Ronald Koeman um VAR: Bara notað til að dæma gegn Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 10:31 Ronald Koeman á hliðarlínunni í leik Barcelona og Real Madrid um helgina. AP/Joan Monfort Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, var mjög ósáttur með vítið sem Varsjáin gaf Real Madrid í El Clasico um helgina. Real Madrid vann leikinn 3-1. Lykilatriði í leiknum var þegar Sergio Ramos fékk og skoraði úr vítaspyrnu sem kom Real Madrid yfir í 2-1. Dómarinn sá ekki brotið en það var tekið fyrir af myndbandadómurum. Þeir dæmdu að Clement Lenglet hefði togað í treyju Sergio Ramos og Real Madrid fékk víti sem Ramos skoraði úr sjálfur af öryggi. Barcelona vildi tvisvar sinnum fá vítaspyrnu en ekkert var dæmdi, hvorki af dómara leiksins eða Varsjánni. „Ég skil ekki VAR. Ég held að það sé bara notað til að dæma gegn Barcelona,“ sagði Ronald Koeman fúll eftir leikinn en BBC segir frá. Hér fyrir neðan má sjá það sem Barcelona setti inn á Twitter síðu sína þar sem Koeman var að tala um dómarann. Ronald Koeman speaks about the VAR pic.twitter.com/TThcUzzsGD— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 24, 2020 Barcelona liðið hefur aðeins náð í sjö stig úr fyrstu fimm leikjum sínum sem þykir ekki gott á þeim bænum en Ronald Koeman er á sínu fyrsta tímabili með liðið. „Það er alltaf svona peysutog í gangi í teignum og mér fannst Ramos brjóta fyrst á Lenglet. Það var vissulega peysutog en ekki svo mikið að hann þyrfti að falla í jörðina eins og hann gerði. Að mínu mati þá var þetta ekki vítaspyrna,“ sagði Koeman. „Við erum búnir að spila fimm leiki og VAR hefur bara verið notað gegn okkur. Það hefur aldrei neitt fallið með okkur,“ sagði Koeman. „Þessi ákvörðun hefur risa áhrif á niðurstöðu leiksins því við vorum að spila vel fram að vítaspyrnudómnum,“ sagði Koeman. Sergio Ramos gaf lítið fyrir þá skoðun hollenska knattspyrnustjórans. „Þetta var augljós vítaspyrna. Hann hélt í treyjuna mína þegar ég var að hoppa upp í boltann. Þetta gæti ekki verið augljósara. Það er ósanngjarnt að gagnrýna dómarann fyrir svona pottþétta ákvörðun,“ sagði Sergio Ramos. Real Madrid náði sex stiga forystu á Barcelona með þessum sigri en Real liðið er í öðru sæti deildarinnar einu stigi á eftir Real Sociedad. Spænski boltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Fleiri fréttir Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Sjá meira
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, var mjög ósáttur með vítið sem Varsjáin gaf Real Madrid í El Clasico um helgina. Real Madrid vann leikinn 3-1. Lykilatriði í leiknum var þegar Sergio Ramos fékk og skoraði úr vítaspyrnu sem kom Real Madrid yfir í 2-1. Dómarinn sá ekki brotið en það var tekið fyrir af myndbandadómurum. Þeir dæmdu að Clement Lenglet hefði togað í treyju Sergio Ramos og Real Madrid fékk víti sem Ramos skoraði úr sjálfur af öryggi. Barcelona vildi tvisvar sinnum fá vítaspyrnu en ekkert var dæmdi, hvorki af dómara leiksins eða Varsjánni. „Ég skil ekki VAR. Ég held að það sé bara notað til að dæma gegn Barcelona,“ sagði Ronald Koeman fúll eftir leikinn en BBC segir frá. Hér fyrir neðan má sjá það sem Barcelona setti inn á Twitter síðu sína þar sem Koeman var að tala um dómarann. Ronald Koeman speaks about the VAR pic.twitter.com/TThcUzzsGD— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 24, 2020 Barcelona liðið hefur aðeins náð í sjö stig úr fyrstu fimm leikjum sínum sem þykir ekki gott á þeim bænum en Ronald Koeman er á sínu fyrsta tímabili með liðið. „Það er alltaf svona peysutog í gangi í teignum og mér fannst Ramos brjóta fyrst á Lenglet. Það var vissulega peysutog en ekki svo mikið að hann þyrfti að falla í jörðina eins og hann gerði. Að mínu mati þá var þetta ekki vítaspyrna,“ sagði Koeman. „Við erum búnir að spila fimm leiki og VAR hefur bara verið notað gegn okkur. Það hefur aldrei neitt fallið með okkur,“ sagði Koeman. „Þessi ákvörðun hefur risa áhrif á niðurstöðu leiksins því við vorum að spila vel fram að vítaspyrnudómnum,“ sagði Koeman. Sergio Ramos gaf lítið fyrir þá skoðun hollenska knattspyrnustjórans. „Þetta var augljós vítaspyrna. Hann hélt í treyjuna mína þegar ég var að hoppa upp í boltann. Þetta gæti ekki verið augljósara. Það er ósanngjarnt að gagnrýna dómarann fyrir svona pottþétta ákvörðun,“ sagði Sergio Ramos. Real Madrid náði sex stiga forystu á Barcelona með þessum sigri en Real liðið er í öðru sæti deildarinnar einu stigi á eftir Real Sociedad.
Spænski boltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Fleiri fréttir Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Sjá meira