Zlatan Ibrahimovic skoraði tvennu á fyrsta korterinu sem hann spilaði eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit.
Zlatan greindist með veiruna fyrir þremur og hálfri viku en var mættur í slaginn á ný um helgina með AC Milan. Hann skoraði þá bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Inter í Mílanóslagnum.
Zlatan, sem er 39 ára, nýtti tækifærið eftir sigurinn til að skjóta á Romelu Lukaku, markahrók Inter. Greinilegt er að Instagram-færsla Lukaku frá því í febrúar hefur setið í Svíanum. Lukaku skrifaði nefnilega eftir 4-2 sigur Inter: „Það er kominn nýr kóngur í borgina.“
Í gær, átta mánuðum og sætum sigri seinna, svaraði Zlatan fyrir sig á Instagram: „Mílanóbúar voru aldrei með kóng. Þeir eru með GUÐ.“
Milano never had a king, they have a GOD pic.twitter.com/LmQxt0XnwG
— Zlatan Ibrahimovi (@Ibra_official) October 18, 2020
AC Milan hefur byrjað tímabilið afar vel og er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir, á toppi ítölsku A-deildarinnar. Inter er með sjö stig í 6. sæti.