Til skoðunar að afnema sóttkvíarmöguleikann Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2020 12:52 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. Næstu dagar muni skera úr um það hvaða aðgerðir hann leggi næst til við heilbrigðisráðherra. Þá sé til skoðunar að skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun þegar það kemur hingað til lands í stað þess að slíkt sé valkvætt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að sýkingin á Landakoti væri helsta áhyggjuefni sitt núna, og þá hvort hún hefði borist út í samfélagið. „Og hvort við sjáum aukningu á samfélagslegum smitum á næstu dögum,“ sagði Þórólfur. Tölur næstu daga muni jafnframt skera úr um það hvernig Þórólfur hagar tillögum sínum um áframhaldandi veiruaðgerðir á landinu. Núverandi aðgerðir gilda til 3. nóvember en Þórólfur mun á næstu dögum skila inn tillögum til heilbrigðisráðherra. Þórólfur sagði að aðgerðirnar síðustu vikur hefðu skilað árangri þegar litið er til þess að nýsmituðum hefur farið fækkandi. Erfitt væri að segja til um það hvað hörðu aðgerðirnar sem nú eru í gildi verði viðhafðar lengi áfram. Þó megi búast við einhverjum veiruaðgerðum næstu mánuði. „Ég held það þurfi að vera áfram takmarkanir. Við getum ekki sleppt öllu, við verðum að vera með einhvers konar takmarkanir ef við viljum ekki lenda í verri vandræðum heldur en við höfum verið í núna undanfarið. Ég held að þær þurfi að búa með okkur næstu mánuðina, þangað til við fáum gott bóluefni, og þannig getum við byggt upp ónæmi í samfélaginu,“ sagði Þórólfur. Til skoðunar að skylda ferðalanga í skimun Fjórtán greindust með veiruna við landamæraskimun í gær en beðið er mótefnamælingar í einhverjum tilvikum. Þórólfur kvaðst ekki vita nákvæmlega hvaðan hópurinn í gær hefði verið að koma en benti á að fram að þessu hefðu smitaðir á landamærum einkum komið frá Póllandi. Núverandi reglur bjóða fólki upp á val milli tvöfaldrar skimunar og tveggja vikna sóttkvíar við komuna til landsins. Þórólfur tók undir áhyggjur af því að erfitt væri að fylgjast með því hvort fólk, sem kysi sóttkví frekar en skimun, héldi sig í sóttkví. Hann sagði að ráðamenn hefðu nú til skoðunar hvort hægt væri að taka burt þetta val og skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun þegar það kemur til landsins. Þórólfur taldi mikilvægt að hafa þessar heimildir, sérstaklega þegar fólk kemur frá löndum þar sem margir hafa verið að greinast með veiruna. „Það er til skoðunar áfram og ég vona að við fáum niðurstöður úr því sem fyrst,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Það var enginn gleðskapur starfsmanna“ Engar vísbendingar eru um að starfsmenn Landakots hafi haldið gleðskap áður en hópsýking kom þar upp fyrir helgi. 26. október 2020 12:02 Fimmtíu greindust innanlands og fimmtíu nú á sjúkrahúsi Fimmtíu greindust innanlands í gær og eru fimmtíu manns nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. 26. október 2020 10:58 Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. 25. október 2020 19:46 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. Næstu dagar muni skera úr um það hvaða aðgerðir hann leggi næst til við heilbrigðisráðherra. Þá sé til skoðunar að skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun þegar það kemur hingað til lands í stað þess að slíkt sé valkvætt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að sýkingin á Landakoti væri helsta áhyggjuefni sitt núna, og þá hvort hún hefði borist út í samfélagið. „Og hvort við sjáum aukningu á samfélagslegum smitum á næstu dögum,“ sagði Þórólfur. Tölur næstu daga muni jafnframt skera úr um það hvernig Þórólfur hagar tillögum sínum um áframhaldandi veiruaðgerðir á landinu. Núverandi aðgerðir gilda til 3. nóvember en Þórólfur mun á næstu dögum skila inn tillögum til heilbrigðisráðherra. Þórólfur sagði að aðgerðirnar síðustu vikur hefðu skilað árangri þegar litið er til þess að nýsmituðum hefur farið fækkandi. Erfitt væri að segja til um það hvað hörðu aðgerðirnar sem nú eru í gildi verði viðhafðar lengi áfram. Þó megi búast við einhverjum veiruaðgerðum næstu mánuði. „Ég held það þurfi að vera áfram takmarkanir. Við getum ekki sleppt öllu, við verðum að vera með einhvers konar takmarkanir ef við viljum ekki lenda í verri vandræðum heldur en við höfum verið í núna undanfarið. Ég held að þær þurfi að búa með okkur næstu mánuðina, þangað til við fáum gott bóluefni, og þannig getum við byggt upp ónæmi í samfélaginu,“ sagði Þórólfur. Til skoðunar að skylda ferðalanga í skimun Fjórtán greindust með veiruna við landamæraskimun í gær en beðið er mótefnamælingar í einhverjum tilvikum. Þórólfur kvaðst ekki vita nákvæmlega hvaðan hópurinn í gær hefði verið að koma en benti á að fram að þessu hefðu smitaðir á landamærum einkum komið frá Póllandi. Núverandi reglur bjóða fólki upp á val milli tvöfaldrar skimunar og tveggja vikna sóttkvíar við komuna til landsins. Þórólfur tók undir áhyggjur af því að erfitt væri að fylgjast með því hvort fólk, sem kysi sóttkví frekar en skimun, héldi sig í sóttkví. Hann sagði að ráðamenn hefðu nú til skoðunar hvort hægt væri að taka burt þetta val og skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun þegar það kemur til landsins. Þórólfur taldi mikilvægt að hafa þessar heimildir, sérstaklega þegar fólk kemur frá löndum þar sem margir hafa verið að greinast með veiruna. „Það er til skoðunar áfram og ég vona að við fáum niðurstöður úr því sem fyrst,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Það var enginn gleðskapur starfsmanna“ Engar vísbendingar eru um að starfsmenn Landakots hafi haldið gleðskap áður en hópsýking kom þar upp fyrir helgi. 26. október 2020 12:02 Fimmtíu greindust innanlands og fimmtíu nú á sjúkrahúsi Fimmtíu greindust innanlands í gær og eru fimmtíu manns nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. 26. október 2020 10:58 Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. 25. október 2020 19:46 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
„Það var enginn gleðskapur starfsmanna“ Engar vísbendingar eru um að starfsmenn Landakots hafi haldið gleðskap áður en hópsýking kom þar upp fyrir helgi. 26. október 2020 12:02
Fimmtíu greindust innanlands og fimmtíu nú á sjúkrahúsi Fimmtíu greindust innanlands í gær og eru fimmtíu manns nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. 26. október 2020 10:58
Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. 25. október 2020 19:46