugga á efsta þilfari skipsins eða saga sig í gegnum þilfarið, sem er mjög ryðgað. Að endingu myndi kafbáturinn svo flytja talstöðina sem notuð var til að kalla eftir aðstoð á sínum tíma. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ólíklegt að finna megi líkamsleifar í flakinu eftir allan þennan tíma. Sérstaklega með tilliti til þess að það hafi ekki gerst í öllum þeim ferðum sem þegar hafa verið farnar að flakinu. Hér má sjá myndefni frá Telegraph sem birt var í byrjun ársins. Yfirvöld í Bretlandi eru sömuleiðis mótfallin því að RMS Titanic Inc fari að hrófla mikið við flakinu. Bretton Hunchak, forstjóri RMS Titanic, sagði AP fréttaveitunni, að fyrirtækið hefði ávalt komið fram við flakið sem fornleifagröft og grafreit, með virðingu. „Þetta er ekki eins og grafa með skóflu í Gettysburg,“ sagði David Gallo, haffræðingur sem kemur að verkefninu sem ráðgjafi. Hann sagði einnig að meðal kafara væri óskrifuð regla um að ef líkamsleifar fyndust væri slökkt á öllum myndavélum, hætt við þá tilteknu ferð og næstu skref ákveðin í kjölfar þess. Gallo sagði einnig að sjávardýr hefðu étið allt hold þeirra sem sukku með skipinu og að bein leystust upp á svo miklu dýpi. Það er þó ljóst að hvalbein hafa fundist á sambærilegu dýpi og sömuleiðis líkamsleifar. David Conlin, sem stýrir Submerged Resources Center hjá Þjóðgörðum Bandaríkjanna, vísaði til þess að líkamsleifar hafi fundist í H.L. Hunley, kafbáti á vegum Sambandsríkjanna í þrælastríð Bandaríkjanna sem sökk árið 1864. Sömuleiðis hafi leifar fundist í flaki skips sem sökk nærri grísku eyjunni Antikythera á fyrstu öld fyrir Krist. Hann sagði að mjög djúpur og kaldur sjór, þar sem lítið sem ekkert er af súrefni, varðveiti efni mjög vel. Að líklegast væru líkamsleifar inn í flakinu á svæðum sem erfitt sé að nálgast. Þar yrði varðveitingin bæði sorgleg og stórfengleg. Hér er svo myndband sem sýnir baðkar í káetu skipstjóra Titanic.
Bandaríkin Bretland Skipaflutningar Titanic Tengdar fréttir Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag. 31. janúar 2020 12:30 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag. 31. janúar 2020 12:30