Meistaradeildin hefst í dag: Eiður Smári var í þrennuliði Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2020 11:00 Eiður Smári Guðjohnsen með bikarinn með stóru eyrun. getty/Mike Egerton Meistaradeild Evrópu í fótbolta fer aftur af stað í dag þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Í síðustu upphitunargreininni fyrir Meistaradeildina rifjum við upp síðasta tímabil Eiðs Smára Guðjohnsen með Barcelona, þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna Meistaradeildina. Eiður var í þrjú tímabil hjá Barcelona, tvö undir stjórn Franks Rijkaard og eitt undir stjórn Peps Guardiola. Og tímabilið með Guardiola var eftirminnilegt í meira lagi. Eftir vonbrigðatímabil 2007-08 var Guardiola ráðinn knattspyrnustjóri Barcelona, félagsins sem hann ólst upp hjá og lék stærstan hluta ferilsins með. Þetta var fyrsta tímabil Guardiolas sem þjálfari aðalliðs en hann hafði þjálfað B-lið Barcelona tímabilið 2007-08. Hann hreinsaði til hjá Barcelona og lét m.a. stórstjörnurnar Ronaldinho og Deco fara. Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í fyrstu tveimur umferðunum í spænsku úrvalsdeildinni fór Barcelona á mikið flug og vann nítján af næstu 20 leikjum sínum. Börsungar komust á toppinn í 9. umferð og voru þar út tímabilið. Þeir hrósuðu einnig sigri í spænsku bikarkeppninni. Börsungum gekk líka allt í haginn í Meistaradeildinni. Þeir unnu C-riðil með þrettán stig og skoruðu átján mörk í leikjunum sex í riðlakeppninni. Eiður kom við sögu í þremur leikjum og var einu sinni í byrjunarliðinu í riðlakeppninni. Barcelona átti ekki í miklum vandræðum með að slá Lyon og Bayern München úr leik í sextán og átta liða úrslitunum. Öðru máli gengdi um gömlu félaga hans Eiðs í Chelsea sem Barcelona mætti í undanúrslitunum. Fyrri leiknum á Nývangi lyktaði með markalausu jafntefli. Michael Essien kom Chelsea yfir í seinni leiknum á Stamford Bridge strax á 9. mínútu. Hagur Chelsea vænkaðist enn frekar þegar Eric Abidal var rekinn af velli á 66. mínútu. Þrátt fyrir að vera marki undir og manni færri gáfust Börsungar ekki upp og Andrés Iniesta skoraði jöfnunarmark þeirra þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og tryggði þeim sæti í úrslitaleiknum. Chelsea-menn voru afar ósáttir við dómgæslu hins norska Toms Henning Øvrebø og töldu sig svikna um nokkrar vítaspyrnur. Didier Drogba var sérstaklega heitt í hamsi og var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir óhófleg mótmæli. watch on YouTube Eiður kom inn á undir lok leiksins á Stamford Bridge. Það var hans 45. og síðasti Meistaradeildarleikur á ferlinum. Hann sat allan tímann á bekknum í úrslitaleiknum þar sem Barcelona sigraði Manchester United, 2-0. Í viðtali í Sportinu í kvöld í vor sagðist Eiður sjá eftir því að hafa ekki beðið Guardiola um að fá að koma inn á í úrslitaleiknum. „Sennilega það eina sem ég sé eftir á ferlinum er að hafa ekki rifið í Guardiola og sagt: gefðu mér eina mínútu. Hann lét mig hita upp og ég var við það að koma inn á. Ég sé eftir að hafa beðið hann um að gefa mér mínútu þannig ég gæti sagt að ég hafi verið inni á vellinum,“ sagði Eiður. Eiður lék 34 leiki með Barcelona í öllum keppnum draumatímabilið 2008-09 og skoraði fjögur mörk. Alls lék hann 114 leiki með Barcelona á árunum 2006-09 og skoraði nítján mörk. watch on YouTube Eins og áður sagði lék Eiður 45 leiki í Meistaradeild Evrópu með Chelsea og Barcelona. Hann skoraði sjö mörk í þessum 45 leikjum og er bæði leikja- og markahæsti Íslendingurinn í Meistaradeildinni. Eftir tímabilið 2008-09 yfirgaf Eiður Barcelona og fór til Monaco í Frakklandi. Þar stoppaði hann stutt við og fór svo aftur til Englands. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Innkastsþjálfarinn tengir liðin í riðli Liverpool Thomas Grönnemark var í bíltúr með fjölskyldu sinni í Danmörku sumarið 2018 þegar hann fékk óvænt símtal frá Jürgen Klopp. 19. október 2020 11:01 2 dagar í Meistaradeildina: Gamlir og misvinsælir United-menn mæta aftur á Old Trafford Ángel Di María og Ander Herrera, leikmenn Paris Saint-Germain, mæta sínum gömlu félögum í Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem hefst á þriðjudaginn. 18. október 2020 11:31 3 dagar í Meistaradeild: Liverpool krækti í hljómsveitarstjóra Evrópumeistaranna Liverpool tókst ekki að verja Meistaradeildartitil sinn en mætir til leiks í ár með ríkjandi Evrópumeistara í sínu liði. 17. október 2020 11:46 4 dagar í Meistaradeild: Bara að komast í úrslitaleikinn og þá er titillinn tryggður Real Madrid er sigursælasta félagið í Meistaradeildinni og hefur nú unnið sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni. 16. október 2020 11:01 5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Meistaradeild Evrópu í fótbolta fer aftur af stað í dag þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Í síðustu upphitunargreininni fyrir Meistaradeildina rifjum við upp síðasta tímabil Eiðs Smára Guðjohnsen með Barcelona, þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna Meistaradeildina. Eiður var í þrjú tímabil hjá Barcelona, tvö undir stjórn Franks Rijkaard og eitt undir stjórn Peps Guardiola. Og tímabilið með Guardiola var eftirminnilegt í meira lagi. Eftir vonbrigðatímabil 2007-08 var Guardiola ráðinn knattspyrnustjóri Barcelona, félagsins sem hann ólst upp hjá og lék stærstan hluta ferilsins með. Þetta var fyrsta tímabil Guardiolas sem þjálfari aðalliðs en hann hafði þjálfað B-lið Barcelona tímabilið 2007-08. Hann hreinsaði til hjá Barcelona og lét m.a. stórstjörnurnar Ronaldinho og Deco fara. Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í fyrstu tveimur umferðunum í spænsku úrvalsdeildinni fór Barcelona á mikið flug og vann nítján af næstu 20 leikjum sínum. Börsungar komust á toppinn í 9. umferð og voru þar út tímabilið. Þeir hrósuðu einnig sigri í spænsku bikarkeppninni. Börsungum gekk líka allt í haginn í Meistaradeildinni. Þeir unnu C-riðil með þrettán stig og skoruðu átján mörk í leikjunum sex í riðlakeppninni. Eiður kom við sögu í þremur leikjum og var einu sinni í byrjunarliðinu í riðlakeppninni. Barcelona átti ekki í miklum vandræðum með að slá Lyon og Bayern München úr leik í sextán og átta liða úrslitunum. Öðru máli gengdi um gömlu félaga hans Eiðs í Chelsea sem Barcelona mætti í undanúrslitunum. Fyrri leiknum á Nývangi lyktaði með markalausu jafntefli. Michael Essien kom Chelsea yfir í seinni leiknum á Stamford Bridge strax á 9. mínútu. Hagur Chelsea vænkaðist enn frekar þegar Eric Abidal var rekinn af velli á 66. mínútu. Þrátt fyrir að vera marki undir og manni færri gáfust Börsungar ekki upp og Andrés Iniesta skoraði jöfnunarmark þeirra þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og tryggði þeim sæti í úrslitaleiknum. Chelsea-menn voru afar ósáttir við dómgæslu hins norska Toms Henning Øvrebø og töldu sig svikna um nokkrar vítaspyrnur. Didier Drogba var sérstaklega heitt í hamsi og var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir óhófleg mótmæli. watch on YouTube Eiður kom inn á undir lok leiksins á Stamford Bridge. Það var hans 45. og síðasti Meistaradeildarleikur á ferlinum. Hann sat allan tímann á bekknum í úrslitaleiknum þar sem Barcelona sigraði Manchester United, 2-0. Í viðtali í Sportinu í kvöld í vor sagðist Eiður sjá eftir því að hafa ekki beðið Guardiola um að fá að koma inn á í úrslitaleiknum. „Sennilega það eina sem ég sé eftir á ferlinum er að hafa ekki rifið í Guardiola og sagt: gefðu mér eina mínútu. Hann lét mig hita upp og ég var við það að koma inn á. Ég sé eftir að hafa beðið hann um að gefa mér mínútu þannig ég gæti sagt að ég hafi verið inni á vellinum,“ sagði Eiður. Eiður lék 34 leiki með Barcelona í öllum keppnum draumatímabilið 2008-09 og skoraði fjögur mörk. Alls lék hann 114 leiki með Barcelona á árunum 2006-09 og skoraði nítján mörk. watch on YouTube Eins og áður sagði lék Eiður 45 leiki í Meistaradeild Evrópu með Chelsea og Barcelona. Hann skoraði sjö mörk í þessum 45 leikjum og er bæði leikja- og markahæsti Íslendingurinn í Meistaradeildinni. Eftir tímabilið 2008-09 yfirgaf Eiður Barcelona og fór til Monaco í Frakklandi. Þar stoppaði hann stutt við og fór svo aftur til Englands. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Innkastsþjálfarinn tengir liðin í riðli Liverpool Thomas Grönnemark var í bíltúr með fjölskyldu sinni í Danmörku sumarið 2018 þegar hann fékk óvænt símtal frá Jürgen Klopp. 19. október 2020 11:01 2 dagar í Meistaradeildina: Gamlir og misvinsælir United-menn mæta aftur á Old Trafford Ángel Di María og Ander Herrera, leikmenn Paris Saint-Germain, mæta sínum gömlu félögum í Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem hefst á þriðjudaginn. 18. október 2020 11:31 3 dagar í Meistaradeild: Liverpool krækti í hljómsveitarstjóra Evrópumeistaranna Liverpool tókst ekki að verja Meistaradeildartitil sinn en mætir til leiks í ár með ríkjandi Evrópumeistara í sínu liði. 17. október 2020 11:46 4 dagar í Meistaradeild: Bara að komast í úrslitaleikinn og þá er titillinn tryggður Real Madrid er sigursælasta félagið í Meistaradeildinni og hefur nú unnið sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni. 16. október 2020 11:01 5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Innkastsþjálfarinn tengir liðin í riðli Liverpool Thomas Grönnemark var í bíltúr með fjölskyldu sinni í Danmörku sumarið 2018 þegar hann fékk óvænt símtal frá Jürgen Klopp. 19. október 2020 11:01
2 dagar í Meistaradeildina: Gamlir og misvinsælir United-menn mæta aftur á Old Trafford Ángel Di María og Ander Herrera, leikmenn Paris Saint-Germain, mæta sínum gömlu félögum í Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem hefst á þriðjudaginn. 18. október 2020 11:31
3 dagar í Meistaradeild: Liverpool krækti í hljómsveitarstjóra Evrópumeistaranna Liverpool tókst ekki að verja Meistaradeildartitil sinn en mætir til leiks í ár með ríkjandi Evrópumeistara í sínu liði. 17. október 2020 11:46
4 dagar í Meistaradeild: Bara að komast í úrslitaleikinn og þá er titillinn tryggður Real Madrid er sigursælasta félagið í Meistaradeildinni og hefur nú unnið sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni. 16. október 2020 11:01
5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00
6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31
7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti