Ákæra rússneska hermenn fyrir skæðar tölvuárásir Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2020 19:03 Rússarnir sex eru sagðir starfa fyrir GRU, leyniþjónstu herafla Rússlands. AP/Andrew Harnik Yfirvöld Bandaríkjanna hafa ákært sex Rússa sem starfa hjá leyniþjónustu Herafla Rússlands, GRU. Þeir eru ákærðir fyrir nokkrar alræmdar tölvuárásir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Meðal annars er um að ræða árás á dreifikerfi Úkraínu og að hafa gert tölvurárás á stjórnmálaflokk Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í aðdraganda forsetakosninganna 2017. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa dreift vírusnum NotPetya árið 2017. Sá vírus smitaði tölvur um allan heim og olli miklum skaða víða. NotPetya virkaði þannig að hann smitaði tölvur og læsti þeim. Eigendur þeirra fengu eingöngu skilaboð um að borgar lausnargjald í Bitcoin til að opna tölvurnar aftur. Bretar sökuðu Rússa um að hafa gert árásina en hún kom verulega niður á tölvukerfi sjúkrahúsa í landinu. Ofan á það eru mennirnir sakaðir um að hafa gert tölvuárásir sem komu niður á rannsókn yfirvalda í Bretlandi á eitrun fyrrverandi njósnarans rússneska, Sergei Skripal, og dóttur hans. Tilheyra umdeildri deild tölvuþrjóta Samkvæmt AP fréttaveitunni tilheyra mennirnir sex sömu herdeild og þeir menn sem Bandaríkjamenn hafa þegar sakað um tölvuárásir og aðrar aðgerðir í tengslum við afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Meðal annars er um að ræða tölvuárásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Mennirnir eru þó ekki ákærðir í tengslum við afskiptin. Frá blaðamannafundi í Dómsmálráðuneyti Bandaríkjanna í dag.AP/Andrew Harnik Minnst einn þeirra var ákærður árið 2018 í Rússarannsókn Robert Mueller, samkvæmt frétt Washington Post. Sá var sakaður um að reynt að brjótast inn í tölvukerfi tengd forsetakosningunum 2016. Í yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er haft eftir helsta saksóknara landsins í tengslum við þjóðaröryggismál að ekkert ríki hafi vopnvætt tölvuárásir betur en Rússland og útsendarar ríkisins hafi valdið miklum skaða. No country has weaponized its cyber capabilities as maliciously or irresponsibly as Russia, wantonly causing unprecedented damage to pursue small tactical advantages and to satisfy fits of spite. Assistant Attorney General Demers. pic.twitter.com/WlaWcGxgEg— Justice Department (@TheJusticeDept) October 19, 2020 Í yfirlýsingunni er einnig haft eftir einum af yfirmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að löggæslustofnunin hafi lengi varað við getu Rússa þegar komi að tölvuárásum. Þessar ákærur séu þó til marks um getu starfsmanna FBI til að fletta ofan af þeim. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa ákært sex Rússa sem starfa hjá leyniþjónustu Herafla Rússlands, GRU. Þeir eru ákærðir fyrir nokkrar alræmdar tölvuárásir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Meðal annars er um að ræða árás á dreifikerfi Úkraínu og að hafa gert tölvurárás á stjórnmálaflokk Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í aðdraganda forsetakosninganna 2017. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa dreift vírusnum NotPetya árið 2017. Sá vírus smitaði tölvur um allan heim og olli miklum skaða víða. NotPetya virkaði þannig að hann smitaði tölvur og læsti þeim. Eigendur þeirra fengu eingöngu skilaboð um að borgar lausnargjald í Bitcoin til að opna tölvurnar aftur. Bretar sökuðu Rússa um að hafa gert árásina en hún kom verulega niður á tölvukerfi sjúkrahúsa í landinu. Ofan á það eru mennirnir sakaðir um að hafa gert tölvuárásir sem komu niður á rannsókn yfirvalda í Bretlandi á eitrun fyrrverandi njósnarans rússneska, Sergei Skripal, og dóttur hans. Tilheyra umdeildri deild tölvuþrjóta Samkvæmt AP fréttaveitunni tilheyra mennirnir sex sömu herdeild og þeir menn sem Bandaríkjamenn hafa þegar sakað um tölvuárásir og aðrar aðgerðir í tengslum við afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Meðal annars er um að ræða tölvuárásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Mennirnir eru þó ekki ákærðir í tengslum við afskiptin. Frá blaðamannafundi í Dómsmálráðuneyti Bandaríkjanna í dag.AP/Andrew Harnik Minnst einn þeirra var ákærður árið 2018 í Rússarannsókn Robert Mueller, samkvæmt frétt Washington Post. Sá var sakaður um að reynt að brjótast inn í tölvukerfi tengd forsetakosningunum 2016. Í yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er haft eftir helsta saksóknara landsins í tengslum við þjóðaröryggismál að ekkert ríki hafi vopnvætt tölvuárásir betur en Rússland og útsendarar ríkisins hafi valdið miklum skaða. No country has weaponized its cyber capabilities as maliciously or irresponsibly as Russia, wantonly causing unprecedented damage to pursue small tactical advantages and to satisfy fits of spite. Assistant Attorney General Demers. pic.twitter.com/WlaWcGxgEg— Justice Department (@TheJusticeDept) October 19, 2020 Í yfirlýsingunni er einnig haft eftir einum af yfirmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að löggæslustofnunin hafi lengi varað við getu Rússa þegar komi að tölvuárásum. Þessar ákærur séu þó til marks um getu starfsmanna FBI til að fletta ofan af þeim.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira