„Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. október 2020 19:42 Jón Þór á hliðarlínunni í fyrri viðureign liðanna. Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. Leikurinn var hálfgerður úrslitaleikur um hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi í riðlinum. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Svíarnir höfðu betur í Gautaborg í kvöld, 2-0. „Fyrstu viðbrögð eru erfið. Þetta var erfiður leikur en mér fannst hugarfarið gott. Eftir við fengum fyrsta markið þá riðlaðist þetta á okkur. Það var högg. Það var enginn ástæða til þess. Auðvitað eftir að horfa á allt saman aftur en við getum komið í veg fyrir þetta í aðdragandanum,“ sagði Jón Þór í samtali við RÚV í leikslok. „Að móti kemur þá spiluðu Svíarnir þetta vel. Þær kláruðu færin vel. Frábært skot í seinni hálfleik. Virkilega vel útfært en mér fannst þetta riðlast eftir fyrsta markið. Við þurftum að taka sénsa og vorum í eltingarleik og skrefi á eftir, eftir fyrsta markið.“ Fyrsta markið sem íslenska liðið fékk á sig var dálítið klaufalegt. Það kom ekki eftir flott sænskt spil heldur dansaði boltinn af höfði Glódísar Perlu fyrir fætur Sofiu Jakobsson sem kláraði færið vel. Fram að því hafði leikurinn verið í járnum. „Ég var virkiega ánægður með byrjunina. Ég var stoltur af stelpunum hvernig þær komu inn í þetta. Síðan tökum við ekki stöðurnar okkar. Hlín átti frábæran kross í upphafi en náðum ekki að klára þær stöður sem við tölum um og það er svekkjandi. Að sama skapi fannst mér við komast í fínar stöður í fyrri hálfleik til þess að komast á bakvið þær.“ „Þær voru hátt uppi með línuna og við vorum of ragar að taka í gikkinn. Við vorum í stöðum til að fara á bakvið en á meðan við gerðum það ekki þá náðu þær halda línunni uppi og halda miðsvæðinu. Eins og í leiknum heima náðum við teygja á því. Það vantaði svo lítið upp á þar og komast þangað fljótt og vel; að þrýsta þeim aftar.“ Íslenska liðið er ekki úr leik því sigrar í tveimur síðustu leikjunum munu að öllum líkindum fleyta íslenska landsliðinu til Englands 2022 þar sem lokakeppnin fer fram. Jón Þór segir að lítið hafi breyst þrátt fyrir tap kvöldsins. „Núna er það næsta verkefni. Það er um mánaðamótin nóvember/desember. Það er sama hvernig þessi leikur hefði farið þá hefðum við þurft vinna þar. Við töluðum um það fyrir þennan endasprett að þetta væri snarpur endasprettur. Þrír úrslitaleikir og við förum þangað til þess að koma okkur til Englands. Það hefur ekkert breyst. Við vonum að það verði hægt að klára íslandsmótið svo við höldum okkur í leikformi milli þessara leikja.“ Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík „Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag. 27. október 2020 14:41 Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Sjá meira
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. Leikurinn var hálfgerður úrslitaleikur um hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi í riðlinum. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Svíarnir höfðu betur í Gautaborg í kvöld, 2-0. „Fyrstu viðbrögð eru erfið. Þetta var erfiður leikur en mér fannst hugarfarið gott. Eftir við fengum fyrsta markið þá riðlaðist þetta á okkur. Það var högg. Það var enginn ástæða til þess. Auðvitað eftir að horfa á allt saman aftur en við getum komið í veg fyrir þetta í aðdragandanum,“ sagði Jón Þór í samtali við RÚV í leikslok. „Að móti kemur þá spiluðu Svíarnir þetta vel. Þær kláruðu færin vel. Frábært skot í seinni hálfleik. Virkilega vel útfært en mér fannst þetta riðlast eftir fyrsta markið. Við þurftum að taka sénsa og vorum í eltingarleik og skrefi á eftir, eftir fyrsta markið.“ Fyrsta markið sem íslenska liðið fékk á sig var dálítið klaufalegt. Það kom ekki eftir flott sænskt spil heldur dansaði boltinn af höfði Glódísar Perlu fyrir fætur Sofiu Jakobsson sem kláraði færið vel. Fram að því hafði leikurinn verið í járnum. „Ég var virkiega ánægður með byrjunina. Ég var stoltur af stelpunum hvernig þær komu inn í þetta. Síðan tökum við ekki stöðurnar okkar. Hlín átti frábæran kross í upphafi en náðum ekki að klára þær stöður sem við tölum um og það er svekkjandi. Að sama skapi fannst mér við komast í fínar stöður í fyrri hálfleik til þess að komast á bakvið þær.“ „Þær voru hátt uppi með línuna og við vorum of ragar að taka í gikkinn. Við vorum í stöðum til að fara á bakvið en á meðan við gerðum það ekki þá náðu þær halda línunni uppi og halda miðsvæðinu. Eins og í leiknum heima náðum við teygja á því. Það vantaði svo lítið upp á þar og komast þangað fljótt og vel; að þrýsta þeim aftar.“ Íslenska liðið er ekki úr leik því sigrar í tveimur síðustu leikjunum munu að öllum líkindum fleyta íslenska landsliðinu til Englands 2022 þar sem lokakeppnin fer fram. Jón Þór segir að lítið hafi breyst þrátt fyrir tap kvöldsins. „Núna er það næsta verkefni. Það er um mánaðamótin nóvember/desember. Það er sama hvernig þessi leikur hefði farið þá hefðum við þurft vinna þar. Við töluðum um það fyrir þennan endasprett að þetta væri snarpur endasprettur. Þrír úrslitaleikir og við förum þangað til þess að koma okkur til Englands. Það hefur ekkert breyst. Við vonum að það verði hægt að klára íslandsmótið svo við höldum okkur í leikformi milli þessara leikja.“
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík „Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag. 27. október 2020 14:41 Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37
Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík „Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag. 27. október 2020 14:41
Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32