„Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. október 2020 08:31 Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sést hér ræða við Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Getty/Win McNamee Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meadows sagði að stjórnvöld muni ekki ná stjórn á faraldrinum heldur ætli þau að stjórna því að það fáist bóluefni við veirunni, lyf og önnur úrræði. Þessi yfirlýsing Meadows kom á sama tíma og faraldurinn er á uppleið í mörgum ríkjum Bandaríkjanna auk þess sem að minnsta kosti fimm starfsmenn og ráðgjafar Mike Pence, varaforseta, hafa greinst með veiruna. Að því er segir í umfjöllun The Washington Post þá grafa bæði smitin í kringum Pence sem og yfirlýsing Meadows á CNN undan þeirri röksemdafærslu Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, að það sé að takast að snúa baráttunni við kórónuveiruna til betri vegar í Bandaríkjunum. „Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum. Við náum stjórn á þeim staðreyndum að við munum fá bóluefni, lyf og fara í aðrar mótvægisaðgerðir,“ sagði Meadows í viðtalinu á CNN í gær. watch on YouTube Þegar Meadows var spurður í framhaldinu hvers vegna það myndi ekki nást stjórn á faraldrinum sagði hann það vegna þess að um væri að ræða smitandi veiru, alveg eins og flensuna. Hann var þá spurður hvers vegna ekki væri ráðist í aðgerðir til að hefta faraldurinn sagði Meadows að það væri verið að gera það. Hann vék sér síðan ítrekað undan spurningum um ábyrgð Trumps og ríkisstjórnar hans við að hefta útbreiðslu veirunnar, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Meadows hafi ekki mismælt sig Demókratinn Joe Biden, mótframbjóðandi Trumps í forsetakosningunum eftir rúma viku, greip orð Meadows á lofti. Hann sagði að það hefðu ekki verið mismæli hjá Meadows að ekki ætti að ná stjórn á faraldrinum. „Þetta var hreinskilin viðurkenning á stefnu Trumps frá upphafi þessarar krísu: að veifa hvítum fána í uppgjöf og vona að með því að hundsa hann þá myndi veiran hverfa. Það hefur ekki gerst og mun ekki gerast,“ sagði Biden í yfirlýsingu í gær. Þrátt fyrir smit í starfsliði sínu hyggst Pence, varaforseti, ekki fara í sóttkví og gera þannig hlé á kosningabaráttu sinni. Þrír hinna smituðu eru allir nánir samstarfsmenn varaforsetans; Marc Short, starfsmannastjóri hans, Marty Obst, pólitískur ráðgjafi Pence, og Zach Bauer, persónulegur aðstoðarmaður hans. Gróf vanræksla að halda áfram kosningabaráttunni Síðustu daga hefur Pence verið í nánu samneyti við Short en að sögn Devins O‘Malley, talsmanns varaforsetans, fóru varaforsetahjónin bæði í sýnatöku á laugardag og sunnudag og greindust neikvæð. Þá væru þau við góða heilsu. O‘Malley sagði að ákveðið hefði verið „í samráði við læknalið Hvíta hússins“ og í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um nauðsynlega starfsmenn að halda kosningabaráttunni áfram. Leiðbeiningar CDC um nauðsynlega starfsmenn, sem Pence er, kveða á um að þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti skuli fylgjast grannt með einkennum og nota grímu í kringum annað fólk. Smitsjúkdómasérfræðingur sem AP-fréttastofan ræddi við furðaði sig á að Pence ætli að halda áfram kosningabaráttu og ferðalögum. Það væri „gróf vanræksla“. „Þetta er bara móðgun við alla þá sem hafa unnið að lýðheilsu og heilbrigðisaðgerðum. Mér finnst það líka virkilega skaðlegt og virðingarleysi fyrir fólki sem fer á kosningafundina,“ sagði Saskia Popescu frá George Mason-háskóla sem telur að Pence ætti að halda sig heima í fjórtán daga. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meadows sagði að stjórnvöld muni ekki ná stjórn á faraldrinum heldur ætli þau að stjórna því að það fáist bóluefni við veirunni, lyf og önnur úrræði. Þessi yfirlýsing Meadows kom á sama tíma og faraldurinn er á uppleið í mörgum ríkjum Bandaríkjanna auk þess sem að minnsta kosti fimm starfsmenn og ráðgjafar Mike Pence, varaforseta, hafa greinst með veiruna. Að því er segir í umfjöllun The Washington Post þá grafa bæði smitin í kringum Pence sem og yfirlýsing Meadows á CNN undan þeirri röksemdafærslu Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, að það sé að takast að snúa baráttunni við kórónuveiruna til betri vegar í Bandaríkjunum. „Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum. Við náum stjórn á þeim staðreyndum að við munum fá bóluefni, lyf og fara í aðrar mótvægisaðgerðir,“ sagði Meadows í viðtalinu á CNN í gær. watch on YouTube Þegar Meadows var spurður í framhaldinu hvers vegna það myndi ekki nást stjórn á faraldrinum sagði hann það vegna þess að um væri að ræða smitandi veiru, alveg eins og flensuna. Hann var þá spurður hvers vegna ekki væri ráðist í aðgerðir til að hefta faraldurinn sagði Meadows að það væri verið að gera það. Hann vék sér síðan ítrekað undan spurningum um ábyrgð Trumps og ríkisstjórnar hans við að hefta útbreiðslu veirunnar, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Meadows hafi ekki mismælt sig Demókratinn Joe Biden, mótframbjóðandi Trumps í forsetakosningunum eftir rúma viku, greip orð Meadows á lofti. Hann sagði að það hefðu ekki verið mismæli hjá Meadows að ekki ætti að ná stjórn á faraldrinum. „Þetta var hreinskilin viðurkenning á stefnu Trumps frá upphafi þessarar krísu: að veifa hvítum fána í uppgjöf og vona að með því að hundsa hann þá myndi veiran hverfa. Það hefur ekki gerst og mun ekki gerast,“ sagði Biden í yfirlýsingu í gær. Þrátt fyrir smit í starfsliði sínu hyggst Pence, varaforseti, ekki fara í sóttkví og gera þannig hlé á kosningabaráttu sinni. Þrír hinna smituðu eru allir nánir samstarfsmenn varaforsetans; Marc Short, starfsmannastjóri hans, Marty Obst, pólitískur ráðgjafi Pence, og Zach Bauer, persónulegur aðstoðarmaður hans. Gróf vanræksla að halda áfram kosningabaráttunni Síðustu daga hefur Pence verið í nánu samneyti við Short en að sögn Devins O‘Malley, talsmanns varaforsetans, fóru varaforsetahjónin bæði í sýnatöku á laugardag og sunnudag og greindust neikvæð. Þá væru þau við góða heilsu. O‘Malley sagði að ákveðið hefði verið „í samráði við læknalið Hvíta hússins“ og í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um nauðsynlega starfsmenn að halda kosningabaráttunni áfram. Leiðbeiningar CDC um nauðsynlega starfsmenn, sem Pence er, kveða á um að þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti skuli fylgjast grannt með einkennum og nota grímu í kringum annað fólk. Smitsjúkdómasérfræðingur sem AP-fréttastofan ræddi við furðaði sig á að Pence ætli að halda áfram kosningabaráttu og ferðalögum. Það væri „gróf vanræksla“. „Þetta er bara móðgun við alla þá sem hafa unnið að lýðheilsu og heilbrigðisaðgerðum. Mér finnst það líka virkilega skaðlegt og virðingarleysi fyrir fólki sem fer á kosningafundina,“ sagði Saskia Popescu frá George Mason-háskóla sem telur að Pence ætti að halda sig heima í fjórtán daga.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira