Ógnarstjórn er víða í atvinnulífinu! Flosi Eiríksson skrifar 26. október 2020 15:00 Viðbrögð og umræður um mál sem upp koma geta varpað skýru ljósi á ýmsa þætti í samfélaginu. Þetta hefur komið mjög skýrt fram í umræðum um COVID-smit um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni og forkastanlegum vinnubrögðum útgerðarinnar, Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. Í viðtali við Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, kom fram m.a. að þetta væri nú ekki einsdæmi og að ,,ógnarstjórn væri víða í atvinnulífinu“ það segir býsna magnaða sögu um okkar samfélag að þessi yfirlýsing forystumanns á hægri væng stjórnmálanna hafi ekki fengið mikil viðbrögð eða mótmæli. Það væri ástæða fyrir suma að velta fyrir sér viðbrögðunum hjá leiðarahöfundum og ýmsum talsmönnum atvinnurekenda ef einhver í verkalýðshreyfingunni hefði tekið svona til orða. Ég er til dæmis að vísa til forystumanna SAF svo það sé bara sagt. Ráðherrann vonaði líka að hásetinn sem lýsti aðstæðum um borð myndi ekki missa vinnuna, en virtist allt eins gera ráð fyrir því, sem byggir trúlega á reynslu hans og samskiptum við útgerðarmenn. Það var óhugnanlegt að lesa um fyrirmæli útgerðarinnar um að sjómennirnir mættu ekki ræða málið. Aftur var það lýsandi að ekki hefur heyrst múkk eða mö í þeim sem oft tala mikið um málfrelsið og réttindi fólks til að hrauna yfir minnihlutahópa og útvarpa fordómum sínum og hatursorðræðu. Annað mál kom upp í vikunni þar sem fyrirtækið Hvalur hf. var dæmt til að greiða starfsmönnum sínum rúmar 100 milljónir í vandgoldin laun, aftur í tímann. Verkalýðsfélag Akranes hefur rekið það mál af einurð fyrir hönd sinna félagsmanna, en forsvarsmenn Hvals hafa meðal annars borið fyrir sig að starfsmennirnir hafi sýnt „tómlæti“ af því að þeir áttuðu sig ekki strax á svikunum og því eigi þeir ekkert skilið! Ekki hefur farið mikið fyrir umræðu um þennan launaþjófnað eða þann ósvífna málflutning sem þarna hefur komið fram. Engu að síður standa samtök atvinnurekenda gegn því að löggjöf sem lofað var í tengslum við lífskjarasamninganna, um viðurlög við launaþjónaði, nái fram að ganga. Ógnarstjórnin í atvinnnulífinu er víða. Þessi tvö mál varpa skýru ljósi á þann tvískinnung sem er í tali sumra talsmanna atvinnurekenda um samfélagslega ábyrgð þeirra og yfirlýsingum um að hagsmunir starfsfólks séu þeim efst í hug. Fréttatilkynningar og auglýsingaherferðir hafa það að markmiði að hafa áhrif á umræðuna í samfélaginu, þagga niður í gagnrýni umræðu og skapa ákveðna jákvæða ímynd. Öllum þeim fjármunum sem í það fara og orku væri betur varið í að standa við kjarasamninga og tryggja lögboðin réttindi launafólks. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Vinnumarkaður Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð og umræður um mál sem upp koma geta varpað skýru ljósi á ýmsa þætti í samfélaginu. Þetta hefur komið mjög skýrt fram í umræðum um COVID-smit um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni og forkastanlegum vinnubrögðum útgerðarinnar, Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. Í viðtali við Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, kom fram m.a. að þetta væri nú ekki einsdæmi og að ,,ógnarstjórn væri víða í atvinnulífinu“ það segir býsna magnaða sögu um okkar samfélag að þessi yfirlýsing forystumanns á hægri væng stjórnmálanna hafi ekki fengið mikil viðbrögð eða mótmæli. Það væri ástæða fyrir suma að velta fyrir sér viðbrögðunum hjá leiðarahöfundum og ýmsum talsmönnum atvinnurekenda ef einhver í verkalýðshreyfingunni hefði tekið svona til orða. Ég er til dæmis að vísa til forystumanna SAF svo það sé bara sagt. Ráðherrann vonaði líka að hásetinn sem lýsti aðstæðum um borð myndi ekki missa vinnuna, en virtist allt eins gera ráð fyrir því, sem byggir trúlega á reynslu hans og samskiptum við útgerðarmenn. Það var óhugnanlegt að lesa um fyrirmæli útgerðarinnar um að sjómennirnir mættu ekki ræða málið. Aftur var það lýsandi að ekki hefur heyrst múkk eða mö í þeim sem oft tala mikið um málfrelsið og réttindi fólks til að hrauna yfir minnihlutahópa og útvarpa fordómum sínum og hatursorðræðu. Annað mál kom upp í vikunni þar sem fyrirtækið Hvalur hf. var dæmt til að greiða starfsmönnum sínum rúmar 100 milljónir í vandgoldin laun, aftur í tímann. Verkalýðsfélag Akranes hefur rekið það mál af einurð fyrir hönd sinna félagsmanna, en forsvarsmenn Hvals hafa meðal annars borið fyrir sig að starfsmennirnir hafi sýnt „tómlæti“ af því að þeir áttuðu sig ekki strax á svikunum og því eigi þeir ekkert skilið! Ekki hefur farið mikið fyrir umræðu um þennan launaþjófnað eða þann ósvífna málflutning sem þarna hefur komið fram. Engu að síður standa samtök atvinnurekenda gegn því að löggjöf sem lofað var í tengslum við lífskjarasamninganna, um viðurlög við launaþjónaði, nái fram að ganga. Ógnarstjórnin í atvinnnulífinu er víða. Þessi tvö mál varpa skýru ljósi á þann tvískinnung sem er í tali sumra talsmanna atvinnurekenda um samfélagslega ábyrgð þeirra og yfirlýsingum um að hagsmunir starfsfólks séu þeim efst í hug. Fréttatilkynningar og auglýsingaherferðir hafa það að markmiði að hafa áhrif á umræðuna í samfélaginu, þagga niður í gagnrýni umræðu og skapa ákveðna jákvæða ímynd. Öllum þeim fjármunum sem í það fara og orku væri betur varið í að standa við kjarasamninga og tryggja lögboðin réttindi launafólks. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun