Ólafur Ragnar segir ríkisstjórn Davíðs hafa flaskað á samskiptum við bandaríska þingið Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2020 19:28 Í Víglínunni í dag fer Ólafur yfir fjörtíu ára feril sinn í alþjóðastjórnmálum og samskipti sín við íslenska ráðmenn í forsetatíð hans. En hann fjallar um þessi mál í nýlegu 35 þátta potkast þáttum sem finna má á helstu potkast veitum. Stöð 2/Einar Árnason Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa flaskað á því að rækta samskipti við bandaríska þingið í aðdraganda þess að bandaríski herinn yfirgaf Ísland árið 2006. Í Víglínunni með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag segir Ólafur Ragnar frá fundi sínum með John Warner formanni hermálanefndar Bandaríkjaþings sem hefði getað beitt sér fyrir fjármögnun herstöðvarinnar hér. Hann sat í hermáladeild bandaríska þingsins og var um tíma formaður hennar í mörg ár. En sú nefnd ákvarðar fjárveitingar til allra bandarískra herstöðva í heiminum. Ólafur Ragnar segir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa vanrækt Bandaríkjaþing þegar þeir beittu sér fyrir áframhaldandi veru bandaríska hersins á Íslandi.Stöð 2/Einar Árnason Warner var fyrrverandi eiginmaður Elísabetar Taylor kvikmyndastjörnu og áhrifavalds og var persónulegur vinur Dorritar Moussaieff eiginkonu forsetans. Ólafur Ragnar fylgdi konu sinni til fundar við Warner í Washington þar sem þau hafi rætt persónuleg mál. „Þá snýr hann sér allt í einu að mér og segir: Ég er nú búinn að vera hér öll þessi ár og formaður í hermálanefndinni. Það hefur aldrei nokkur maður komið til mín að tala við mig um Ísland og mig rekur í rogastans. Þetta var helsta verkefni ríkisstjórnar Íslands að koma í veg fyrir að herinn færi og það hafði enginn talað við voldugasta manninn í öldungadeild Bandaríkjanna,” sagði Ólafur Ragnar í Víglínunni. Davíð og Halldór hafi treyst á Charles E. Cobb sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Jeb Bush bróður George W. Bush forseta sem Davíð hafði einnig góð tengsl við. Í Víglínunni ræði Ólafur Ragnar þessi samskipti hans og Davíðs nánar sem og við aðra forsætisráðherra í forsetatíð hans. En hann segir einnig frá samskiptum sínum við ráð- og áhrifafólk víðs vegar um heiminn og stöðu Íslands í breyttum heimi að lokum kalda stríðsins. Víglínan Bandaríkin Varnarmál Ólafur Ragnar Grímsson Utanríkismál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa flaskað á því að rækta samskipti við bandaríska þingið í aðdraganda þess að bandaríski herinn yfirgaf Ísland árið 2006. Í Víglínunni með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag segir Ólafur Ragnar frá fundi sínum með John Warner formanni hermálanefndar Bandaríkjaþings sem hefði getað beitt sér fyrir fjármögnun herstöðvarinnar hér. Hann sat í hermáladeild bandaríska þingsins og var um tíma formaður hennar í mörg ár. En sú nefnd ákvarðar fjárveitingar til allra bandarískra herstöðva í heiminum. Ólafur Ragnar segir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa vanrækt Bandaríkjaþing þegar þeir beittu sér fyrir áframhaldandi veru bandaríska hersins á Íslandi.Stöð 2/Einar Árnason Warner var fyrrverandi eiginmaður Elísabetar Taylor kvikmyndastjörnu og áhrifavalds og var persónulegur vinur Dorritar Moussaieff eiginkonu forsetans. Ólafur Ragnar fylgdi konu sinni til fundar við Warner í Washington þar sem þau hafi rætt persónuleg mál. „Þá snýr hann sér allt í einu að mér og segir: Ég er nú búinn að vera hér öll þessi ár og formaður í hermálanefndinni. Það hefur aldrei nokkur maður komið til mín að tala við mig um Ísland og mig rekur í rogastans. Þetta var helsta verkefni ríkisstjórnar Íslands að koma í veg fyrir að herinn færi og það hafði enginn talað við voldugasta manninn í öldungadeild Bandaríkjanna,” sagði Ólafur Ragnar í Víglínunni. Davíð og Halldór hafi treyst á Charles E. Cobb sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Jeb Bush bróður George W. Bush forseta sem Davíð hafði einnig góð tengsl við. Í Víglínunni ræði Ólafur Ragnar þessi samskipti hans og Davíðs nánar sem og við aðra forsætisráðherra í forsetatíð hans. En hann segir einnig frá samskiptum sínum við ráð- og áhrifafólk víðs vegar um heiminn og stöðu Íslands í breyttum heimi að lokum kalda stríðsins.
Víglínan Bandaríkin Varnarmál Ólafur Ragnar Grímsson Utanríkismál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira