Páfinn lýsir yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2020 22:02 Frans páfi í Vatíkaninu í dag. AP/Gregorio Borgia Frans páfi er fyrsti páfinn til að lýsa yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para. Það gerði hann í ummælum í heimildarmynd sem frumsýnd var í dag en talin er hafa verið tekin upp í fyrra. Heimildarmyndin Francesco var sýnt á kvikmyndahátíð Róm og inniheldur hún nokkur viðtöl við páfann þar sem hann ræðir þau málefni sem á honum brenna. Þar á meðal eru umhverfismál, fátækt, fólksflutningar, kynþáttamisrétti og fátækt, svo eitthvað sé nefnt. „Samkynhneigt fólk á rétt á því að vera í fjölskyldu. Þau eru börn guðs,“ sagði Frans í einu viðtalinu. „Þú getur ekki sparkað einhverjum úr fjölskyldu, eða gert líf þeirra óbærileg vegna þessa. Það sem við þurfum að hafa er löggild sambúð. Þannig eru þau varin í lögum.“ Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði Frans lýst yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para þegar hann var biskup í Argentínu en hann hefur þó aldrei gert það áður sem páfi. Það hafi engin páfi gert áður. Í frétt AP segir einnig að umhverfi páfans í viðtalinu sé eins og umhverfi í öðru viðtali sem hann var í hjá Televisa í Mexíkó í fyrra. Talið sé að umrætt viðtal hafi verið tekið upp þá. Fréttaveitan segir að margir hafi tekið ummælunum fagnandi en þó ekki allir. Thomas Tobin, biskup í Rhode Island í Bandaríkjunum, kallaði til að mynda eftir því að Frans útskýrði ummælin frekar. „Yfirlýsing páfans er greinilega í trássi við langvarandi afstöðu kirkjunnar um sambönd samkynja aðila,“ sagði hann í yfirlýsingu. „Kirkjan getur ekki lagt blessun sína yfir sambönd sem eru í eðli sínu ósiðleg.“ Samkvæmt kaþólsku kirkjunni eru samkynhneigðar tilhneigingar ekki syndir en það að sænga hjá samkynja aðila er synd. Kirkjan segir að koma eigi fram við samkynhneigt fólk af virðingu en ekki styðja lögleiðingu hjónabanda samkynja para. Trúmál Mannréttindi Páfagarður Hinsegin Tengdar fréttir Kardinála í Páfagarði gert að segja af sér Háttsettur embættismaður í Páfagarði sagði óvænt af sér í dag vegna ásakana um að hann hafi gefið bróður sínum fé frá kaþólsku kirkjunni. 25. september 2020 14:07 Hafnar því að hægt verði að vígja gifta menn í Amasón til prests Frans páfi hefur hafnað því að hægt verði að vígja gifta karlmenn til prests í Amasón-svæðinu til að bregðast við skorti á kaþólskum prestum á svæðinu. 12. febrúar 2020 11:36 Páfinn biðst afsökunar á að hafa slegið á hönd konu Frans páfi hefur beðist afsökunar á að hafa slegið í hönd konu þar sem hún reyndi að toga hann til sín á Péturstorginu í Páfagarði á gamlársdag. 2. janúar 2020 08:39 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Frans páfi er fyrsti páfinn til að lýsa yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para. Það gerði hann í ummælum í heimildarmynd sem frumsýnd var í dag en talin er hafa verið tekin upp í fyrra. Heimildarmyndin Francesco var sýnt á kvikmyndahátíð Róm og inniheldur hún nokkur viðtöl við páfann þar sem hann ræðir þau málefni sem á honum brenna. Þar á meðal eru umhverfismál, fátækt, fólksflutningar, kynþáttamisrétti og fátækt, svo eitthvað sé nefnt. „Samkynhneigt fólk á rétt á því að vera í fjölskyldu. Þau eru börn guðs,“ sagði Frans í einu viðtalinu. „Þú getur ekki sparkað einhverjum úr fjölskyldu, eða gert líf þeirra óbærileg vegna þessa. Það sem við þurfum að hafa er löggild sambúð. Þannig eru þau varin í lögum.“ Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði Frans lýst yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para þegar hann var biskup í Argentínu en hann hefur þó aldrei gert það áður sem páfi. Það hafi engin páfi gert áður. Í frétt AP segir einnig að umhverfi páfans í viðtalinu sé eins og umhverfi í öðru viðtali sem hann var í hjá Televisa í Mexíkó í fyrra. Talið sé að umrætt viðtal hafi verið tekið upp þá. Fréttaveitan segir að margir hafi tekið ummælunum fagnandi en þó ekki allir. Thomas Tobin, biskup í Rhode Island í Bandaríkjunum, kallaði til að mynda eftir því að Frans útskýrði ummælin frekar. „Yfirlýsing páfans er greinilega í trássi við langvarandi afstöðu kirkjunnar um sambönd samkynja aðila,“ sagði hann í yfirlýsingu. „Kirkjan getur ekki lagt blessun sína yfir sambönd sem eru í eðli sínu ósiðleg.“ Samkvæmt kaþólsku kirkjunni eru samkynhneigðar tilhneigingar ekki syndir en það að sænga hjá samkynja aðila er synd. Kirkjan segir að koma eigi fram við samkynhneigt fólk af virðingu en ekki styðja lögleiðingu hjónabanda samkynja para.
Trúmál Mannréttindi Páfagarður Hinsegin Tengdar fréttir Kardinála í Páfagarði gert að segja af sér Háttsettur embættismaður í Páfagarði sagði óvænt af sér í dag vegna ásakana um að hann hafi gefið bróður sínum fé frá kaþólsku kirkjunni. 25. september 2020 14:07 Hafnar því að hægt verði að vígja gifta menn í Amasón til prests Frans páfi hefur hafnað því að hægt verði að vígja gifta karlmenn til prests í Amasón-svæðinu til að bregðast við skorti á kaþólskum prestum á svæðinu. 12. febrúar 2020 11:36 Páfinn biðst afsökunar á að hafa slegið á hönd konu Frans páfi hefur beðist afsökunar á að hafa slegið í hönd konu þar sem hún reyndi að toga hann til sín á Péturstorginu í Páfagarði á gamlársdag. 2. janúar 2020 08:39 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Kardinála í Páfagarði gert að segja af sér Háttsettur embættismaður í Páfagarði sagði óvænt af sér í dag vegna ásakana um að hann hafi gefið bróður sínum fé frá kaþólsku kirkjunni. 25. september 2020 14:07
Hafnar því að hægt verði að vígja gifta menn í Amasón til prests Frans páfi hefur hafnað því að hægt verði að vígja gifta karlmenn til prests í Amasón-svæðinu til að bregðast við skorti á kaþólskum prestum á svæðinu. 12. febrúar 2020 11:36
Páfinn biðst afsökunar á að hafa slegið á hönd konu Frans páfi hefur beðist afsökunar á að hafa slegið í hönd konu þar sem hún reyndi að toga hann til sín á Péturstorginu í Páfagarði á gamlársdag. 2. janúar 2020 08:39