Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir líkamsárás í nótt þar sem eggvopni var beitt. Einn af hinum handteknu er jafnframt grunaður um brot á sóttkví og getur átt von á að vera kærður vegna þess. Tildrög og frekari atburðarrás líkamsárásarinnar er í rannsókn.
Verkefni lögreglu voru að öðru leyti minniháttar, eftir því sem fram kemur í dagbók hennar. Þó var þjófnaður tilkynntur í Hagkaup og ökumaður sviptur ökuréttindum eftir að í ljós kom að bíll sem hann ók væri ótryggður.