Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2020 12:09 Þór Ólafur Helgason, yfirvélstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, til hægri. Efst á myndinni til vinstri má sjá Arnar Gunnar Hilmarsson, hásetann sem sagði frá bágum aðstæðum skipverja í gær. Vísir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. Hraðfrystihúsið Gunnvör hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir viðbrögð sín við hópsmiti sem kom upp um borð í togaranum. Tuttugu og tveir af tuttugu og fimm manna áhöfn smitaðist af kórónuveirunni. Skipið var engu að síður áfram á sjó í þrjár vikur áður en það kom við í landi þar sem skipverjar fóru í sýnatöku um borð 18. október. Það hélt aftur út án þess að bíða eftir niðurstöðunum. Degi síðar var staðfest að smit væru um borð. Skipverjar fengu að fara í land á miðvikudag. Í viðtali við Ríkisútvarpið í gærkvöldi hélt Arnar Gunnar Hilmarsson, 21 árs gamall háseti á togaranum, því fram að áhöfninni hafi verið sagt að halda áfram að vinna jafnvel eftir að staðfest var að skipverjar væru smitaðir. „Það alvarlegasta var að halda mönnum nauðugum við vinnu á meðan þeir voru veikir,“ sagði Arnar Gunnar við RÚV. Þór Ólafur Helgason, yfirvélstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, vísar því á bug að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir. „Þetta var ekkert svona. Þetta eru ekki þrælabúðir. Það er enginn skikkaður í vinnu veikur. Ég varð ekki var við alla þessa fárveiku nema einn eða tvo og þeir voru inni og rekinn inn þessi sem var veikastur,“ segir Þór Ólafur við Vísi. Hann segist hafa á tilfinningunni að Arnar Gunnar segi ekki satt og rétt frá. „Menn voru ekki reknir út.“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, baðst afsökunar á mistökum í viðbrögðum fyrirtækisins við hópsmitinu í yfirlýsingu í dag. Í viðtali við Vísi bar hann því meðal annars við að stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki „þekkt“ Covid-19. Sveinn Geir Arnarsson skipstjóri vildi ekki tjá sig við Vísi í síðustu viku. Segir suma hafa haldið veikindum leyndum Sýni úr Þór Ólafi greindust neikvæð en mótefni fundust hins vegar gegn veirunni í blóði hans. Sjálfur segist hann hafa verið heppinn en kannast ekki við lýsingar annarra skipverja á aðstæðum um borð. „Að einhver hafi verið sendur út fárveikur er bull. Menn fengu að fara inn ef þeir voru veikir,“ staðhæfir hann. Í upphafi túrsins þegar skipverjar tóku að veikjast hafi þeir efast um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni og töldu líklegra að þær væru með flensu, að sögn Þórs Ólafs. Eftir á að hyggja segir hann líklega rétt að fara hefði átt með áhöfnina fyrr í sýnatöku. „Þetta er grafalvarlegur sjúkdómur en mér finnst að menn ættu að segja satt og rétt frá. Ekki búa til einhverjar svona æsifréttir og koma með eitthvað eins og þetta hafi verið svakalegur heragi,“ segir Þór Ólafur. Sumir skipverjanna sem voru með einkenni hafi talað um að þeir ætluðu ekki að láta vita af því vegna þess að þeir vildu ekki láta „loka sig inni“. Þeir hafi haldið áfram að vinna. „Þannig að það voru ekki allir sem voru að tilkynna skipstjóra að þeir væru veikir,“ segir Þór Ólafur. Hann segist hafa talað við vélstjóra sem umgengust háseta en þeir hafi ekki heyrt neikvæðar raddir um aðstæður þeirra um borð. Þær raddir hafi ekki heyrt fyrr en um það leyti sem komið var í land. „Kannski höfuð við verið alltof þögulir sem upplifðum þetta öðruvísi,“ segir hann. Heilbrigðisstarfsmenn fóru um borð og tóku sýni úr áhöfn Júlíusar Geirmundssonar sunnudaginn 18. október. Degi síðar var staðfest að stór hluti áhafnarinnar væri með Covid-19.Vísir/Hafþór Sagt að gaspra ekki á samfélagsmiðlum Verkalýðsfélag Vestfirðinga hélt því fram á föstudag að skipstjóri hafi bannað áhöfninni að ræða veikindi sín við aðra en fjölskyldu. Þeir ættu ekki að tala um þau, hvorki á samfélagsmiðlum né við fjölmiðla. Þór Ólafur segist ekki geta sagt til um hvað skipstjórinn hafi sagt hásetum áður en þeir fóru í sýnatöku. „En hann sagði við mig: ekki vera að gaspra um þetta á fésinu, að við séum að koma í sýnatöku. En það var ekki bannað að hafa samband við fjölskyldu. Að gaspra um á fési og annað, það kannski telst mönnum að vera fjölmiðlabann, ég veit það ekki,“ segir yfirvélstjórinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57 Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð 21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir. 24. október 2020 22:04 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira
Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. Hraðfrystihúsið Gunnvör hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir viðbrögð sín við hópsmiti sem kom upp um borð í togaranum. Tuttugu og tveir af tuttugu og fimm manna áhöfn smitaðist af kórónuveirunni. Skipið var engu að síður áfram á sjó í þrjár vikur áður en það kom við í landi þar sem skipverjar fóru í sýnatöku um borð 18. október. Það hélt aftur út án þess að bíða eftir niðurstöðunum. Degi síðar var staðfest að smit væru um borð. Skipverjar fengu að fara í land á miðvikudag. Í viðtali við Ríkisútvarpið í gærkvöldi hélt Arnar Gunnar Hilmarsson, 21 árs gamall háseti á togaranum, því fram að áhöfninni hafi verið sagt að halda áfram að vinna jafnvel eftir að staðfest var að skipverjar væru smitaðir. „Það alvarlegasta var að halda mönnum nauðugum við vinnu á meðan þeir voru veikir,“ sagði Arnar Gunnar við RÚV. Þór Ólafur Helgason, yfirvélstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, vísar því á bug að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir. „Þetta var ekkert svona. Þetta eru ekki þrælabúðir. Það er enginn skikkaður í vinnu veikur. Ég varð ekki var við alla þessa fárveiku nema einn eða tvo og þeir voru inni og rekinn inn þessi sem var veikastur,“ segir Þór Ólafur við Vísi. Hann segist hafa á tilfinningunni að Arnar Gunnar segi ekki satt og rétt frá. „Menn voru ekki reknir út.“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, baðst afsökunar á mistökum í viðbrögðum fyrirtækisins við hópsmitinu í yfirlýsingu í dag. Í viðtali við Vísi bar hann því meðal annars við að stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki „þekkt“ Covid-19. Sveinn Geir Arnarsson skipstjóri vildi ekki tjá sig við Vísi í síðustu viku. Segir suma hafa haldið veikindum leyndum Sýni úr Þór Ólafi greindust neikvæð en mótefni fundust hins vegar gegn veirunni í blóði hans. Sjálfur segist hann hafa verið heppinn en kannast ekki við lýsingar annarra skipverja á aðstæðum um borð. „Að einhver hafi verið sendur út fárveikur er bull. Menn fengu að fara inn ef þeir voru veikir,“ staðhæfir hann. Í upphafi túrsins þegar skipverjar tóku að veikjast hafi þeir efast um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni og töldu líklegra að þær væru með flensu, að sögn Þórs Ólafs. Eftir á að hyggja segir hann líklega rétt að fara hefði átt með áhöfnina fyrr í sýnatöku. „Þetta er grafalvarlegur sjúkdómur en mér finnst að menn ættu að segja satt og rétt frá. Ekki búa til einhverjar svona æsifréttir og koma með eitthvað eins og þetta hafi verið svakalegur heragi,“ segir Þór Ólafur. Sumir skipverjanna sem voru með einkenni hafi talað um að þeir ætluðu ekki að láta vita af því vegna þess að þeir vildu ekki láta „loka sig inni“. Þeir hafi haldið áfram að vinna. „Þannig að það voru ekki allir sem voru að tilkynna skipstjóra að þeir væru veikir,“ segir Þór Ólafur. Hann segist hafa talað við vélstjóra sem umgengust háseta en þeir hafi ekki heyrt neikvæðar raddir um aðstæður þeirra um borð. Þær raddir hafi ekki heyrt fyrr en um það leyti sem komið var í land. „Kannski höfuð við verið alltof þögulir sem upplifðum þetta öðruvísi,“ segir hann. Heilbrigðisstarfsmenn fóru um borð og tóku sýni úr áhöfn Júlíusar Geirmundssonar sunnudaginn 18. október. Degi síðar var staðfest að stór hluti áhafnarinnar væri með Covid-19.Vísir/Hafþór Sagt að gaspra ekki á samfélagsmiðlum Verkalýðsfélag Vestfirðinga hélt því fram á föstudag að skipstjóri hafi bannað áhöfninni að ræða veikindi sín við aðra en fjölskyldu. Þeir ættu ekki að tala um þau, hvorki á samfélagsmiðlum né við fjölmiðla. Þór Ólafur segist ekki geta sagt til um hvað skipstjórinn hafi sagt hásetum áður en þeir fóru í sýnatöku. „En hann sagði við mig: ekki vera að gaspra um þetta á fésinu, að við séum að koma í sýnatöku. En það var ekki bannað að hafa samband við fjölskyldu. Að gaspra um á fési og annað, það kannski telst mönnum að vera fjölmiðlabann, ég veit það ekki,“ segir yfirvélstjórinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57 Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð 21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir. 24. október 2020 22:04 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55
Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57
Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð 21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir. 24. október 2020 22:04