Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2020 13:32 Stigið sem Ísland náði í gegn Svíþjóð fyrir mánuði gæti reynst afar dýrmætt, sama hvernig fer í kvöld. vísir/vilhelm Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. Ísland hefur leikið fimm af átta leikjum sínum í undankeppninni og gengið svo vel að möguleikinn á að liðið komist fjórða skiptið í röð á EM er góður. Ísland vann fyrstu fjóra leiki sína og gerði svo 1-1 jafntefli við Svíþjóð í síðasta mánuði. Svíar hafa unnið fimm leiki og eru því með þriggja stiga forskot á Ísland og auk þess mun betri markatölu. Reglurnar í undankeppni EM Leikið er í níu undanriðlum. Efsta lið hvers riðils kemst beint á EM en liðið í 2. sæti gæti einnig komist beint á EM ellegar farið í umspil. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á EM en sex lið fara í umspil um þrjú laus sæti. Ísland er til dæmis í 4. sæti núna, af liðum í 2. sæti síns riðils, og á leið í umspil miðað við þá stöðu. Fyrir ofan eru þó lið sem eiga eftir tvo „toppslagi“ en ekki einn eins og Ísland. En hversu mikla möguleika á Ísland á að komast á EM? Úrslitin í kvöld gefa skýrari mynd af því, en hafa ber í huga að Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland eftir mánuð. Tap gegn Svíþjóð: Svíar, bronslið HM, þykja að sjálfsögðu sigurstranglegri í kvöld. Með sigri tryggir Svíþjóð sér toppsæti riðilsins, með sex stiga forskot á Ísland og betri innbyrðis úrslit. Ísland þyrfti þá að hugsa um að tryggja sér 2. sæti, sem er svo til öruggt, og safna sem flestum stigum og mörkum í baráttunni um að sleppa við umspil. Sex stig gegn Slóvakíu og Ungverjalandi gætu dugað til þess. Jafntefli við Svíþjóð: Ef Svíþjóð og Ísland gera 0-0 jafntefli er Svíþjóð með betri innbyrðis úrslit og endar ofar verði liðin jöfn að stigum. Ef liðin gera 1-1 jafntefli, eins og í Reykjavík, er Svíþjóð með mun betri heildarmarkatölu og yrði ofar ef liðin enduðu jöfn að stigum. Ef liðin gera 2-2, 3-3, 4-4 eða fleiri marka jafntefli þá endar Ísland ofar verði liðin jöfn að stigum. Ísland þyrfti samt sem áður nær örugglega að vinna leikina við Slóvakíu og Ungverjaland til að ná efsta sæti riðilsins. Sigur gegn Svíþjóð: Sigur í kvöld væri eitt mesta afrek landsliðsins frá upphafi og færi langleiðina með að skila Íslandi á EM. Þá myndi liðinu duga að ná í þrjú stig samtals úr leikjunum við Slóvakíu og Ungverjaland, til að ná efsta sætinu. Næsta Evrópumót fer fram í Englandi. Það átti upphaflega að fara fram sumarið 2021 en var frestað um eitt ár vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu landsleikirnir á ferli Söru Bjarkar Vísir fer yfir helstu vörðurnar á landsliðsferli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem bætir leikjamet íslenska kvennalandsliðsins gegn Svíþjóð í kvöld. 27. október 2020 12:01 „Verður örugglega rætt um þennan árgang sem gullkynslóð“ Sif Atladóttir er mjög spennt fyrir yngri leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu og vonast til að þær komist á stærra svið fyrr en síðar. Hún kveðst nokkuð bjartsýn fyrir leikinn gegn Svíum í kvöld. 27. október 2020 09:01 „Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Þorkell Máni Pétursson segir að jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið gegn því sænska í undankeppni EM annað kvöld. 26. október 2020 15:00 Bítast um íslensku ungstirnin Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. 26. október 2020 12:01 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. Ísland hefur leikið fimm af átta leikjum sínum í undankeppninni og gengið svo vel að möguleikinn á að liðið komist fjórða skiptið í röð á EM er góður. Ísland vann fyrstu fjóra leiki sína og gerði svo 1-1 jafntefli við Svíþjóð í síðasta mánuði. Svíar hafa unnið fimm leiki og eru því með þriggja stiga forskot á Ísland og auk þess mun betri markatölu. Reglurnar í undankeppni EM Leikið er í níu undanriðlum. Efsta lið hvers riðils kemst beint á EM en liðið í 2. sæti gæti einnig komist beint á EM ellegar farið í umspil. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á EM en sex lið fara í umspil um þrjú laus sæti. Ísland er til dæmis í 4. sæti núna, af liðum í 2. sæti síns riðils, og á leið í umspil miðað við þá stöðu. Fyrir ofan eru þó lið sem eiga eftir tvo „toppslagi“ en ekki einn eins og Ísland. En hversu mikla möguleika á Ísland á að komast á EM? Úrslitin í kvöld gefa skýrari mynd af því, en hafa ber í huga að Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland eftir mánuð. Tap gegn Svíþjóð: Svíar, bronslið HM, þykja að sjálfsögðu sigurstranglegri í kvöld. Með sigri tryggir Svíþjóð sér toppsæti riðilsins, með sex stiga forskot á Ísland og betri innbyrðis úrslit. Ísland þyrfti þá að hugsa um að tryggja sér 2. sæti, sem er svo til öruggt, og safna sem flestum stigum og mörkum í baráttunni um að sleppa við umspil. Sex stig gegn Slóvakíu og Ungverjalandi gætu dugað til þess. Jafntefli við Svíþjóð: Ef Svíþjóð og Ísland gera 0-0 jafntefli er Svíþjóð með betri innbyrðis úrslit og endar ofar verði liðin jöfn að stigum. Ef liðin gera 1-1 jafntefli, eins og í Reykjavík, er Svíþjóð með mun betri heildarmarkatölu og yrði ofar ef liðin enduðu jöfn að stigum. Ef liðin gera 2-2, 3-3, 4-4 eða fleiri marka jafntefli þá endar Ísland ofar verði liðin jöfn að stigum. Ísland þyrfti samt sem áður nær örugglega að vinna leikina við Slóvakíu og Ungverjaland til að ná efsta sæti riðilsins. Sigur gegn Svíþjóð: Sigur í kvöld væri eitt mesta afrek landsliðsins frá upphafi og færi langleiðina með að skila Íslandi á EM. Þá myndi liðinu duga að ná í þrjú stig samtals úr leikjunum við Slóvakíu og Ungverjaland, til að ná efsta sætinu. Næsta Evrópumót fer fram í Englandi. Það átti upphaflega að fara fram sumarið 2021 en var frestað um eitt ár vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Reglurnar í undankeppni EM Leikið er í níu undanriðlum. Efsta lið hvers riðils kemst beint á EM en liðið í 2. sæti gæti einnig komist beint á EM ellegar farið í umspil. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á EM en sex lið fara í umspil um þrjú laus sæti. Ísland er til dæmis í 4. sæti núna, af liðum í 2. sæti síns riðils, og á leið í umspil miðað við þá stöðu. Fyrir ofan eru þó lið sem eiga eftir tvo „toppslagi“ en ekki einn eins og Ísland.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu landsleikirnir á ferli Söru Bjarkar Vísir fer yfir helstu vörðurnar á landsliðsferli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem bætir leikjamet íslenska kvennalandsliðsins gegn Svíþjóð í kvöld. 27. október 2020 12:01 „Verður örugglega rætt um þennan árgang sem gullkynslóð“ Sif Atladóttir er mjög spennt fyrir yngri leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu og vonast til að þær komist á stærra svið fyrr en síðar. Hún kveðst nokkuð bjartsýn fyrir leikinn gegn Svíum í kvöld. 27. október 2020 09:01 „Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Þorkell Máni Pétursson segir að jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið gegn því sænska í undankeppni EM annað kvöld. 26. október 2020 15:00 Bítast um íslensku ungstirnin Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. 26. október 2020 12:01 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Tíu eftirminnilegustu landsleikirnir á ferli Söru Bjarkar Vísir fer yfir helstu vörðurnar á landsliðsferli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem bætir leikjamet íslenska kvennalandsliðsins gegn Svíþjóð í kvöld. 27. október 2020 12:01
„Verður örugglega rætt um þennan árgang sem gullkynslóð“ Sif Atladóttir er mjög spennt fyrir yngri leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu og vonast til að þær komist á stærra svið fyrr en síðar. Hún kveðst nokkuð bjartsýn fyrir leikinn gegn Svíum í kvöld. 27. október 2020 09:01
„Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Þorkell Máni Pétursson segir að jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið gegn því sænska í undankeppni EM annað kvöld. 26. október 2020 15:00
Bítast um íslensku ungstirnin Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. 26. október 2020 12:01