„Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2020 19:23 „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími,“ segir Ásta Olga Magnúsdóttir, varaformaður íbúaráðs Vesturbæjar aðspurð um það hvað henni finnist um að langur tími gæti liðið þangað til að rústir hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í sumar verði fjarlægt. Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. Ásta Olga ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um málið. „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími. Okkur datt það ekki í hug,“ sagði Ásta Olga. Íbúaráðið telur mikilvægt að rústir hússins verði fjarlægðar strax í nóvember. Hætta stafi af rústunum og þær veki óhug hjá nágrönnum. Þetta kom fram í bókun íbúaráðs sem lögð var fram á fundi ráðsins á miðvikudag í síðustu viku. Bent var á að rústir hússins hafi staðið í fjóra mánuði en rannsókn á vettvangi sé löngu lokið. Enn sé brunalykt af rústunum, hætta að börn fari inn í húsið, að aftur kvikni í eða að það „hrynji alveg í næstu haustlægð“. Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. Íbúar vilja hins vegar sem fyrr segir að rústirnar verði fjarlægðar sem fyrst, ekki sé boðlegt að rústirnar blasi við í vetur. „Fyrir fólk sem er hérna í næstu húsum er það alveg gjörsamlega óviðunandi.“ Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Fram kemur í ákæru að hann hafi kveikt eld á þremur stöðum í húsinu. Afleiðingarnar voru þær að tvær konur og einn karlmaður létust í brunanum, öll þrjú frá Póllandi. Reykjavík Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. 27. október 2020 16:59 Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. 27. október 2020 13:40 Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. 27. október 2020 08:57 21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13 Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. 18. september 2020 18:55 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
„Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími,“ segir Ásta Olga Magnúsdóttir, varaformaður íbúaráðs Vesturbæjar aðspurð um það hvað henni finnist um að langur tími gæti liðið þangað til að rústir hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í sumar verði fjarlægt. Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. Ásta Olga ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um málið. „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími. Okkur datt það ekki í hug,“ sagði Ásta Olga. Íbúaráðið telur mikilvægt að rústir hússins verði fjarlægðar strax í nóvember. Hætta stafi af rústunum og þær veki óhug hjá nágrönnum. Þetta kom fram í bókun íbúaráðs sem lögð var fram á fundi ráðsins á miðvikudag í síðustu viku. Bent var á að rústir hússins hafi staðið í fjóra mánuði en rannsókn á vettvangi sé löngu lokið. Enn sé brunalykt af rústunum, hætta að börn fari inn í húsið, að aftur kvikni í eða að það „hrynji alveg í næstu haustlægð“. Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. Íbúar vilja hins vegar sem fyrr segir að rústirnar verði fjarlægðar sem fyrst, ekki sé boðlegt að rústirnar blasi við í vetur. „Fyrir fólk sem er hérna í næstu húsum er það alveg gjörsamlega óviðunandi.“ Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Fram kemur í ákæru að hann hafi kveikt eld á þremur stöðum í húsinu. Afleiðingarnar voru þær að tvær konur og einn karlmaður létust í brunanum, öll þrjú frá Póllandi.
Reykjavík Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. 27. október 2020 16:59 Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. 27. október 2020 13:40 Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. 27. október 2020 08:57 21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13 Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. 18. september 2020 18:55 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. 27. október 2020 16:59
Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. 27. október 2020 13:40
Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. 27. október 2020 08:57
21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13
Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. 18. september 2020 18:55