Obama líkti Trump við brjálaðan frænda Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 22. október 2020 07:40 Obama á kosningafundinum í Pennsylvaníu í gær. Getty/Michael M. Santiago Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna kom fram á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær þar sem hann fór hörðum orðum um eftirmann sinn í Hvíta húsinu, Donald Trump. Obama líkti Trump við brjálaðan frænda og sagði hann aðstoða kynþáttahatara. Á sama tíma var Trump með fjöldafund í Norður-Karólínu. Þar hæddist hann að forsetanum fyrrverandi og sagði hann hafa spáð rangt fyrir um úrslit kosninganna 2016. Þá segja Repúblikanar að þátttaka Obama í baráttunni sé merki um óöryggi þeirra og að Joe Biden frambjóðandi Demókrata sé of heilsuveill til að taka þátt af fullum krafti. Því þurfi hann aðstoð Obama. Í ræðu sinni á kosningafundinum í Pennsylvaníu gagnrýndi Obama viðbrögð Trumps við kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði forsetann svo sannarlega ekki geta verndað þjóðina; hann gæti ekki einu sinni verndað sjálfan sig en eins og frægt er orðið smitaðist Trump af veirunni fyrr í haust. watch on YouTube Obama sagði að ef Biden myndi vinna þá yrði Bandaríkjaforseti ekki lengur einhver sem hótaði fólki fangelsisvist ef það styddi ekki forsetann. „Þetta er ekki eðlileg hegðun hjá forseta,“ sagði Obama og bætti við að kjósendur myndu ekki sætta sig við svona hegðun frá einhverjum í fjölskyldunni sinni „[…] nema kannski frá brjáluðum frænda einhvers staðar.“ Mikill hiti er nú að færast í kosningabaráttuna enda eru aðeins þrettán dagar til kjördags. Samkvæmt könnunum á Trump á brattann að sækja og er Joe Biden mótframbjóðandi hans með gott forskot á landsvísu. Munurinn er þó miklu minni í þeim ríkjum sem talið er að gætu fallið á hvorn veginn sem er. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur aldrei verið eins lífleg og nú og þegar hafa 42 milljónir manna greitt atkvæði í kosningunum. Seinni kappræður þeirra Trumps og Bidens fara fram í nótt. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna kom fram á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær þar sem hann fór hörðum orðum um eftirmann sinn í Hvíta húsinu, Donald Trump. Obama líkti Trump við brjálaðan frænda og sagði hann aðstoða kynþáttahatara. Á sama tíma var Trump með fjöldafund í Norður-Karólínu. Þar hæddist hann að forsetanum fyrrverandi og sagði hann hafa spáð rangt fyrir um úrslit kosninganna 2016. Þá segja Repúblikanar að þátttaka Obama í baráttunni sé merki um óöryggi þeirra og að Joe Biden frambjóðandi Demókrata sé of heilsuveill til að taka þátt af fullum krafti. Því þurfi hann aðstoð Obama. Í ræðu sinni á kosningafundinum í Pennsylvaníu gagnrýndi Obama viðbrögð Trumps við kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði forsetann svo sannarlega ekki geta verndað þjóðina; hann gæti ekki einu sinni verndað sjálfan sig en eins og frægt er orðið smitaðist Trump af veirunni fyrr í haust. watch on YouTube Obama sagði að ef Biden myndi vinna þá yrði Bandaríkjaforseti ekki lengur einhver sem hótaði fólki fangelsisvist ef það styddi ekki forsetann. „Þetta er ekki eðlileg hegðun hjá forseta,“ sagði Obama og bætti við að kjósendur myndu ekki sætta sig við svona hegðun frá einhverjum í fjölskyldunni sinni „[…] nema kannski frá brjáluðum frænda einhvers staðar.“ Mikill hiti er nú að færast í kosningabaráttuna enda eru aðeins þrettán dagar til kjördags. Samkvæmt könnunum á Trump á brattann að sækja og er Joe Biden mótframbjóðandi hans með gott forskot á landsvísu. Munurinn er þó miklu minni í þeim ríkjum sem talið er að gætu fallið á hvorn veginn sem er. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur aldrei verið eins lífleg og nú og þegar hafa 42 milljónir manna greitt atkvæði í kosningunum. Seinni kappræður þeirra Trumps og Bidens fara fram í nótt.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira