„Fullkomlega út úr korti að koma og standa fyrir utan heimili fólks í tíma og ótíma“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2020 12:31 Ágústa Johnson hefur verið í heilsugeiranum hér á landi í áratugi. Ágústa Johnson er einn mesti frumkvöðull í heilsurækt á Íslandi. Hún var á leið í nám í arkitektúr þegar hún ákvað að skipta um takt og elta ástríðuna. Í hlaðvarpi Sölva Tryggvason fara Ágústa og Sölvi yfir langan og farsælan feril Ágústu, sem spannar áratugi. Hún segist í viðtalinu hafa orðið drullufúl yfir fréttum úr bók Björns Inga Hrafnssonar, þar sem ýjað var að dómgreindarbresti hennar vegna tengsla við eiginmann sinn, Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Maður er auðvitað alltaf að læra, en í fyrsta lagi fannst mér þetta ótrúlega leiðinlegt að það sé verið að blanda maka stjórnmálamanns inn í eitthvað svona. Ég er búinn að reka fyrirtæki í áratugi og í þessu tilfelli sendum við sem hópur, rekstraraðilar líkamsræktarstöðva, opið bréf á fjölmiðla sem var ekkert leyndarmál og fór til allra sem hlut eiga að máli. Að þetta sé síðan komið í fangið á mér sem einhver dómgreindarskortur fannst mér fáránlegt og leiðinlegt. Við vorum bara að óska eftir viðtali til að spyrja af hverju sundlaugar væru opnar, en líkamsræktarstöðvar ekki. En það sem ég var satt að segja bara drullufúl yfir er að núna stendur bara á netinu um ókomin ár: dómgreindarbrestur Ágústu Johnson, mér finnst það bara ekki sanngjarnt,“ segir Ágústa. Mótmælt fyrir utan heimilið „Mér fannst þetta breytast í hruninu og harkan jókst. Við fjölskyldan urðum þá til dæmis fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að það var staðið fyrir utan heimilið okkar og mótmælt. Það er eitt af því óskemmtilegra sem maður hefur upplifað. Að hafa fólk standandi fyrir utan heimilið þitt í langan tíma með andúð gagnvart þér og þínum er mun meira þrúgandi en maður getur ímyndað sér ef maður hefur ekki upplifað það. Þetta voru líklega tvær vikur sem þetta stóð yfir og það var stundum hringt á bjöllunni og spurt eftir Gulla [Guðlaugi Þór Þórðarsyni] og oft fóru börnin til dyra. Og húsið okkar var þannig að það eru gluggar á öllum hliðum og það var engin leið að reyna að blokkera þetta frá sér. Fólk gegnir þessum störfum að vera í stjórnmálum og verður að þola gagnrýni, en mér finnst fullkomlega út úr korti að koma og standa fyrir utan heimili fólks í tíma og ótíma.“ Ágústa hefur verið í rekstri í áratugi, en aldrei upplifað neitt í líkingu við árið í ár. „Þetta ár er heldur betur búið að vera öðruvísi en ég reiknaði með. Það hefur gengið vel síðustu ár og fyrirtækið búið að vera á uppleið og ég var búinn að bíta það í mig að árið 2020 yrði besta árið í sögu fyrirtækisins. En þetta er orðið versta ár sem ég hef upplifað síðan ég byrjaði í viðskiptum. Við þurftum að loka í tvo mánuði samfellt og núna aftur, þetta er auðvitað bara ömurlegt. Við erum að tapa milljónum á dag og þetta ár er í einu orði sagt bara farið í skrúfuna. En fyrirtækið stendur sterkt og við munum fara í gegnum þetta.” Reiknaði enginn með þessu Ágústa segist oft velta því fyrir sér hvort að sú vegferð sem farið hefur verið í aftur núna í haust sé sú rétta. „Í fyrri bylgjunni var samstaða og það vissi enginn hvað var framundan og þetta var bara svona, en síðan kemur seinni bylgjan og ég held að enginn hafi reiknað með þessu. Í mínum huga er mjög mikilvægt að fólk stundi heilsurækt og maður hefði haldið að það myndi kannski eitthvað telja, en sóttvarnaryfirvöld meta þetta svona. Ég velti því auðvitað fyrir mér hvort að þetta sé rétta leiðin og það verður athyglisvert að sjá það í framtíðinni hvernig við munum horfa á þetta tímabil. Ef þú horfir á stóru myndina þá getur þetta haft svo miklar afleiðingar. Það eru börn og unglingar að flosna upp úr skóla, þunglyndi eykst og þessar aðgerðir geta haft mikil áhrif á heilsu og líf fólks þó að það veikist ekki af Covid. Alls konar vanlíðan eykst og ég tala nú ekki um allt fólkið sem er búið að missa vinnuna, þannig að þegar við munum gera þetta upp mun eitthvað koma í ljós og ég get alveg sagt það að maður veltir því fyrir sér hvort það ætti ekki að vera breiðari nálgun á þetta og að ákvarðanir séu ekki bara teknar út frá sóttvarnarnálgun.” Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Ágústa Johnson er einn mesti frumkvöðull í heilsurækt á Íslandi. Hún var á leið í nám í arkitektúr þegar hún ákvað að skipta um takt og elta ástríðuna. Í hlaðvarpi Sölva Tryggvason fara Ágústa og Sölvi yfir langan og farsælan feril Ágústu, sem spannar áratugi. Hún segist í viðtalinu hafa orðið drullufúl yfir fréttum úr bók Björns Inga Hrafnssonar, þar sem ýjað var að dómgreindarbresti hennar vegna tengsla við eiginmann sinn, Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Maður er auðvitað alltaf að læra, en í fyrsta lagi fannst mér þetta ótrúlega leiðinlegt að það sé verið að blanda maka stjórnmálamanns inn í eitthvað svona. Ég er búinn að reka fyrirtæki í áratugi og í þessu tilfelli sendum við sem hópur, rekstraraðilar líkamsræktarstöðva, opið bréf á fjölmiðla sem var ekkert leyndarmál og fór til allra sem hlut eiga að máli. Að þetta sé síðan komið í fangið á mér sem einhver dómgreindarskortur fannst mér fáránlegt og leiðinlegt. Við vorum bara að óska eftir viðtali til að spyrja af hverju sundlaugar væru opnar, en líkamsræktarstöðvar ekki. En það sem ég var satt að segja bara drullufúl yfir er að núna stendur bara á netinu um ókomin ár: dómgreindarbrestur Ágústu Johnson, mér finnst það bara ekki sanngjarnt,“ segir Ágústa. Mótmælt fyrir utan heimilið „Mér fannst þetta breytast í hruninu og harkan jókst. Við fjölskyldan urðum þá til dæmis fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að það var staðið fyrir utan heimilið okkar og mótmælt. Það er eitt af því óskemmtilegra sem maður hefur upplifað. Að hafa fólk standandi fyrir utan heimilið þitt í langan tíma með andúð gagnvart þér og þínum er mun meira þrúgandi en maður getur ímyndað sér ef maður hefur ekki upplifað það. Þetta voru líklega tvær vikur sem þetta stóð yfir og það var stundum hringt á bjöllunni og spurt eftir Gulla [Guðlaugi Þór Þórðarsyni] og oft fóru börnin til dyra. Og húsið okkar var þannig að það eru gluggar á öllum hliðum og það var engin leið að reyna að blokkera þetta frá sér. Fólk gegnir þessum störfum að vera í stjórnmálum og verður að þola gagnrýni, en mér finnst fullkomlega út úr korti að koma og standa fyrir utan heimili fólks í tíma og ótíma.“ Ágústa hefur verið í rekstri í áratugi, en aldrei upplifað neitt í líkingu við árið í ár. „Þetta ár er heldur betur búið að vera öðruvísi en ég reiknaði með. Það hefur gengið vel síðustu ár og fyrirtækið búið að vera á uppleið og ég var búinn að bíta það í mig að árið 2020 yrði besta árið í sögu fyrirtækisins. En þetta er orðið versta ár sem ég hef upplifað síðan ég byrjaði í viðskiptum. Við þurftum að loka í tvo mánuði samfellt og núna aftur, þetta er auðvitað bara ömurlegt. Við erum að tapa milljónum á dag og þetta ár er í einu orði sagt bara farið í skrúfuna. En fyrirtækið stendur sterkt og við munum fara í gegnum þetta.” Reiknaði enginn með þessu Ágústa segist oft velta því fyrir sér hvort að sú vegferð sem farið hefur verið í aftur núna í haust sé sú rétta. „Í fyrri bylgjunni var samstaða og það vissi enginn hvað var framundan og þetta var bara svona, en síðan kemur seinni bylgjan og ég held að enginn hafi reiknað með þessu. Í mínum huga er mjög mikilvægt að fólk stundi heilsurækt og maður hefði haldið að það myndi kannski eitthvað telja, en sóttvarnaryfirvöld meta þetta svona. Ég velti því auðvitað fyrir mér hvort að þetta sé rétta leiðin og það verður athyglisvert að sjá það í framtíðinni hvernig við munum horfa á þetta tímabil. Ef þú horfir á stóru myndina þá getur þetta haft svo miklar afleiðingar. Það eru börn og unglingar að flosna upp úr skóla, þunglyndi eykst og þessar aðgerðir geta haft mikil áhrif á heilsu og líf fólks þó að það veikist ekki af Covid. Alls konar vanlíðan eykst og ég tala nú ekki um allt fólkið sem er búið að missa vinnuna, þannig að þegar við munum gera þetta upp mun eitthvað koma í ljós og ég get alveg sagt það að maður veltir því fyrir sér hvort það ætti ekki að vera breiðari nálgun á þetta og að ákvarðanir séu ekki bara teknar út frá sóttvarnarnálgun.”
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira