„Þeir munu ekki geta gert mikið við þessu í langan tíma“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2020 07:01 Donald Trump og Mitch McConnell hafa gert umfangsmiklar breytingar á dómskerfi Bandaríkjanna á einungis fjórum árum. Vísir/AP Þegar þessu kjörtímabili Donalds Trumps lýkur, mun Trump hafa skipað tæpan þriðjung umdæmisdómara Bandaríkjanna. Hann mun hafa skipað minnst þrjá Hæstaréttardómára, 53 umdæmisdómara, 162 héraðsdómara og tvo dómara í alþjóðaviðskiptadóm Bandaríkjanna. Tilnefning Amy Coney Barrett til Hæstaréttar var staðfest í öldungadeildinni í nótt, að mestu eftir flokkslínum, þar sem og sór hún einnig embættiseið í nótt. Enginn forseti hefur skipað fleiri dómara á sína fyrsta kjörtímabili nema Jimmy Carter, samkvæmt frétt Washington Post. Um er að ræða markvissa áætlun Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, sem neitaði að staðfesta alríkisdómara og Hæstaréttardómara á síðasta ári forsetatíðar Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Því var staðan sú þegar Trump tók við að rúmlega hundrað dómarasæti stóðu tóm. Allt í allt eru um 850 alríkisdómarar í Bandaríkjunum. Umræddir dómarar geta haft mikil áhrif á margvísleg og mikilvæg málefni í Bandaríkjunum. Þar á meðal lýðræðið, mannréttindi, lög og stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í upphafi forsetatíðar Trump sagði hann sjálfur að val hans á dómurum væri hin ósagða saga forsetatíðar hans. „Enginn talar um þetta en þegar þú hugsar út í það...Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann,“ sagði Trump þá á ríkisstjórnarfundi. „Stórum hluta dómstóla verður breytt af þessari ríkisstjórn á mjög stuttu tímabili.“ Margir þessara dómara sem Trump hefur tilnefnt hafa þótt umdeildir og jafnvel ekki hæfir. Flestir þeirra dómara sem Trump hefur tilnefnt eru hvítir karlar. Þar til í júlí voru 85 prósent þeirra hvítir og 76 prósent karlar. Á fyrsta ári sínu í embætti voru 31 prósent af þeim sem Obama tilnefndi í dómarasæti hvítir karlar. Hlutfallið var 67 prósent hjá George W. Bush, 38 prósent hjá Bill Clinton, 74 prósent hjá Bush eldri og 93 prósent hjá Ronald Reagan. Til þess að ná þessum árangri hafa Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings þurft að breyta reglum og virða hefðir að vettugi. Árið 2017 breyttu Repúblikanar reglu sem fjallaði um að 60 atkvæði af hundrað þyrfti til að staðfesta tilnefningu til Hæstaréttar. Nú þarf bara hefðbundinn meirihluta. Demókratar höfðu áður gripið til sambærilegra aðgerða varðandi tilnefningar til annarra opinbera starfa. Í fyrra gerðu Repúblikanar einnig breytingar á því hve miklum tíma hægt væri að verja til umræðu um tilnefningar alríkisdómara. Hámarkið var 30 klukkustundir en Repúblikanar lækkuðu hámarkið niður í tvær klukkustundir varðandi tilnefningar héraðsdómara. Þá bundu Repúblikanar enda á þá hefð að öldungadeildarþingmenn gætu í raun beitt neitunarvaldi varðandi tilnefningar alríkisdómara í ríkjum þeirra. Þar að auki byrjuðu formenn dómsmálanefdnar öldungdadeilarinnar, fyrst Charles E. Grassley og Lindsey Graham, að taka nokkra aðila sem höfðu verið tilnefndir til embættis alríkisdómara fyrir í einu á nefndarfundum. Demókratar mótmæltu því og sögðu það leiða til þess að minni tími gæfist til að skoða tilnefningu hvers og eins. Ofan á það hafa Lögmannasamtök Bandaríkjanna ekki fengið að skoða þá aðila sem hafa verið tilnefndir til embættis alríkisdómara, áður en þeir hafa verið tilnefndir. Slíkt var gert í forsetatíð Barack Obama og áður. Óvinsælum stefnumálefnum náð í gegnum dómstóla Mörg málefni sem Repúblikanar leggja mikla áherslu á eru í raun óvinsæl meðal kjósenda, miðað við kannanir. Meðal þeirra er að fella niður heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna (mál verður tekið fyrir þann 10. nóvember), draga úr umhverfisvernd og að fella niður rétt kvenna til þungunarrofs. Trump hefur sjálfur lýst því að Hæstaréttardómarar sem hann tilnefnir muni vera andvígir rétti kvenna til þungunarrofs. Amy Coney Barrett neitaði að svara spurningum um viðhorf sitt til þess og annarra mála þegar hún sat fundi dómsmálanefndar öldungadeildarinnar fyrr í mánuðinum. Sjá einnig: Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof Trump hefur einnig sagt að hugsanlegt sé að dómafordæmið sem skapar rétt bandarískra kvenna til þungunarrofs, sem nefnist Roe gegn Wade, verði aftur tekinn fyrir hjá Hæstarétti eftir að Barrett tekur sér sæti þar. Þar að er einnig talið mögulegt að Hæstiréttur muni koma að framkvæmd og niðurstöðum forsetakosninganna í næstu viku. Sé Barrett meðtalin hafa Repúblikanar skipað 15 af síðustu 19 Hæstaréttardómurum. Í því samhengi benti stjórnmálafræðingurinn Lee Drutman á í gær að á undanförnum 30 árum hefur forseti á vegum Repúblikanaflokksins einungis einu sinni hlotið meirihluta atkvæða í forsetakosningum vestanhafs. Það var á seinna kjörtímabili George W. Bush, í kosningunum árið 2004. Republicans have won the national popular vote for president just once in the last 30 years. https://t.co/a0ZoRitLet— Lee Drutman (@leedrutman) October 26, 2020 Meðal Demókrata í Bandaríkjunum hefur sú hugmynd stungið upp kollinum að dómurum í Hæstarétti Bandaríkjanna verði fjölgað. Þannig væri hægt að ná jafnvægi meðal flokkanna á nýjan leik. Joe Biden, forsetaframbjóðandi flokksins, hefur þó sagt að honum þyki það ekki góð hugmynd og segist ætla að stofna sérstakt ráð sem eigi að skoða dómaramál í Bandaríkjunum og gera tillögur að umbótum, verði hann forseti. Demókratar hafa einnig deilt um það hvort að þeir ættu að breyta reglum og hefðum til fyrra horfs, nái þeir meirihluta í öldungadeildinni. „Nei,“ sagði Mazie Hirono, demókrati frá Havaí og meðlimur í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, við Washington Post þegar hún var spurð út í það hvort öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ættu að fá að koma í veg fyrir tilnefningar dómara í þeirra ríkjum. „Reglurnar hafa breyst. Lít ég út fyrir að vera heimsk?“ Richard Blumenthal, sem er einnig í nefndinni, sagði sömuleiðis nei. Aðrir segja að þetta þurfi að skoða. Sérfræðingur sem WP ræddi við segir að margir eldri dómarar sem skipaðir voru í embætti af Demókrötum, hafi frestað því að setjast í helgan stein á undanförnum árum. Vinni Biden kosningarnar í næstu viku gæti hann fljótt fengið nokkuð mikinn fjölda sæta að fylla. Blæs á óánægjuraddir Mitch McConnell gefur ekki mikið fyrir gagnrýni á að hann hafi grafið undan trúverðugleika Hæstaréttar og annarra dómstóla og gert dómstóla að pólitísku bitbeini. „Þetta er eitthvað sem við eigum að vera stolt af og finnast gott,“ sagði McConnell á sunnudaginn. „Við höfum lagt fram mikilvægt framlag til framtíðar þessa lands. Margt af því sem við höfum gert, mun hafa verið tekið til baka fyrir næstu kosningar. Þeir munu ekki geta gert mikið við þessu í langan tíma.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Þegar þessu kjörtímabili Donalds Trumps lýkur, mun Trump hafa skipað tæpan þriðjung umdæmisdómara Bandaríkjanna. Hann mun hafa skipað minnst þrjá Hæstaréttardómára, 53 umdæmisdómara, 162 héraðsdómara og tvo dómara í alþjóðaviðskiptadóm Bandaríkjanna. Tilnefning Amy Coney Barrett til Hæstaréttar var staðfest í öldungadeildinni í nótt, að mestu eftir flokkslínum, þar sem og sór hún einnig embættiseið í nótt. Enginn forseti hefur skipað fleiri dómara á sína fyrsta kjörtímabili nema Jimmy Carter, samkvæmt frétt Washington Post. Um er að ræða markvissa áætlun Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, sem neitaði að staðfesta alríkisdómara og Hæstaréttardómara á síðasta ári forsetatíðar Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Því var staðan sú þegar Trump tók við að rúmlega hundrað dómarasæti stóðu tóm. Allt í allt eru um 850 alríkisdómarar í Bandaríkjunum. Umræddir dómarar geta haft mikil áhrif á margvísleg og mikilvæg málefni í Bandaríkjunum. Þar á meðal lýðræðið, mannréttindi, lög og stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í upphafi forsetatíðar Trump sagði hann sjálfur að val hans á dómurum væri hin ósagða saga forsetatíðar hans. „Enginn talar um þetta en þegar þú hugsar út í það...Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann,“ sagði Trump þá á ríkisstjórnarfundi. „Stórum hluta dómstóla verður breytt af þessari ríkisstjórn á mjög stuttu tímabili.“ Margir þessara dómara sem Trump hefur tilnefnt hafa þótt umdeildir og jafnvel ekki hæfir. Flestir þeirra dómara sem Trump hefur tilnefnt eru hvítir karlar. Þar til í júlí voru 85 prósent þeirra hvítir og 76 prósent karlar. Á fyrsta ári sínu í embætti voru 31 prósent af þeim sem Obama tilnefndi í dómarasæti hvítir karlar. Hlutfallið var 67 prósent hjá George W. Bush, 38 prósent hjá Bill Clinton, 74 prósent hjá Bush eldri og 93 prósent hjá Ronald Reagan. Til þess að ná þessum árangri hafa Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings þurft að breyta reglum og virða hefðir að vettugi. Árið 2017 breyttu Repúblikanar reglu sem fjallaði um að 60 atkvæði af hundrað þyrfti til að staðfesta tilnefningu til Hæstaréttar. Nú þarf bara hefðbundinn meirihluta. Demókratar höfðu áður gripið til sambærilegra aðgerða varðandi tilnefningar til annarra opinbera starfa. Í fyrra gerðu Repúblikanar einnig breytingar á því hve miklum tíma hægt væri að verja til umræðu um tilnefningar alríkisdómara. Hámarkið var 30 klukkustundir en Repúblikanar lækkuðu hámarkið niður í tvær klukkustundir varðandi tilnefningar héraðsdómara. Þá bundu Repúblikanar enda á þá hefð að öldungadeildarþingmenn gætu í raun beitt neitunarvaldi varðandi tilnefningar alríkisdómara í ríkjum þeirra. Þar að auki byrjuðu formenn dómsmálanefdnar öldungdadeilarinnar, fyrst Charles E. Grassley og Lindsey Graham, að taka nokkra aðila sem höfðu verið tilnefndir til embættis alríkisdómara fyrir í einu á nefndarfundum. Demókratar mótmæltu því og sögðu það leiða til þess að minni tími gæfist til að skoða tilnefningu hvers og eins. Ofan á það hafa Lögmannasamtök Bandaríkjanna ekki fengið að skoða þá aðila sem hafa verið tilnefndir til embættis alríkisdómara, áður en þeir hafa verið tilnefndir. Slíkt var gert í forsetatíð Barack Obama og áður. Óvinsælum stefnumálefnum náð í gegnum dómstóla Mörg málefni sem Repúblikanar leggja mikla áherslu á eru í raun óvinsæl meðal kjósenda, miðað við kannanir. Meðal þeirra er að fella niður heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna (mál verður tekið fyrir þann 10. nóvember), draga úr umhverfisvernd og að fella niður rétt kvenna til þungunarrofs. Trump hefur sjálfur lýst því að Hæstaréttardómarar sem hann tilnefnir muni vera andvígir rétti kvenna til þungunarrofs. Amy Coney Barrett neitaði að svara spurningum um viðhorf sitt til þess og annarra mála þegar hún sat fundi dómsmálanefndar öldungadeildarinnar fyrr í mánuðinum. Sjá einnig: Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof Trump hefur einnig sagt að hugsanlegt sé að dómafordæmið sem skapar rétt bandarískra kvenna til þungunarrofs, sem nefnist Roe gegn Wade, verði aftur tekinn fyrir hjá Hæstarétti eftir að Barrett tekur sér sæti þar. Þar að er einnig talið mögulegt að Hæstiréttur muni koma að framkvæmd og niðurstöðum forsetakosninganna í næstu viku. Sé Barrett meðtalin hafa Repúblikanar skipað 15 af síðustu 19 Hæstaréttardómurum. Í því samhengi benti stjórnmálafræðingurinn Lee Drutman á í gær að á undanförnum 30 árum hefur forseti á vegum Repúblikanaflokksins einungis einu sinni hlotið meirihluta atkvæða í forsetakosningum vestanhafs. Það var á seinna kjörtímabili George W. Bush, í kosningunum árið 2004. Republicans have won the national popular vote for president just once in the last 30 years. https://t.co/a0ZoRitLet— Lee Drutman (@leedrutman) October 26, 2020 Meðal Demókrata í Bandaríkjunum hefur sú hugmynd stungið upp kollinum að dómurum í Hæstarétti Bandaríkjanna verði fjölgað. Þannig væri hægt að ná jafnvægi meðal flokkanna á nýjan leik. Joe Biden, forsetaframbjóðandi flokksins, hefur þó sagt að honum þyki það ekki góð hugmynd og segist ætla að stofna sérstakt ráð sem eigi að skoða dómaramál í Bandaríkjunum og gera tillögur að umbótum, verði hann forseti. Demókratar hafa einnig deilt um það hvort að þeir ættu að breyta reglum og hefðum til fyrra horfs, nái þeir meirihluta í öldungadeildinni. „Nei,“ sagði Mazie Hirono, demókrati frá Havaí og meðlimur í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, við Washington Post þegar hún var spurð út í það hvort öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ættu að fá að koma í veg fyrir tilnefningar dómara í þeirra ríkjum. „Reglurnar hafa breyst. Lít ég út fyrir að vera heimsk?“ Richard Blumenthal, sem er einnig í nefndinni, sagði sömuleiðis nei. Aðrir segja að þetta þurfi að skoða. Sérfræðingur sem WP ræddi við segir að margir eldri dómarar sem skipaðir voru í embætti af Demókrötum, hafi frestað því að setjast í helgan stein á undanförnum árum. Vinni Biden kosningarnar í næstu viku gæti hann fljótt fengið nokkuð mikinn fjölda sæta að fylla. Blæs á óánægjuraddir Mitch McConnell gefur ekki mikið fyrir gagnrýni á að hann hafi grafið undan trúverðugleika Hæstaréttar og annarra dómstóla og gert dómstóla að pólitísku bitbeini. „Þetta er eitthvað sem við eigum að vera stolt af og finnast gott,“ sagði McConnell á sunnudaginn. „Við höfum lagt fram mikilvægt framlag til framtíðar þessa lands. Margt af því sem við höfum gert, mun hafa verið tekið til baka fyrir næstu kosningar. Þeir munu ekki geta gert mikið við þessu í langan tíma.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira