Svíar fella úr gildi sérstök Covid-tilmæli fyrir sjötíu ára og eldri Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2020 07:53 Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð segja einangrun eldra fólks hafa haft miklar andlegar og líklamlegar afleiðingar í för með sér. Getty Sænsk stjórnvöld hafa afnumið þau tilmæli um takmarkanir sem hafa beinst sérstaklega að fólki sjötíu ára og eldri. Lýðheilsustofnun landsins segir ástæðuna vera að smittíðnin í þessum hópi sé hlutfallslega lítil og á sama tíma sé óttast að einangrunin hafi alvarlegar andlegar og líkamlegar afleiðingar í för með sér. „Allir í Svíþjóð muni bera sömu ábyrgð að vernda sjálfa sig og aðra,“ sagði félagsmálaráðherrann Lena Hallengren á fréttamannafundi í morgun. Hallengren lagði áherslu á að hættan á að fólk eldri en sjötíu smitist af veirunni séu ekki minni nú en áður en tilmælin fyrir þann aldurshóp voru í gildi. Frá upphafi faraldursins hafa sérstök tilmæli verið í gildi fyrir elsta aldurshópinn í Svíþjóð – tilmæli sem ganga út á að forðast líkamleg samskipti, sleppa því að nota almenningssamgöngur, að versla í búðum líkt og apótekum eða matvöruverslunum eða þá vera á öðrum stöðum þar sem fólk kemur saman. Johan Carlson hjá Lýðheilsustofnun Svíþjóðar segir að tekið hafi verið eftir því að dregið hafi úr álaginu á heilbrigðiskerfið þar sem elsti aldurshópurinn hafi verið samviskusamur og farið eftir tillmælunum. „Það er þó ekki hægt að láta þá í áhættuhópi bera svo mikla ábyrgð til lengdar. Sérstklega þegar við sjáum þær miklu andlegu og líkamlegu afleiðingar sem einangrunin hefur í för með sér,“ segir Carlson. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Sænsk stjórnvöld hafa afnumið þau tilmæli um takmarkanir sem hafa beinst sérstaklega að fólki sjötíu ára og eldri. Lýðheilsustofnun landsins segir ástæðuna vera að smittíðnin í þessum hópi sé hlutfallslega lítil og á sama tíma sé óttast að einangrunin hafi alvarlegar andlegar og líkamlegar afleiðingar í för með sér. „Allir í Svíþjóð muni bera sömu ábyrgð að vernda sjálfa sig og aðra,“ sagði félagsmálaráðherrann Lena Hallengren á fréttamannafundi í morgun. Hallengren lagði áherslu á að hættan á að fólk eldri en sjötíu smitist af veirunni séu ekki minni nú en áður en tilmælin fyrir þann aldurshóp voru í gildi. Frá upphafi faraldursins hafa sérstök tilmæli verið í gildi fyrir elsta aldurshópinn í Svíþjóð – tilmæli sem ganga út á að forðast líkamleg samskipti, sleppa því að nota almenningssamgöngur, að versla í búðum líkt og apótekum eða matvöruverslunum eða þá vera á öðrum stöðum þar sem fólk kemur saman. Johan Carlson hjá Lýðheilsustofnun Svíþjóðar segir að tekið hafi verið eftir því að dregið hafi úr álaginu á heilbrigðiskerfið þar sem elsti aldurshópurinn hafi verið samviskusamur og farið eftir tillmælunum. „Það er þó ekki hægt að láta þá í áhættuhópi bera svo mikla ábyrgð til lengdar. Sérstklega þegar við sjáum þær miklu andlegu og líkamlegu afleiðingar sem einangrunin hefur í för með sér,“ segir Carlson.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira