Með ósanngjarnt forskot í baráttunni við Ísland? Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2020 13:01 Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland í undankeppninni, og svo hugsanlega umspil í apríl. vísir/vilhelm Nú er ljóst að úrslit í öðrum riðlum undankeppni EM kvenna í fótbolta ráða miklu um möguleika Íslands á að komast á lokamótið í Englandi. Eftir tap Íslands gegn Svíþjóð í gær hafa Svíar tryggt sér efsta sæti F-riðils og farseðilinn til Englands. Það hafa Norðmenn, Danir, Hollendingar og Þjóðverjar einnig gert, sem og auðvitað ensku gestgjafarnir. Sænska landsliðið var klárt með EM-borðann eftir sigurinn á Íslandi í gær.Instagram/@asllani9 Sex þjóðir eru því komnar á EM en tíu sæti eru enn laus. Ísland berst nú um að ná einu þeirra. Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland eftir mánuð. Slóvakar geta enn náð 2. sæti af Íslandi en þurfa þá væntanlega að vinna Ísland og Svíþjóð í lokaleikjum sínum. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti beint á EM, en sex lið fara í umspil. Misjafnt er hve mikið hefur verið spilað í riðlunum en stöðuna í baráttunni um þrjú örugg sæti á EM má sjá hér að neðan: Liðin í 2. sæti í undanriðlunum níu. Þrjú lið með bestan árangur komast beint á EM en hin sex fara í umspil. Ísland er í 5. sæti sem stendur en hefur það fram yfir mörg hinna liðanna að hafa lokið báðum leikjum sínum við besta lið riðilsins.Wikipedia Hafa ber í huga að Ísland hefur lokið báðum leikjunum við besta lið síns riðils, Svíþjóð, og það að hafa náð í eitt stig úr þeim leikjum gæti reynst gulls ígildi í baráttunni við aðra riðla. Liðin í einum riðli vita lokastöðuna í öðrum riðlum Undankeppninni lýkur nánast allri 1. desember en þá er ekki víst að örlög Íslands verði ráðin. Liðin í E-riðli ljúka nefnilega ekki sinni keppni fyrr en í febrúar. Þau urðu sammála um að fresta leikjum sem áttu að vera í september, vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á leikform leikmanna, og UEFA gaf leyfi fyrir frestuninni. Í E-riðli eru Finnar nú efstir en Portúgalar og Skotar einnig í harðri baráttu um efstu tvö sætin. Það hjálpar Íslandi að þrjú góð lið geti þarna tekið stig hvert af öðru, en það gæti sem sagt verið að það skýrist ekki fyrr en í febrúar hvaða þrjú lið fara beint á EM með bestan árangur í 2. sæti. Finnland, Portúgal og Skotland munu því vita fyrir lokaleiki sína hvaða árangur dugar liði í 2. sæti til að komast beint á EM. Finnar gætu til að mynda vitað hversu mörg mörk þeir þyrftu að skora gegn botnliði Kýpverja í lokaumferðinni. Umspilið í apríl Verði Ísland í hópi þeirra sex þjóða sem enda í 2. sæti síns riðils en þurfa að fara í umspil, mun liðið leika í því umspili 5.-13. apríl næstkomandi. Leikin verða þrjú einvígi, með leikjum heima og að heiman, og kemst sigurvegari hvers einvígis á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Langt tímabil en endar vonandi á því að við tryggjum farseðilinn á EM“ „Þetta er eiginlega drullufúlt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, við Vísi eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð ytra í kvöld. 27. október 2020 20:12 Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49 „Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira
Nú er ljóst að úrslit í öðrum riðlum undankeppni EM kvenna í fótbolta ráða miklu um möguleika Íslands á að komast á lokamótið í Englandi. Eftir tap Íslands gegn Svíþjóð í gær hafa Svíar tryggt sér efsta sæti F-riðils og farseðilinn til Englands. Það hafa Norðmenn, Danir, Hollendingar og Þjóðverjar einnig gert, sem og auðvitað ensku gestgjafarnir. Sænska landsliðið var klárt með EM-borðann eftir sigurinn á Íslandi í gær.Instagram/@asllani9 Sex þjóðir eru því komnar á EM en tíu sæti eru enn laus. Ísland berst nú um að ná einu þeirra. Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland eftir mánuð. Slóvakar geta enn náð 2. sæti af Íslandi en þurfa þá væntanlega að vinna Ísland og Svíþjóð í lokaleikjum sínum. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti beint á EM, en sex lið fara í umspil. Misjafnt er hve mikið hefur verið spilað í riðlunum en stöðuna í baráttunni um þrjú örugg sæti á EM má sjá hér að neðan: Liðin í 2. sæti í undanriðlunum níu. Þrjú lið með bestan árangur komast beint á EM en hin sex fara í umspil. Ísland er í 5. sæti sem stendur en hefur það fram yfir mörg hinna liðanna að hafa lokið báðum leikjum sínum við besta lið riðilsins.Wikipedia Hafa ber í huga að Ísland hefur lokið báðum leikjunum við besta lið síns riðils, Svíþjóð, og það að hafa náð í eitt stig úr þeim leikjum gæti reynst gulls ígildi í baráttunni við aðra riðla. Liðin í einum riðli vita lokastöðuna í öðrum riðlum Undankeppninni lýkur nánast allri 1. desember en þá er ekki víst að örlög Íslands verði ráðin. Liðin í E-riðli ljúka nefnilega ekki sinni keppni fyrr en í febrúar. Þau urðu sammála um að fresta leikjum sem áttu að vera í september, vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á leikform leikmanna, og UEFA gaf leyfi fyrir frestuninni. Í E-riðli eru Finnar nú efstir en Portúgalar og Skotar einnig í harðri baráttu um efstu tvö sætin. Það hjálpar Íslandi að þrjú góð lið geti þarna tekið stig hvert af öðru, en það gæti sem sagt verið að það skýrist ekki fyrr en í febrúar hvaða þrjú lið fara beint á EM með bestan árangur í 2. sæti. Finnland, Portúgal og Skotland munu því vita fyrir lokaleiki sína hvaða árangur dugar liði í 2. sæti til að komast beint á EM. Finnar gætu til að mynda vitað hversu mörg mörk þeir þyrftu að skora gegn botnliði Kýpverja í lokaumferðinni. Umspilið í apríl Verði Ísland í hópi þeirra sex þjóða sem enda í 2. sæti síns riðils en þurfa að fara í umspil, mun liðið leika í því umspili 5.-13. apríl næstkomandi. Leikin verða þrjú einvígi, með leikjum heima og að heiman, og kemst sigurvegari hvers einvígis á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Langt tímabil en endar vonandi á því að við tryggjum farseðilinn á EM“ „Þetta er eiginlega drullufúlt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, við Vísi eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð ytra í kvöld. 27. október 2020 20:12 Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49 „Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira
„Langt tímabil en endar vonandi á því að við tryggjum farseðilinn á EM“ „Þetta er eiginlega drullufúlt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, við Vísi eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð ytra í kvöld. 27. október 2020 20:12
Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49
„Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37