Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2020 22:30 Bóluefni gegn árlegri inflúensu er að verða uppurið á heilsugæslustöðvum landsins, rúmri viku eftir að bólusetningar hófust. Kallað er eftir skömmtum frá fyrirtækjum sem hyggjast bjóða starfsfólki upp á bólusetningar. Þá er búið að óska eftir fleiri skömmtum að utan og er svars að vænta í næstu viku. Um sjötíu þúsund skammtar af bóluefninu Vaxigrip Tetra voru pantaðir til landsins í ársbyrjun, þar af fóru um átján þúsund skammtar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Byrjað var að bólusetja fyrir rúmri viku og eru áhættuhópar í forgangi. „Það hefur verið mjög mikil aðsókn í bólusetningar og við erum mjög ánægð með að fólk vilji koma í bólusetningar, sem við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á. En núna, því miður, fór eftirspurnin fram úr öllum okkar áætlunum þannig að við erum að verða uppiskroppa á bóluefni,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ekki komið fyrir áður Hún segir að pantað hafi verið umtalsvert meira magn í ár en fyrri ár - en að pöntunin hafi verið gerð áður en kórónuveirufaraldurinn skall þegar ómögulegt var að vita hversu mikil eftirspurnin yrði. Allt kapp sé lagt á að fá fleiri skammta eins fljótt og auðið sé.„Við höfum ekki lent í þessu áður og það sýnir bara hvað fólk er meðvitað um heilsuna. Það vill gera vel og er jákvætt út í bólusetningar. Við munum að sjálfsögðu ekki láta það gerast aftur að verða uppiskroppa með bóluefni.“ Inflúensan sé sem betur fer ekki farin að gera vart við sig en að breytt hegðun fólks í heimsfaraldrinum gæti dregið úr líkum á inflúensusmitum. Sóttvarnir séu alltaf mikilvægar. Ákall til fyrirtækja „Inflúensan kemur yfirleitt ekki fyrr en upp úr áramótum svo við getum alveg verið róleg. Það er engin flensa komin,“ segir Sigríður. Hins vegar séu enn til skammtar hjá fyrirtækjum. „Það er yfirleitt ungt og frískt fólk sem verið er að bólusetja til að halda fyrirtækjunum gangandi en við myndum gjarnan vilja sjá þetta bóluefni hjá okkur til að geta bólusett forgangshópana.“ Bólusetningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Bóluefni gegn árlegri inflúensu er að verða uppurið á heilsugæslustöðvum landsins, rúmri viku eftir að bólusetningar hófust. Kallað er eftir skömmtum frá fyrirtækjum sem hyggjast bjóða starfsfólki upp á bólusetningar. Þá er búið að óska eftir fleiri skömmtum að utan og er svars að vænta í næstu viku. Um sjötíu þúsund skammtar af bóluefninu Vaxigrip Tetra voru pantaðir til landsins í ársbyrjun, þar af fóru um átján þúsund skammtar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Byrjað var að bólusetja fyrir rúmri viku og eru áhættuhópar í forgangi. „Það hefur verið mjög mikil aðsókn í bólusetningar og við erum mjög ánægð með að fólk vilji koma í bólusetningar, sem við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á. En núna, því miður, fór eftirspurnin fram úr öllum okkar áætlunum þannig að við erum að verða uppiskroppa á bóluefni,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ekki komið fyrir áður Hún segir að pantað hafi verið umtalsvert meira magn í ár en fyrri ár - en að pöntunin hafi verið gerð áður en kórónuveirufaraldurinn skall þegar ómögulegt var að vita hversu mikil eftirspurnin yrði. Allt kapp sé lagt á að fá fleiri skammta eins fljótt og auðið sé.„Við höfum ekki lent í þessu áður og það sýnir bara hvað fólk er meðvitað um heilsuna. Það vill gera vel og er jákvætt út í bólusetningar. Við munum að sjálfsögðu ekki láta það gerast aftur að verða uppiskroppa með bóluefni.“ Inflúensan sé sem betur fer ekki farin að gera vart við sig en að breytt hegðun fólks í heimsfaraldrinum gæti dregið úr líkum á inflúensusmitum. Sóttvarnir séu alltaf mikilvægar. Ákall til fyrirtækja „Inflúensan kemur yfirleitt ekki fyrr en upp úr áramótum svo við getum alveg verið róleg. Það er engin flensa komin,“ segir Sigríður. Hins vegar séu enn til skammtar hjá fyrirtækjum. „Það er yfirleitt ungt og frískt fólk sem verið er að bólusetja til að halda fyrirtækjunum gangandi en við myndum gjarnan vilja sjá þetta bóluefni hjá okkur til að geta bólusett forgangshópana.“
Bólusetningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira