Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 12:01 Lars Lagerbäck var afar vinsæll sem landsliðsþjálfari Íslands enda árangurinn afskaplega góður. VÍSIR/GETTY Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. Norska blaðið Verdens Gang sagði frá rifrildinu í gær en það átti sér stað í kjölfar þess að Noregur féll úr leik í EM-umspilinu, með 2-1 tapi gegn Serbíu. Sörloth mun hafa gagnrýnt leikstíl Noregs og það hvernig Lagerbäck og aðstoðarþjálfarinn Per Joar Hansen hefðu lagt leikinn upp, á miklum hitafundi með þjálfurunum og öllum leikmannahópnum. Lagerbäck hefur nú svarað fyrir sig: „Ég get vel þolað það að menn séu ósammála um ákveðna faglega þætti í fótboltanum. Alexander var hins vegar með ásakanir sem sneru ekki að leikstíl okkar, heldur að því að við Per Joar Hansen værum vanhæfir sem þjálfarar bæði hvað leiðtoga- og fótboltafærni varðaði.“ Oft rætt málin við leikmenn en aldrei svona Lagerbäck hefur þjálfað landslið Svíþjóðar, Nígeríu, Íslands og nú Noregs og alls stýrt landsliðum á átta stórmótum á ferlinum. Hann kveðst oft hafa rætt málin við leikmenn en aldrei með þeim hætti sem þeir Sörloth gerðu. Alexander Sörloth gekk allt of langt að mati Lars Lagerbäck.Getty „Eftir 30 ár í alþjóðlegum fótbolta hef ég aldrei áður upplifað það að leikmaður fari yfir strikið með þessum hætti. Ég hef átt fjölmargar samræður við leikmenn um fótbolta en þær hafa byggt á staðreyndum og snúist um fótbolta. Þær hafa aldrei verið neitt í líkingu við þetta,“ sagði Lagerbäck. Sér eftir athugasemdinni um Kýpurleik Svíinn viðurkennir þó að hafa gert mistök með því að bauna því á Sörloth að hann ætti ekki að tjá sig mikið eftir mistökin sem hann gerði í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum. Sörloth klúðraði þá algjöru dauðafæri fyrir opnu marki. „Í lokin á fundinum ákváðum við þjálfararnir að yfirgefa herbergið og leyfa leikmönnum að ræða um hvernig við ættum að haga framtíðinni. Þegar við vorum að labba út missti ég því miður þolinmæðina. Þá tjáði ég mig um Kýpur og sagði: „Þú varst ekki svona sjálfumglaður fyrir tveimur árum á Kýpur.“ Ég sé eftir þessu orðavali, sem kom eftir langar og heitar umræður. Þetta var tilraun til að fá Alexander til að skilja að hann þarf að hugsa um hvernig liðið virkar. Fyrir mér snýst þetta um að skapa góða frammistöðumenningu.“ EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. Norska blaðið Verdens Gang sagði frá rifrildinu í gær en það átti sér stað í kjölfar þess að Noregur féll úr leik í EM-umspilinu, með 2-1 tapi gegn Serbíu. Sörloth mun hafa gagnrýnt leikstíl Noregs og það hvernig Lagerbäck og aðstoðarþjálfarinn Per Joar Hansen hefðu lagt leikinn upp, á miklum hitafundi með þjálfurunum og öllum leikmannahópnum. Lagerbäck hefur nú svarað fyrir sig: „Ég get vel þolað það að menn séu ósammála um ákveðna faglega þætti í fótboltanum. Alexander var hins vegar með ásakanir sem sneru ekki að leikstíl okkar, heldur að því að við Per Joar Hansen værum vanhæfir sem þjálfarar bæði hvað leiðtoga- og fótboltafærni varðaði.“ Oft rætt málin við leikmenn en aldrei svona Lagerbäck hefur þjálfað landslið Svíþjóðar, Nígeríu, Íslands og nú Noregs og alls stýrt landsliðum á átta stórmótum á ferlinum. Hann kveðst oft hafa rætt málin við leikmenn en aldrei með þeim hætti sem þeir Sörloth gerðu. Alexander Sörloth gekk allt of langt að mati Lars Lagerbäck.Getty „Eftir 30 ár í alþjóðlegum fótbolta hef ég aldrei áður upplifað það að leikmaður fari yfir strikið með þessum hætti. Ég hef átt fjölmargar samræður við leikmenn um fótbolta en þær hafa byggt á staðreyndum og snúist um fótbolta. Þær hafa aldrei verið neitt í líkingu við þetta,“ sagði Lagerbäck. Sér eftir athugasemdinni um Kýpurleik Svíinn viðurkennir þó að hafa gert mistök með því að bauna því á Sörloth að hann ætti ekki að tjá sig mikið eftir mistökin sem hann gerði í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum. Sörloth klúðraði þá algjöru dauðafæri fyrir opnu marki. „Í lokin á fundinum ákváðum við þjálfararnir að yfirgefa herbergið og leyfa leikmönnum að ræða um hvernig við ættum að haga framtíðinni. Þegar við vorum að labba út missti ég því miður þolinmæðina. Þá tjáði ég mig um Kýpur og sagði: „Þú varst ekki svona sjálfumglaður fyrir tveimur árum á Kýpur.“ Ég sé eftir þessu orðavali, sem kom eftir langar og heitar umræður. Þetta var tilraun til að fá Alexander til að skilja að hann þarf að hugsa um hvernig liðið virkar. Fyrir mér snýst þetta um að skapa góða frammistöðumenningu.“
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira