Margar grímur Félags atvinnurekenda Ingvar Smári Birgisson skrifar 21. október 2020 20:07 Þegar ég las umsögn Félags atvinnurekenda við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra að breytingum á áfengislögum brá mér í brún. Félag atvinnurekenda lýsti yfir áhyggjum af skorti á ítarlegri greiningu á áhrifum frumvarpsins á rekstur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Komst félagið svo að orði að ríkiseinokunarverslunin hefði „engin úrræði“ til að bregðast við samkeppni netverslana, yrði frumvarpið að lögum. Með öðrum orðum hefur Félag atvinnurekenda áhyggjur af því að rekstur ríkiseinokunarverslunar muni laskast. Þetta hefði verið forsíðufrétt í einhverjum löndum! En svona geta grímur Félags atvinnurekenda verið margar. Einn daginn ber félagið gunnfána frelsis og þann næsta hefur félagið áhyggjur af afdrifum ríkiseinokunarverslunar. Sem dæmi um hið fyrrnefnda má nefna þau tilvik þegar Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna innflutningsfyrirtækja á matvælum. Félagið hefur lengi vel barist gegn tollum á innfluttum matvælum og tekið margan slaginn við Bændasamtök Íslands og landbúnaðarráðherra. Félagið beitir fyrir sig hagsmunum neytenda í þessari baráttu og skeytir lítið um hagsmuni bænda, en þeir eru einmitt atvinnurekendur sem greiða ekki í sjóði Félags atvinnurekenda. Því er básúnað af hálfu félagsins að auka megi úrval og lækka verð, neytendum til hagsbóta, með minni ríkisafskiptum og niðurfellingu tolla af landbúnaðarvörum. Félag atvinnurekenda, ekki neytenda Já - með þessum hætti getur málflutningur félagsins verið fyrir hádegi. En eftir hádegi kann að vera allt annar hljómur í félaginu. Meðal félagsmanna í Félagi atvinnurekenda eru einnig stærstu áfengisframleiðendur landsins sem og áfengisinnflytjendur. Nær allir minni áfengisframleiðendur standa utan samtakanna og eru t.d. í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Félag atvinnurekenda hefur í yfir áratug staðið gegn öllum frumvörpum á Alþingi sem hafa haft það að markmiði að færa fyrirkomulag á sölu áfengis í frjálsræðisátt. Þetta er engin tilviljun og hafa samtökin hafa beitt ýmsum rökum fyrir sig í þeim efnum. Alveg sama hvers konar áfengisfrumvarp lítur dagsins ljós, þá telja samtökin alltaf nauðsynlegt að „heildstætt mat“ fari fram og engu megi breyta án þess að fallist sé á allar tillögur félagsins. Breyta þarf álagningu áfengisgjalds, reglum um áfengisauglýsingar og jafnvel auka eftirlit hins opinbera eftir atvikum svo eitthvað sé nefnt. Augljóslega er um fyrirslátt að ræða, enda veit félagið að það er fullkomlega óraunhæft fyrir nokkurn þingmann að keyra í gegnum Alþingi allar tillögur félagsins. Grímulaus hagsmunabarátta Athygli vekur að í þessu máli virðist engu skipta fyrir félagið að frumvarp dómsmálaráðherra leiðir til aukins úrvals og lægri verða fyrir neytendur. Slíkt hið sama skiptir þó félagið miklu máli þegar rætt er um innflutning á matvælum. Það fer ekki á milli mála í hvaða erindagjörðum Félag atvinnurekenda er, enda fara allar viðvörunarbjöllur í gang þegar fyrirtæki með milljarðaveltu beita hagsmunasamtökum fyrir sig í þeim tilgangi að festa í sessi ríkiseinokunarkerfi. Í umsagnargerð félagsins réðu hagsmunir neytenda ekki för, heldur hagsmunir félagsmanna, og félagsmenn eru ekki spenntir fyrir því að semja um verð og hillupláss við Bónus og Krónuna. Náðarfaðmur Ríkisins er þægilegur, hilluplássið aðgengilegt fyrir stærstu áfengisframleiðendurna og óþægilegt er að laga sig að breyttum aðstæðum. Þetta kallast á mínu heimili grímulaus hagsmunabarátta. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Ingvar Smári Birgisson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég las umsögn Félags atvinnurekenda við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra að breytingum á áfengislögum brá mér í brún. Félag atvinnurekenda lýsti yfir áhyggjum af skorti á ítarlegri greiningu á áhrifum frumvarpsins á rekstur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Komst félagið svo að orði að ríkiseinokunarverslunin hefði „engin úrræði“ til að bregðast við samkeppni netverslana, yrði frumvarpið að lögum. Með öðrum orðum hefur Félag atvinnurekenda áhyggjur af því að rekstur ríkiseinokunarverslunar muni laskast. Þetta hefði verið forsíðufrétt í einhverjum löndum! En svona geta grímur Félags atvinnurekenda verið margar. Einn daginn ber félagið gunnfána frelsis og þann næsta hefur félagið áhyggjur af afdrifum ríkiseinokunarverslunar. Sem dæmi um hið fyrrnefnda má nefna þau tilvik þegar Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna innflutningsfyrirtækja á matvælum. Félagið hefur lengi vel barist gegn tollum á innfluttum matvælum og tekið margan slaginn við Bændasamtök Íslands og landbúnaðarráðherra. Félagið beitir fyrir sig hagsmunum neytenda í þessari baráttu og skeytir lítið um hagsmuni bænda, en þeir eru einmitt atvinnurekendur sem greiða ekki í sjóði Félags atvinnurekenda. Því er básúnað af hálfu félagsins að auka megi úrval og lækka verð, neytendum til hagsbóta, með minni ríkisafskiptum og niðurfellingu tolla af landbúnaðarvörum. Félag atvinnurekenda, ekki neytenda Já - með þessum hætti getur málflutningur félagsins verið fyrir hádegi. En eftir hádegi kann að vera allt annar hljómur í félaginu. Meðal félagsmanna í Félagi atvinnurekenda eru einnig stærstu áfengisframleiðendur landsins sem og áfengisinnflytjendur. Nær allir minni áfengisframleiðendur standa utan samtakanna og eru t.d. í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Félag atvinnurekenda hefur í yfir áratug staðið gegn öllum frumvörpum á Alþingi sem hafa haft það að markmiði að færa fyrirkomulag á sölu áfengis í frjálsræðisátt. Þetta er engin tilviljun og hafa samtökin hafa beitt ýmsum rökum fyrir sig í þeim efnum. Alveg sama hvers konar áfengisfrumvarp lítur dagsins ljós, þá telja samtökin alltaf nauðsynlegt að „heildstætt mat“ fari fram og engu megi breyta án þess að fallist sé á allar tillögur félagsins. Breyta þarf álagningu áfengisgjalds, reglum um áfengisauglýsingar og jafnvel auka eftirlit hins opinbera eftir atvikum svo eitthvað sé nefnt. Augljóslega er um fyrirslátt að ræða, enda veit félagið að það er fullkomlega óraunhæft fyrir nokkurn þingmann að keyra í gegnum Alþingi allar tillögur félagsins. Grímulaus hagsmunabarátta Athygli vekur að í þessu máli virðist engu skipta fyrir félagið að frumvarp dómsmálaráðherra leiðir til aukins úrvals og lægri verða fyrir neytendur. Slíkt hið sama skiptir þó félagið miklu máli þegar rætt er um innflutning á matvælum. Það fer ekki á milli mála í hvaða erindagjörðum Félag atvinnurekenda er, enda fara allar viðvörunarbjöllur í gang þegar fyrirtæki með milljarðaveltu beita hagsmunasamtökum fyrir sig í þeim tilgangi að festa í sessi ríkiseinokunarkerfi. Í umsagnargerð félagsins réðu hagsmunir neytenda ekki för, heldur hagsmunir félagsmanna, og félagsmenn eru ekki spenntir fyrir því að semja um verð og hillupláss við Bónus og Krónuna. Náðarfaðmur Ríkisins er þægilegur, hilluplássið aðgengilegt fyrir stærstu áfengisframleiðendurna og óþægilegt er að laga sig að breyttum aðstæðum. Þetta kallast á mínu heimili grímulaus hagsmunabarátta. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar