Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2020 13:32 Stigið sem Ísland náði í gegn Svíþjóð fyrir mánuði gæti reynst afar dýrmætt, sama hvernig fer í kvöld. vísir/vilhelm Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. Ísland hefur leikið fimm af átta leikjum sínum í undankeppninni og gengið svo vel að möguleikinn á að liðið komist fjórða skiptið í röð á EM er góður. Ísland vann fyrstu fjóra leiki sína og gerði svo 1-1 jafntefli við Svíþjóð í síðasta mánuði. Svíar hafa unnið fimm leiki og eru því með þriggja stiga forskot á Ísland og auk þess mun betri markatölu. Reglurnar í undankeppni EM Leikið er í níu undanriðlum. Efsta lið hvers riðils kemst beint á EM en liðið í 2. sæti gæti einnig komist beint á EM ellegar farið í umspil. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á EM en sex lið fara í umspil um þrjú laus sæti. Ísland er til dæmis í 4. sæti núna, af liðum í 2. sæti síns riðils, og á leið í umspil miðað við þá stöðu. Fyrir ofan eru þó lið sem eiga eftir tvo „toppslagi“ en ekki einn eins og Ísland. En hversu mikla möguleika á Ísland á að komast á EM? Úrslitin í kvöld gefa skýrari mynd af því, en hafa ber í huga að Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland eftir mánuð. Tap gegn Svíþjóð: Svíar, bronslið HM, þykja að sjálfsögðu sigurstranglegri í kvöld. Með sigri tryggir Svíþjóð sér toppsæti riðilsins, með sex stiga forskot á Ísland og betri innbyrðis úrslit. Ísland þyrfti þá að hugsa um að tryggja sér 2. sæti, sem er svo til öruggt, og safna sem flestum stigum og mörkum í baráttunni um að sleppa við umspil. Sex stig gegn Slóvakíu og Ungverjalandi gætu dugað til þess. Jafntefli við Svíþjóð: Ef Svíþjóð og Ísland gera 0-0 jafntefli er Svíþjóð með betri innbyrðis úrslit og endar ofar verði liðin jöfn að stigum. Ef liðin gera 1-1 jafntefli, eins og í Reykjavík, er Svíþjóð með mun betri heildarmarkatölu og yrði ofar ef liðin enduðu jöfn að stigum. Ef liðin gera 2-2, 3-3, 4-4 eða fleiri marka jafntefli þá endar Ísland ofar verði liðin jöfn að stigum. Ísland þyrfti samt sem áður nær örugglega að vinna leikina við Slóvakíu og Ungverjaland til að ná efsta sæti riðilsins. Sigur gegn Svíþjóð: Sigur í kvöld væri eitt mesta afrek landsliðsins frá upphafi og færi langleiðina með að skila Íslandi á EM. Þá myndi liðinu duga að ná í þrjú stig samtals úr leikjunum við Slóvakíu og Ungverjaland, til að ná efsta sætinu. Næsta Evrópumót fer fram í Englandi. Það átti upphaflega að fara fram sumarið 2021 en var frestað um eitt ár vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu landsleikirnir á ferli Söru Bjarkar Vísir fer yfir helstu vörðurnar á landsliðsferli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem bætir leikjamet íslenska kvennalandsliðsins gegn Svíþjóð í kvöld. 27. október 2020 12:01 „Verður örugglega rætt um þennan árgang sem gullkynslóð“ Sif Atladóttir er mjög spennt fyrir yngri leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu og vonast til að þær komist á stærra svið fyrr en síðar. Hún kveðst nokkuð bjartsýn fyrir leikinn gegn Svíum í kvöld. 27. október 2020 09:01 „Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Þorkell Máni Pétursson segir að jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið gegn því sænska í undankeppni EM annað kvöld. 26. október 2020 15:00 Bítast um íslensku ungstirnin Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. 26. október 2020 12:01 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. Ísland hefur leikið fimm af átta leikjum sínum í undankeppninni og gengið svo vel að möguleikinn á að liðið komist fjórða skiptið í röð á EM er góður. Ísland vann fyrstu fjóra leiki sína og gerði svo 1-1 jafntefli við Svíþjóð í síðasta mánuði. Svíar hafa unnið fimm leiki og eru því með þriggja stiga forskot á Ísland og auk þess mun betri markatölu. Reglurnar í undankeppni EM Leikið er í níu undanriðlum. Efsta lið hvers riðils kemst beint á EM en liðið í 2. sæti gæti einnig komist beint á EM ellegar farið í umspil. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á EM en sex lið fara í umspil um þrjú laus sæti. Ísland er til dæmis í 4. sæti núna, af liðum í 2. sæti síns riðils, og á leið í umspil miðað við þá stöðu. Fyrir ofan eru þó lið sem eiga eftir tvo „toppslagi“ en ekki einn eins og Ísland. En hversu mikla möguleika á Ísland á að komast á EM? Úrslitin í kvöld gefa skýrari mynd af því, en hafa ber í huga að Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland eftir mánuð. Tap gegn Svíþjóð: Svíar, bronslið HM, þykja að sjálfsögðu sigurstranglegri í kvöld. Með sigri tryggir Svíþjóð sér toppsæti riðilsins, með sex stiga forskot á Ísland og betri innbyrðis úrslit. Ísland þyrfti þá að hugsa um að tryggja sér 2. sæti, sem er svo til öruggt, og safna sem flestum stigum og mörkum í baráttunni um að sleppa við umspil. Sex stig gegn Slóvakíu og Ungverjalandi gætu dugað til þess. Jafntefli við Svíþjóð: Ef Svíþjóð og Ísland gera 0-0 jafntefli er Svíþjóð með betri innbyrðis úrslit og endar ofar verði liðin jöfn að stigum. Ef liðin gera 1-1 jafntefli, eins og í Reykjavík, er Svíþjóð með mun betri heildarmarkatölu og yrði ofar ef liðin enduðu jöfn að stigum. Ef liðin gera 2-2, 3-3, 4-4 eða fleiri marka jafntefli þá endar Ísland ofar verði liðin jöfn að stigum. Ísland þyrfti samt sem áður nær örugglega að vinna leikina við Slóvakíu og Ungverjaland til að ná efsta sæti riðilsins. Sigur gegn Svíþjóð: Sigur í kvöld væri eitt mesta afrek landsliðsins frá upphafi og færi langleiðina með að skila Íslandi á EM. Þá myndi liðinu duga að ná í þrjú stig samtals úr leikjunum við Slóvakíu og Ungverjaland, til að ná efsta sætinu. Næsta Evrópumót fer fram í Englandi. Það átti upphaflega að fara fram sumarið 2021 en var frestað um eitt ár vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Reglurnar í undankeppni EM Leikið er í níu undanriðlum. Efsta lið hvers riðils kemst beint á EM en liðið í 2. sæti gæti einnig komist beint á EM ellegar farið í umspil. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á EM en sex lið fara í umspil um þrjú laus sæti. Ísland er til dæmis í 4. sæti núna, af liðum í 2. sæti síns riðils, og á leið í umspil miðað við þá stöðu. Fyrir ofan eru þó lið sem eiga eftir tvo „toppslagi“ en ekki einn eins og Ísland.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu landsleikirnir á ferli Söru Bjarkar Vísir fer yfir helstu vörðurnar á landsliðsferli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem bætir leikjamet íslenska kvennalandsliðsins gegn Svíþjóð í kvöld. 27. október 2020 12:01 „Verður örugglega rætt um þennan árgang sem gullkynslóð“ Sif Atladóttir er mjög spennt fyrir yngri leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu og vonast til að þær komist á stærra svið fyrr en síðar. Hún kveðst nokkuð bjartsýn fyrir leikinn gegn Svíum í kvöld. 27. október 2020 09:01 „Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Þorkell Máni Pétursson segir að jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið gegn því sænska í undankeppni EM annað kvöld. 26. október 2020 15:00 Bítast um íslensku ungstirnin Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. 26. október 2020 12:01 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Tíu eftirminnilegustu landsleikirnir á ferli Söru Bjarkar Vísir fer yfir helstu vörðurnar á landsliðsferli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem bætir leikjamet íslenska kvennalandsliðsins gegn Svíþjóð í kvöld. 27. október 2020 12:01
„Verður örugglega rætt um þennan árgang sem gullkynslóð“ Sif Atladóttir er mjög spennt fyrir yngri leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu og vonast til að þær komist á stærra svið fyrr en síðar. Hún kveðst nokkuð bjartsýn fyrir leikinn gegn Svíum í kvöld. 27. október 2020 09:01
„Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Þorkell Máni Pétursson segir að jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið gegn því sænska í undankeppni EM annað kvöld. 26. október 2020 15:00
Bítast um íslensku ungstirnin Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. 26. október 2020 12:01