Eingöngu glaðir viðskiptavinir og sumir þeirra fiðraðir og loðnir Gæludýr.is 28. október 2020 08:50 Ingibörg Salóme Sigurðardóttir rekur gæludýr.is ásamt fjölskyldu sinni. Gæludýr.is fagnar tíu ára afmæli í dag. Gæludýr.is fagnar tíu ára afmæli í dag, miðvikudag. Að fyrirtækinu standa hjónin Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir og Eiríkur Ásmundsson. þau reka fimm verslanir, fjórar í Reykjavík og eina á Akureyri, sem samanlagt þekja yfir fjögur þúsund fermetra. Í hillunum er að finna á bilinu sjö til áttaþúsund vörumerki sem einnig má nálgast í vefversluninni. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki og við hjónin erum bæði mikið gæludýrafólk. Ég er hundamanneskja og hundaræktandi og hann er mikill fiskakall. Um tíma vorum við með 40 fiskabúr heima hjá okkur! Krakkarnir okkar hafa líka unnið með okkur í fyrirtækinu og þetta er ótrúlega skemmtilegur bransi. Fólk sem velur sér að eiga gæludýr er gott fólk. Við fáum enga pirraða viðskiptavini til okkar,“ segir Ingibjörg. Oft sé mikið líf og fjör í búðunum. „Öll dýr eru velkomin í verslanirnar okkar og við fáum oft hunda og ketti í heimsókn með eigendum sínum í búðina að velja sér nammi. Kanínur og fuglar líka. Þetta eru sérlega skemmtilegir viðskiptavinir,“ bætir hún við. Fyrstu verslunina opnuðu þau hjónin á Korputorgi 28. október árið 2010. Síðan hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og eru verslanirnar orðnar fjórar á höfuðborgarsvæðinu og nýlega bættu þau verslun við á Akureyri. „Akureyringar hafa alltaf átt mikil viðskipti við okkur gegnum vefverslunina og því var mjög gaman að opna loks verslun þar. Hún hefur líka fengið frábærar viðtökur,“ segi Ingibjörg. Ávallt sé lögð áhersla á gott vöruúrval og lágt vöruverð. Meðvitaðri gæludýraeigendur Ingibjörg segir gæludýrahald á Íslandi hafa breyst undanfarin ár og gæludýraeigendur séu meðvitaðir um ólíkar þarfir dýranna yfir æfiskeið þeirra. „Það hefur orðið mikil þróun í allri umhirðu katta og hunda til dæmis. Nú liggja miklar rannsóknir á bak við framleiðslu gæludýrafóðurs og með því að nota gott fóður, sérsniðið eftir því á hvaða aldri dýrið er, lengist líf dýrsins. Í dag er allt öðruvísi viðhorf en í gamla daga þegar hundurinn fékk bara afgangana af matarborðinu að éta. Hann lifði auðvitað á því en kannski ekki eins lengi og hundar í dag. Nú mega hundar líka ferðast með strætó sem var alveg bannað þar til nýlega og eins er búið að leyfa hunda í Kringlunni á ákveðnum tímum. Samt erum við Íslendingar langt á eftir Evrópu í hundahaldi, þar fá hundarnir að vera úti um allt,“ segir Ingibjörg. Hún segir marga fá sér gæludýr núna í því ástandi sem ríkir í dag. Það sama hafi verið uppi á teningnum í hruninu, einmitt þegar þau opnuðu sína fyrstu verslun. „Það virðist vera svo að þegar erfiðleikar steðja í samfélaginu þá leitar fólk í gæludýr. Það er varla hægt að fá kettling eða hvolp í dag eftirspurnin er svo mikil. Við fögnum því auðvitað en minnum jafnframt á að það fylgir því ábyrgð að eiga dýr og þau eru ennþá til staðar þegar erfiðleikarnir ganga yfir.“ Rafræn afmælishátíð Í tilefni tíu ára afmælisins verður blásið til rafrænnar afmælishátíðar. Á facebook og Instagram verða uppákomur á klukkutíma fresti í allan dag, leikir, happdrætti og fleira skemmtilegt. „Við ákváðum að hafa hátíðahöldin bara á netinu í þetta sinn í ljósi aðstæðna. Það er opið í verslunum okkar en við hlýðum fyrirmælum þríeykisins og erum ekkert að kalla eftir því að fólk hópist inn í verslanirnar. Þetta verða rafræn hátíðahöld.“ Lífið Gæludýr Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Gæludýr.is fagnar tíu ára afmæli í dag, miðvikudag. Að fyrirtækinu standa hjónin Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir og Eiríkur Ásmundsson. þau reka fimm verslanir, fjórar í Reykjavík og eina á Akureyri, sem samanlagt þekja yfir fjögur þúsund fermetra. Í hillunum er að finna á bilinu sjö til áttaþúsund vörumerki sem einnig má nálgast í vefversluninni. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki og við hjónin erum bæði mikið gæludýrafólk. Ég er hundamanneskja og hundaræktandi og hann er mikill fiskakall. Um tíma vorum við með 40 fiskabúr heima hjá okkur! Krakkarnir okkar hafa líka unnið með okkur í fyrirtækinu og þetta er ótrúlega skemmtilegur bransi. Fólk sem velur sér að eiga gæludýr er gott fólk. Við fáum enga pirraða viðskiptavini til okkar,“ segir Ingibjörg. Oft sé mikið líf og fjör í búðunum. „Öll dýr eru velkomin í verslanirnar okkar og við fáum oft hunda og ketti í heimsókn með eigendum sínum í búðina að velja sér nammi. Kanínur og fuglar líka. Þetta eru sérlega skemmtilegir viðskiptavinir,“ bætir hún við. Fyrstu verslunina opnuðu þau hjónin á Korputorgi 28. október árið 2010. Síðan hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og eru verslanirnar orðnar fjórar á höfuðborgarsvæðinu og nýlega bættu þau verslun við á Akureyri. „Akureyringar hafa alltaf átt mikil viðskipti við okkur gegnum vefverslunina og því var mjög gaman að opna loks verslun þar. Hún hefur líka fengið frábærar viðtökur,“ segi Ingibjörg. Ávallt sé lögð áhersla á gott vöruúrval og lágt vöruverð. Meðvitaðri gæludýraeigendur Ingibjörg segir gæludýrahald á Íslandi hafa breyst undanfarin ár og gæludýraeigendur séu meðvitaðir um ólíkar þarfir dýranna yfir æfiskeið þeirra. „Það hefur orðið mikil þróun í allri umhirðu katta og hunda til dæmis. Nú liggja miklar rannsóknir á bak við framleiðslu gæludýrafóðurs og með því að nota gott fóður, sérsniðið eftir því á hvaða aldri dýrið er, lengist líf dýrsins. Í dag er allt öðruvísi viðhorf en í gamla daga þegar hundurinn fékk bara afgangana af matarborðinu að éta. Hann lifði auðvitað á því en kannski ekki eins lengi og hundar í dag. Nú mega hundar líka ferðast með strætó sem var alveg bannað þar til nýlega og eins er búið að leyfa hunda í Kringlunni á ákveðnum tímum. Samt erum við Íslendingar langt á eftir Evrópu í hundahaldi, þar fá hundarnir að vera úti um allt,“ segir Ingibjörg. Hún segir marga fá sér gæludýr núna í því ástandi sem ríkir í dag. Það sama hafi verið uppi á teningnum í hruninu, einmitt þegar þau opnuðu sína fyrstu verslun. „Það virðist vera svo að þegar erfiðleikar steðja í samfélaginu þá leitar fólk í gæludýr. Það er varla hægt að fá kettling eða hvolp í dag eftirspurnin er svo mikil. Við fögnum því auðvitað en minnum jafnframt á að það fylgir því ábyrgð að eiga dýr og þau eru ennþá til staðar þegar erfiðleikarnir ganga yfir.“ Rafræn afmælishátíð Í tilefni tíu ára afmælisins verður blásið til rafrænnar afmælishátíðar. Á facebook og Instagram verða uppákomur á klukkutíma fresti í allan dag, leikir, happdrætti og fleira skemmtilegt. „Við ákváðum að hafa hátíðahöldin bara á netinu í þetta sinn í ljósi aðstæðna. Það er opið í verslunum okkar en við hlýðum fyrirmælum þríeykisins og erum ekkert að kalla eftir því að fólk hópist inn í verslanirnar. Þetta verða rafræn hátíðahöld.“
Lífið Gæludýr Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira