Klopp hrósar Rashford í hástert: Er stoltur af honum Arnar Geir Halldórsson skrifar 24. október 2020 10:30 Rashford leiddi Man Utd til sigurs í París í vikunni. vísir/Getty Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. Rashford ólst sjálfur upp við fátækt í Wythenshawe hverfinu í Manchester borg en er í dag ein skærasta stjarna Manchester United með öllum þeim fríðindum sem því fylgja. Þessi 22 ára gamli kappi hefur barist fyrir því að börn sem minna mega sín búi ekki við sult og gagnrýnt bresk stjórnvöld harðlega. Rashford barst hrós úr óvæntri átt þegar Jurgen Klopp, stjóri erkifjendanna í Liverpool, gerði baráttu Rashford að umtalsefni á blaðamannafundi í gær. „Það sem Marcus hefur gert er algjörlega ótrúlegt og mjög fallegt. Þrátt fyrir allan þennan ríg á milli félaganna og þess háttar þá eru allir fótboltamenn og allar manneskjur sameinaðar í svona baráttu,“ segir Klopp. „Það er mjög fallegt að sjá á svona tímum þegar fólkið sem stjórnar þessum málum er augljóslega að bregðast og sýnir enga leiðtogahæfni að strákur sem ólst upp við erfiðar aðstæður, en hefur augljóslega stórkostlega hæfileika, gleymir ekki hvaðan hann kemur.“ „Það er að vissu leyti synd að það hann skuli þurfa að gera það en það er frábært engu að síður. Ég vona að móðir hans sé stolt af honum. Ég þekki hann ekki en er samt stoltur af honum. Hann á allt hrósið skilið en ég er viss um að hann er ekki að sækjast eftir því að fá hrós fyrir þetta framtak,“ segir Klopp. Bretland Enski boltinn Tengdar fréttir Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. Rashford ólst sjálfur upp við fátækt í Wythenshawe hverfinu í Manchester borg en er í dag ein skærasta stjarna Manchester United með öllum þeim fríðindum sem því fylgja. Þessi 22 ára gamli kappi hefur barist fyrir því að börn sem minna mega sín búi ekki við sult og gagnrýnt bresk stjórnvöld harðlega. Rashford barst hrós úr óvæntri átt þegar Jurgen Klopp, stjóri erkifjendanna í Liverpool, gerði baráttu Rashford að umtalsefni á blaðamannafundi í gær. „Það sem Marcus hefur gert er algjörlega ótrúlegt og mjög fallegt. Þrátt fyrir allan þennan ríg á milli félaganna og þess háttar þá eru allir fótboltamenn og allar manneskjur sameinaðar í svona baráttu,“ segir Klopp. „Það er mjög fallegt að sjá á svona tímum þegar fólkið sem stjórnar þessum málum er augljóslega að bregðast og sýnir enga leiðtogahæfni að strákur sem ólst upp við erfiðar aðstæður, en hefur augljóslega stórkostlega hæfileika, gleymir ekki hvaðan hann kemur.“ „Það er að vissu leyti synd að það hann skuli þurfa að gera það en það er frábært engu að síður. Ég vona að móðir hans sé stolt af honum. Ég þekki hann ekki en er samt stoltur af honum. Hann á allt hrósið skilið en ég er viss um að hann er ekki að sækjast eftir því að fá hrós fyrir þetta framtak,“ segir Klopp.
Bretland Enski boltinn Tengdar fréttir Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31