Skuldar lögreglan þér bætur? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 24. október 2020 20:16 Snarrótin aðstoðar nú einstaklinga sem hafa að ósekju verið þolendur þvingunarúrræða lögreglu við að leita réttar síns. Í sakamálalögunum er að finna ákvæði sem heimila lögreglu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að beita borgarana þvingunum. Um er að ræða þvingunarráðstafanir á borð við handtöku, líkamsleit, húsleit, líkamsrannsókn, fangelsun, gæsluvarðhald, eigur teknar og færðar í vörslur lögreglu, símhlustun, kyrrsetning eigna og fleira. Þessar þvingunarráðstafanir eru í eðli sínu taldar fela í sér brot á mikilvægum mannréttindum fólks, s.s. brot á friðhelgi einkalífs, persónufrelsi og eignarétti. Af þeim sökum hefur löggjafinn mælt fyrir um það að hver sá sem er beittur slíkum þvingunarúrræðum skuli alla jafna eiga rétt á skaðabótum, þ.e. hafi mál hans ekki endað með refsingu. Hér á landi virðast mjög fáir meðvitaðir um þennan rétt sinn til bóta og hvernig þeir eigi yfirhöfuð að sækja hann. Sem er ekki furða þar sem slíkt reynist jafnvel lögmönnum flókið og tímafrekt. Þetta er ólíkt því sem gerist í löndum okkur nærri þar sem þessi réttur til skaðabóta er mun skýrari. Víða eru jafnvel gefnar út reglur sem innihalda nákvæma fjárhæð fyrir hverja tegund þvingunar og mun auðveldara er fyrir borgarana að sækja bæturnar. Það sem verra er þá virðist almenningur og raunar lögreglan sjálf einnig illa að sér í reglunum er varðar þvingunarráðstafanirnar sjálfar. Það sjáum við af þeim fjölda frásagna sem okkur hafa borist og þeim málum sem við höfum nú þegar sótt er tengjast leit lögreglunnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Sem dæmi þá virðist lögreglan fara mjög frjálslega með líkamsleitarheimild sakamálalaga og oft leita á fólki að því óspurðu, fyrir litlar sem engar sakir. Það dugar ekki að einstaka lögregluþjóni þyki einhver „grunsamlegur“ eða líklegri en aðrir til að vera með t.d. ólögleg vímuefni í fórum sér, heldur þarf að vera til staðar rökstuddur grunur þess efnis (auk annarra skilyrða). Séu skilyrðin uppfyllt þá þarf lögreglan alltaf líka að fá ótvírætt leyfi frá einstaklingnum sem hún vill leita á. Fái hún ekki leyfi þá þarf hún að sækja leyfi til dómara (dómsúrskurður). Hérna dugar hvorki þegjandi né þvingað samþykki. Í ljósi alls ofangreinds viljum við í Snarrótinni leggja okkar af mörkum og aðstoða fólk við að sækja sjálfsagðan rétt sinn til skaðabóta. Að auki erum við að vinna að ítarlegri réttindafræðslu fyrir almenning á mannamáli. Þannig vonumst við ekki bara til þess að almenningur sé upplýstari um réttindi sín og ófeimnara við að krefjast þess að þau séu virt, heldur einnig að framkvæmd lögreglunnar verði skýrari og samrýmdari. Til að byrja með bjóðum við öllum þeim sem hafa orðið fyrir þvingunarráðstöfunum lögreglunnar síðustu 4 árin fulla aðstoð við að sækja rétt sinn til skaðabóta. Skilyrði er að málið hafi endað með niðurfellingu eða sýknudóm, sem sagt ekki með refsingu. Við buðum þessa þjónustu í fyrrasumar í kringum Secret Solstice og nú þegar hefur fjöldi einstaklinga fengið greiddar bætur. Þetta er því raunhæfur möguleiki. Við hvetjum því alla sem telja sig eiga rétt á bótum eða vilja skoða þann möguleika að hafa samband við okkur í gegnum netfangið logmenn@snarrotin.is eða hér á Facebook. Höfundur skrifar fyrir hönd Snarrótarinnar - samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi og er formaður hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Snarrótin aðstoðar nú einstaklinga sem hafa að ósekju verið þolendur þvingunarúrræða lögreglu við að leita réttar síns. Í sakamálalögunum er að finna ákvæði sem heimila lögreglu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að beita borgarana þvingunum. Um er að ræða þvingunarráðstafanir á borð við handtöku, líkamsleit, húsleit, líkamsrannsókn, fangelsun, gæsluvarðhald, eigur teknar og færðar í vörslur lögreglu, símhlustun, kyrrsetning eigna og fleira. Þessar þvingunarráðstafanir eru í eðli sínu taldar fela í sér brot á mikilvægum mannréttindum fólks, s.s. brot á friðhelgi einkalífs, persónufrelsi og eignarétti. Af þeim sökum hefur löggjafinn mælt fyrir um það að hver sá sem er beittur slíkum þvingunarúrræðum skuli alla jafna eiga rétt á skaðabótum, þ.e. hafi mál hans ekki endað með refsingu. Hér á landi virðast mjög fáir meðvitaðir um þennan rétt sinn til bóta og hvernig þeir eigi yfirhöfuð að sækja hann. Sem er ekki furða þar sem slíkt reynist jafnvel lögmönnum flókið og tímafrekt. Þetta er ólíkt því sem gerist í löndum okkur nærri þar sem þessi réttur til skaðabóta er mun skýrari. Víða eru jafnvel gefnar út reglur sem innihalda nákvæma fjárhæð fyrir hverja tegund þvingunar og mun auðveldara er fyrir borgarana að sækja bæturnar. Það sem verra er þá virðist almenningur og raunar lögreglan sjálf einnig illa að sér í reglunum er varðar þvingunarráðstafanirnar sjálfar. Það sjáum við af þeim fjölda frásagna sem okkur hafa borist og þeim málum sem við höfum nú þegar sótt er tengjast leit lögreglunnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Sem dæmi þá virðist lögreglan fara mjög frjálslega með líkamsleitarheimild sakamálalaga og oft leita á fólki að því óspurðu, fyrir litlar sem engar sakir. Það dugar ekki að einstaka lögregluþjóni þyki einhver „grunsamlegur“ eða líklegri en aðrir til að vera með t.d. ólögleg vímuefni í fórum sér, heldur þarf að vera til staðar rökstuddur grunur þess efnis (auk annarra skilyrða). Séu skilyrðin uppfyllt þá þarf lögreglan alltaf líka að fá ótvírætt leyfi frá einstaklingnum sem hún vill leita á. Fái hún ekki leyfi þá þarf hún að sækja leyfi til dómara (dómsúrskurður). Hérna dugar hvorki þegjandi né þvingað samþykki. Í ljósi alls ofangreinds viljum við í Snarrótinni leggja okkar af mörkum og aðstoða fólk við að sækja sjálfsagðan rétt sinn til skaðabóta. Að auki erum við að vinna að ítarlegri réttindafræðslu fyrir almenning á mannamáli. Þannig vonumst við ekki bara til þess að almenningur sé upplýstari um réttindi sín og ófeimnara við að krefjast þess að þau séu virt, heldur einnig að framkvæmd lögreglunnar verði skýrari og samrýmdari. Til að byrja með bjóðum við öllum þeim sem hafa orðið fyrir þvingunarráðstöfunum lögreglunnar síðustu 4 árin fulla aðstoð við að sækja rétt sinn til skaðabóta. Skilyrði er að málið hafi endað með niðurfellingu eða sýknudóm, sem sagt ekki með refsingu. Við buðum þessa þjónustu í fyrrasumar í kringum Secret Solstice og nú þegar hefur fjöldi einstaklinga fengið greiddar bætur. Þetta er því raunhæfur möguleiki. Við hvetjum því alla sem telja sig eiga rétt á bótum eða vilja skoða þann möguleika að hafa samband við okkur í gegnum netfangið logmenn@snarrotin.is eða hér á Facebook. Höfundur skrifar fyrir hönd Snarrótarinnar - samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi og er formaður hennar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun