Vilja taka 5G-samsæriskenningar fastari tökum Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 13:32 Fjarskiptamöstur hafa orðið fyrir barðinu á fólki sem heldur ranglega að tengsl séu á milli nýs afbrigðis kórónuveiru og 5G-farnets. Vísir/EPA Fimmtán aðildarríki Evrópusambandsins hvetja til þess að sambandið móti áætlun til þess að takast á við upplýsingafals um 5G-væðingu fjarskiptakerfa. Annars telja þau að efnahagsbata og þróun fjarskiptakerfi verði stefnt í voða. Samsæriskenningar um meint tengsl kórónuveirunnar við þráðlaus fjarskiptanet hafa orðið til þess að kveikt hefur verið í fjarskiptamöstrum í tíu Evrópulöndum undanfarna mánuði. Einnig hefur verið ráðist á starfsmenn fjarskiptafyrirtækja. Svíþjóð og Pólland eru nú á meðal þeirra fimmtán ríkja sem lögðu fram tillögu við framkvæmdastjórn ESB um að taka upplýsingafalsið fastari tökum. „Það er ljóst að við sjáum vaxandi umsvif and-5G-hreyfingarinnar um allt Evrópusambandið,“ sagði í bréfi ríkjanna. Þau vilja leggja fram sérfræðiþekkingu í að taka á fölskum upplýsingum um 5G-tækni og rafsegulbylgjur. Leggja þau til frekari vísindarannsóknir á áhrifum á heilsu manna, kynningarherferð í Evrópu og að tekið verði á áhyggjuefnum andstæðinga 5G-tækni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Næsta kynslóð farneta hefur verið 5G. Með henni stóreykst hraði í gagnaflutningum og öruggi í tengingum. Tæknin er sögð hornsteininn að aukinni sjálfvirkni- og snjallvæðingu framtíðarinnar. Auk Svíþjóðar og Póllands skrifa Austurríki, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Kýpur, Eistland, Finnland, Grikkland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Portúgal og Slóvakía undir bréfið til framkvæmdastjórnarinnar. Fjarskipti Tækni Evrópusambandið Tengdar fréttir 5G byltingin að hefjast á Íslandi og mun breyta miklu Vodafone og Nova munu standa saman að uppsetningu 5G loftneta um allt land þannig að þessi nýja tækni nýtist öllum landsmönnum. 2. september 2020 19:40 Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 24. júlí 2020 16:31 Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25 Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 09:10 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fimmtán aðildarríki Evrópusambandsins hvetja til þess að sambandið móti áætlun til þess að takast á við upplýsingafals um 5G-væðingu fjarskiptakerfa. Annars telja þau að efnahagsbata og þróun fjarskiptakerfi verði stefnt í voða. Samsæriskenningar um meint tengsl kórónuveirunnar við þráðlaus fjarskiptanet hafa orðið til þess að kveikt hefur verið í fjarskiptamöstrum í tíu Evrópulöndum undanfarna mánuði. Einnig hefur verið ráðist á starfsmenn fjarskiptafyrirtækja. Svíþjóð og Pólland eru nú á meðal þeirra fimmtán ríkja sem lögðu fram tillögu við framkvæmdastjórn ESB um að taka upplýsingafalsið fastari tökum. „Það er ljóst að við sjáum vaxandi umsvif and-5G-hreyfingarinnar um allt Evrópusambandið,“ sagði í bréfi ríkjanna. Þau vilja leggja fram sérfræðiþekkingu í að taka á fölskum upplýsingum um 5G-tækni og rafsegulbylgjur. Leggja þau til frekari vísindarannsóknir á áhrifum á heilsu manna, kynningarherferð í Evrópu og að tekið verði á áhyggjuefnum andstæðinga 5G-tækni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Næsta kynslóð farneta hefur verið 5G. Með henni stóreykst hraði í gagnaflutningum og öruggi í tengingum. Tæknin er sögð hornsteininn að aukinni sjálfvirkni- og snjallvæðingu framtíðarinnar. Auk Svíþjóðar og Póllands skrifa Austurríki, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Kýpur, Eistland, Finnland, Grikkland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Portúgal og Slóvakía undir bréfið til framkvæmdastjórnarinnar.
Fjarskipti Tækni Evrópusambandið Tengdar fréttir 5G byltingin að hefjast á Íslandi og mun breyta miklu Vodafone og Nova munu standa saman að uppsetningu 5G loftneta um allt land þannig að þessi nýja tækni nýtist öllum landsmönnum. 2. september 2020 19:40 Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 24. júlí 2020 16:31 Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25 Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 09:10 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
5G byltingin að hefjast á Íslandi og mun breyta miklu Vodafone og Nova munu standa saman að uppsetningu 5G loftneta um allt land þannig að þessi nýja tækni nýtist öllum landsmönnum. 2. september 2020 19:40
Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 24. júlí 2020 16:31
Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25
Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 09:10