Skuldar lögreglan þér bætur? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 24. október 2020 20:16 Snarrótin aðstoðar nú einstaklinga sem hafa að ósekju verið þolendur þvingunarúrræða lögreglu við að leita réttar síns. Í sakamálalögunum er að finna ákvæði sem heimila lögreglu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að beita borgarana þvingunum. Um er að ræða þvingunarráðstafanir á borð við handtöku, líkamsleit, húsleit, líkamsrannsókn, fangelsun, gæsluvarðhald, eigur teknar og færðar í vörslur lögreglu, símhlustun, kyrrsetning eigna og fleira. Þessar þvingunarráðstafanir eru í eðli sínu taldar fela í sér brot á mikilvægum mannréttindum fólks, s.s. brot á friðhelgi einkalífs, persónufrelsi og eignarétti. Af þeim sökum hefur löggjafinn mælt fyrir um það að hver sá sem er beittur slíkum þvingunarúrræðum skuli alla jafna eiga rétt á skaðabótum, þ.e. hafi mál hans ekki endað með refsingu. Hér á landi virðast mjög fáir meðvitaðir um þennan rétt sinn til bóta og hvernig þeir eigi yfirhöfuð að sækja hann. Sem er ekki furða þar sem slíkt reynist jafnvel lögmönnum flókið og tímafrekt. Þetta er ólíkt því sem gerist í löndum okkur nærri þar sem þessi réttur til skaðabóta er mun skýrari. Víða eru jafnvel gefnar út reglur sem innihalda nákvæma fjárhæð fyrir hverja tegund þvingunar og mun auðveldara er fyrir borgarana að sækja bæturnar. Það sem verra er þá virðist almenningur og raunar lögreglan sjálf einnig illa að sér í reglunum er varðar þvingunarráðstafanirnar sjálfar. Það sjáum við af þeim fjölda frásagna sem okkur hafa borist og þeim málum sem við höfum nú þegar sótt er tengjast leit lögreglunnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Sem dæmi þá virðist lögreglan fara mjög frjálslega með líkamsleitarheimild sakamálalaga og oft leita á fólki að því óspurðu, fyrir litlar sem engar sakir. Það dugar ekki að einstaka lögregluþjóni þyki einhver „grunsamlegur“ eða líklegri en aðrir til að vera með t.d. ólögleg vímuefni í fórum sér, heldur þarf að vera til staðar rökstuddur grunur þess efnis (auk annarra skilyrða). Séu skilyrðin uppfyllt þá þarf lögreglan alltaf líka að fá ótvírætt leyfi frá einstaklingnum sem hún vill leita á. Fái hún ekki leyfi þá þarf hún að sækja leyfi til dómara (dómsúrskurður). Hérna dugar hvorki þegjandi né þvingað samþykki. Í ljósi alls ofangreinds viljum við í Snarrótinni leggja okkar af mörkum og aðstoða fólk við að sækja sjálfsagðan rétt sinn til skaðabóta. Að auki erum við að vinna að ítarlegri réttindafræðslu fyrir almenning á mannamáli. Þannig vonumst við ekki bara til þess að almenningur sé upplýstari um réttindi sín og ófeimnara við að krefjast þess að þau séu virt, heldur einnig að framkvæmd lögreglunnar verði skýrari og samrýmdari. Til að byrja með bjóðum við öllum þeim sem hafa orðið fyrir þvingunarráðstöfunum lögreglunnar síðustu 4 árin fulla aðstoð við að sækja rétt sinn til skaðabóta. Skilyrði er að málið hafi endað með niðurfellingu eða sýknudóm, sem sagt ekki með refsingu. Við buðum þessa þjónustu í fyrrasumar í kringum Secret Solstice og nú þegar hefur fjöldi einstaklinga fengið greiddar bætur. Þetta er því raunhæfur möguleiki. Við hvetjum því alla sem telja sig eiga rétt á bótum eða vilja skoða þann möguleika að hafa samband við okkur í gegnum netfangið logmenn@snarrotin.is eða hér á Facebook. Höfundur skrifar fyrir hönd Snarrótarinnar - samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi og er formaður hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Snarrótin aðstoðar nú einstaklinga sem hafa að ósekju verið þolendur þvingunarúrræða lögreglu við að leita réttar síns. Í sakamálalögunum er að finna ákvæði sem heimila lögreglu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að beita borgarana þvingunum. Um er að ræða þvingunarráðstafanir á borð við handtöku, líkamsleit, húsleit, líkamsrannsókn, fangelsun, gæsluvarðhald, eigur teknar og færðar í vörslur lögreglu, símhlustun, kyrrsetning eigna og fleira. Þessar þvingunarráðstafanir eru í eðli sínu taldar fela í sér brot á mikilvægum mannréttindum fólks, s.s. brot á friðhelgi einkalífs, persónufrelsi og eignarétti. Af þeim sökum hefur löggjafinn mælt fyrir um það að hver sá sem er beittur slíkum þvingunarúrræðum skuli alla jafna eiga rétt á skaðabótum, þ.e. hafi mál hans ekki endað með refsingu. Hér á landi virðast mjög fáir meðvitaðir um þennan rétt sinn til bóta og hvernig þeir eigi yfirhöfuð að sækja hann. Sem er ekki furða þar sem slíkt reynist jafnvel lögmönnum flókið og tímafrekt. Þetta er ólíkt því sem gerist í löndum okkur nærri þar sem þessi réttur til skaðabóta er mun skýrari. Víða eru jafnvel gefnar út reglur sem innihalda nákvæma fjárhæð fyrir hverja tegund þvingunar og mun auðveldara er fyrir borgarana að sækja bæturnar. Það sem verra er þá virðist almenningur og raunar lögreglan sjálf einnig illa að sér í reglunum er varðar þvingunarráðstafanirnar sjálfar. Það sjáum við af þeim fjölda frásagna sem okkur hafa borist og þeim málum sem við höfum nú þegar sótt er tengjast leit lögreglunnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Sem dæmi þá virðist lögreglan fara mjög frjálslega með líkamsleitarheimild sakamálalaga og oft leita á fólki að því óspurðu, fyrir litlar sem engar sakir. Það dugar ekki að einstaka lögregluþjóni þyki einhver „grunsamlegur“ eða líklegri en aðrir til að vera með t.d. ólögleg vímuefni í fórum sér, heldur þarf að vera til staðar rökstuddur grunur þess efnis (auk annarra skilyrða). Séu skilyrðin uppfyllt þá þarf lögreglan alltaf líka að fá ótvírætt leyfi frá einstaklingnum sem hún vill leita á. Fái hún ekki leyfi þá þarf hún að sækja leyfi til dómara (dómsúrskurður). Hérna dugar hvorki þegjandi né þvingað samþykki. Í ljósi alls ofangreinds viljum við í Snarrótinni leggja okkar af mörkum og aðstoða fólk við að sækja sjálfsagðan rétt sinn til skaðabóta. Að auki erum við að vinna að ítarlegri réttindafræðslu fyrir almenning á mannamáli. Þannig vonumst við ekki bara til þess að almenningur sé upplýstari um réttindi sín og ófeimnara við að krefjast þess að þau séu virt, heldur einnig að framkvæmd lögreglunnar verði skýrari og samrýmdari. Til að byrja með bjóðum við öllum þeim sem hafa orðið fyrir þvingunarráðstöfunum lögreglunnar síðustu 4 árin fulla aðstoð við að sækja rétt sinn til skaðabóta. Skilyrði er að málið hafi endað með niðurfellingu eða sýknudóm, sem sagt ekki með refsingu. Við buðum þessa þjónustu í fyrrasumar í kringum Secret Solstice og nú þegar hefur fjöldi einstaklinga fengið greiddar bætur. Þetta er því raunhæfur möguleiki. Við hvetjum því alla sem telja sig eiga rétt á bótum eða vilja skoða þann möguleika að hafa samband við okkur í gegnum netfangið logmenn@snarrotin.is eða hér á Facebook. Höfundur skrifar fyrir hönd Snarrótarinnar - samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi og er formaður hennar.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun