Handtekinn fyrir að hafa hrópað að ungmennum og berað sig Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. október 2020 12:24 Ekki hefur fengist staðfest hvar nákvæmlega maðurinn hélt sig annað en að hann hafi verið á reiðhjóli í Laugardalnum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Að minnsta kosti tvívegis hefur lögregla þurft að handtaka ölvaðan karlmann á fertugsaldri í Laugardalnum sem ýmist hefur hrópað að krökkum að leik eða berað sig fyrir þeim. Umræddur maður hefur ítrekað snúið til baka, síðast á laugardag. Í gærkvöldi sendi Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar, foreldrum barna sem æfa hjá félaginu tölvupóst þar sem hann greinir frá málinu. Umræddur karlmaður sé iðulega á reiðhjóli og í kringum fertugt. Hann hafi haldið til í Laugardalnum, áreitt börn og unglinga og hafi í einhverjum tilfellum berað sig fyrir framan hóp barna sem var á leið að eða frá íþróttasvæði félagsins. „Við getum svo sem lítið gert annað en að vera með varann á okkur. Nú er þetta náttúrulega þannig að það er í rauninni æfingabann; skipulagðar æfingar eru ekki heimilaðar ennþá. Krakkarnir eru þannig ekki mikið hér með þjálfurum sínum, þeir koma bara og eru að leika sér hérna á svæðinu.“ Lítið úrræði séu í boði og því hefur maðurinn verið látinn laus að lokinni handtöku og skýrslutöku. Þórir segir að maðurinn hafi snúið til aftur í Laugardalinn og að sagan hafi endurtekið sig. Maðurinn var handtekinn síðast á laugardag. Þórir hefur látið félagsmálayfirvöld vita en ekki fengið nein svör enn sem komið er. Í millitíðinni biður hann foreldra og börn að vera meðvituð um málið. „Ég vil aðallega að þau séu upplýst um þetta. Þau hafi varann á sér. Ég hef send foreldrum og forráðamönnum tölupóst um málið. Ég beini því til krakkanna að aðgengi að vellinum er við félagsheimilið þar sem við getum betur fylgst með. Það er búið að loka vellinum annars staðar þannig að það er bara einn inngangur á hann núna,“ sagði Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar. Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Að minnsta kosti tvívegis hefur lögregla þurft að handtaka ölvaðan karlmann á fertugsaldri í Laugardalnum sem ýmist hefur hrópað að krökkum að leik eða berað sig fyrir þeim. Umræddur maður hefur ítrekað snúið til baka, síðast á laugardag. Í gærkvöldi sendi Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar, foreldrum barna sem æfa hjá félaginu tölvupóst þar sem hann greinir frá málinu. Umræddur karlmaður sé iðulega á reiðhjóli og í kringum fertugt. Hann hafi haldið til í Laugardalnum, áreitt börn og unglinga og hafi í einhverjum tilfellum berað sig fyrir framan hóp barna sem var á leið að eða frá íþróttasvæði félagsins. „Við getum svo sem lítið gert annað en að vera með varann á okkur. Nú er þetta náttúrulega þannig að það er í rauninni æfingabann; skipulagðar æfingar eru ekki heimilaðar ennþá. Krakkarnir eru þannig ekki mikið hér með þjálfurum sínum, þeir koma bara og eru að leika sér hérna á svæðinu.“ Lítið úrræði séu í boði og því hefur maðurinn verið látinn laus að lokinni handtöku og skýrslutöku. Þórir segir að maðurinn hafi snúið til aftur í Laugardalinn og að sagan hafi endurtekið sig. Maðurinn var handtekinn síðast á laugardag. Þórir hefur látið félagsmálayfirvöld vita en ekki fengið nein svör enn sem komið er. Í millitíðinni biður hann foreldra og börn að vera meðvituð um málið. „Ég vil aðallega að þau séu upplýst um þetta. Þau hafi varann á sér. Ég hef send foreldrum og forráðamönnum tölupóst um málið. Ég beini því til krakkanna að aðgengi að vellinum er við félagsheimilið þar sem við getum betur fylgst með. Það er búið að loka vellinum annars staðar þannig að það er bara einn inngangur á hann núna,“ sagði Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar. Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira